Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 20
20 23. júní 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ekki er laust við að þeir sem fylgst hafa með rannsóknum á Íslandssögu undanfarna áratugi undrist stundum orð alþingismanna þegar þeir fara að vísa til sögunnar. Í ræðum þeirra gætir einatt viðhorfa sem rekja má til sagnfræðirita eða sagnfræðiumræðu nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þegar þessi sögufróðleikur hljómar í þingsöl- um hefur hann þó oftast farið gegnum mörg stig endurvinnslu síðan hann kom fyrst fram. Nú hefur Alþingi stofnað prófessors- stöðu í minningu eins ágætasta sagn- fræðings og textafræðings nítjándu aldar. Meginatriði í frétt um starfið er að prófessornum beri að stjórna mál- þingi á afskekktum stað á Vestfjörðum einu sinni á ári. Ekki er fullljóst af frétt- um hvort embættið sé á sviði sagnfræði. Þó má ætla að það verði veitt sagnfræð- ingi eða a.m.k einhverjum sem stundað hafi árangursríkar og mikils metnar rannsóknir á sögu og menningu þjóðar- innar. Með þessari samþykkt hefur Alþingi tekið viturlega ákvörðun sem gæti orðið til góðs. Í reglugerð ætti að kveða á um að alþingismenn skuli taka þátt í málþinginu fyrir vestan og njóta þar fræðslu um nýjustu viðhorf og niður- stöður rannsókna á sögu Íslands og menningu. Samgöngur við staðinn ættu að tryggja að þar geti menn einbeitt sér að náminu. Hæfilegt væri svo að pró- fessorinn héldi þingmönnum við efnið með vikulegum fyrirlestrum í Alþingis- húsinu á starfstíma Alþingis. Þar hófust einmitt háskólafyrirlestrar fyrir einni öld. HALLDÓR Hrafnseyrarþing Menning Vésteinn Ólason fyrrverandi prófessor ums.is SÍÐASTI DAGUR FYRIR GREIÐSLUSKJÓL NÝRRA UMSÓKNA UM GREIÐSLUAÐLÖGUN ER 30. JÚNÍ 2011 Breytt viðhorf Vindar almenningsálitsins eru svipt- ingasamir. Samkvæmt nýrri könnun MMR eru um 67 prósent Íslendinga á móti því að Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm fyrir vanrækslu í embætti í aðdraganda bankahruns- ins. Þetta er merkilegt í ljósi þess að í þjóðarpúlsi Gallup í september í fyrra voru rúmlega 61 prósent hlynnt því að Geir yrði ákærður. Hér býr þjóð sem á annaðhvort erfitt með að ákveða sig eða er fljót að fyrirgefa. Sá útvaldi Hugsanlega skýrist þessi viðhorfsbreyting að einhverju leyti af því að Geir er einn ákærður. Í sama þjóðarpúlsi fyrir tæpu ári vildu nefnilega 64 prósent að Árni Mathiesen yrði ákærður og ríflega 55 prósent vildu sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir landsdómi. Minni- hluti, tæp 45 prósent, vildi aftur á móti að Björgvin G. Sigurðsson yrði ákærður. Þau þrjú sluppu með skrekkinn en ekki Geir. Sammála um markmið? Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, ræddi í fyrradag við Smuguna um nýja skýrslu OECD um Ísland en í henni er varað við breytingum á kvótakerfinu. Steingrímur sagði í tilefni þess það vissulega vera hag allra að tryggja hagkvæmni, menn deildu hins vegar um útfærslur og hversu miklu mætti breyta. „Að öðru leyti eru menn sam- mála um markmið,“ sagði Steingrímur svo. En er ekki einmitt málið að menn eru ósammála um markmið? Ríkisstjórnin virðist vilja nota fiskveiði- stjórnunarkerfið til að koma til móts við byggðasjónarmið og margt fleira en stuðningsmenn núver- andi kerfis leggja höfuðáherslu á hagkvæmni og arðsemi. Eru þetta ekki ólík markmið? bergsteinn@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Hæfilegt væri svo að prófessorinn héldi þingmönnum við efnið með vikulegum fyrirlestrum í Alþingishús- inu á starfstíma Alþingis. F réttir Fréttablaðsins af stundvísi flugfélaga hafa vakið talsverða athygli og viðbrögð. Blaðið sagði frá því í fyrra- dag að yfir sumarmánuðina, þegar ferðalög landsmanna eru í hámarki, var í fyrra einungis rúmlega þriðjungur flugferða Iceland Express um Keflavíkurflugvöll á áætlun og tæplega 74 prósent ferða Icelandair. Hins vegar var norræna flugfélagið SAS á áætlun í rúmlega 93 prósentum tilvika. Frétt blaðsins var tilkomin vegna fjölda ábendinga frá les- endum um miklar seinkanir í millilandaflugi að undanförnu, einkum hjá Iceland Express. Leitað var til Isavia ohf., hluta- félags í eigu ríkisins sem rekur flugvelli landsins, til að fá tölur um stundvísi flugfélaga. Þær var ekki hægt að fá frá fyrirtækinu. Fréttablaðið fékk upplýs- ingarnar um sumarmánuðina í fyrra eftir öðrum leiðum. Í kjölfar fréttarinnar lét Iceland Express Fréttablaðinu í té upplýsingar um stundvísi sína undanfarna níu mánuði, sem sýna að ástandið var betra í vetur, nema í desember. Undanfarna daga hafa hins vegar verið miklar seinkanir á áætlun félagsins. Ice- landair lét blaðið einnig hafa upplýsingar um stundvísi sína það sem af er þessu ári, sem sýnir betri tölur en í fyrrasumar. Þegar leitað var til Isavia um nýjar tölur var svarið hins vegar aftur nei, þrátt fyrir að vitað sé að fyrirtækið heldur tölfræðinni saman. Upplýsingar um stundvísi flugfélaga eru að sjálfsögðu mikil- vægar upplýsingar fyrir neytendur. Flugfélag, sem er iðulega of seint – jafnvel óhóflega seint, eins og Iceland Express var í fyrrasumar og hefur verið aftur undanfarið, er augljóslega að selja neytendum gallaða vöru. Iceland Express hefur stuðlað að virkri samkeppni á markaði fyrir millilandaflug og oft á tíðum boðið neytendum lægra verð en keppinautarnir. En auðvitað skiptir það neytandann máli hvort áætlunin stenzt, því að tíminn er líka peningar. Sá sem missir af tengiflugi, mikilvægum fundi eða degi í fríi vegna seinkana verður fyrir tjóni sem flugfélagið bætir oft ekki. Þess vegna er það í rauninni sjálfsögð krafa að fyrst upplýsing- arnar um stundvísi flugfélaga sem fljúga um Keflavíkurflugvöll eru til, séu þær birtar opinberlega. Það myndi auðvelda neyt- endum að ákveða við hvaða flugfélag þeir eiga að skipta og auka aðhald með flugfélögunum. Bæði íslenzku flugfélögin hljóta að stefna að því að ná sambærilegum árangri í stundvísi og keppi- nauturinn SAS; það er augljóslega hægt. Markmið IE um 75% stundvísi er hins vegar ekki mjög metnaðarfullt. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sagðist í Fréttablaðinu í gær íhuga að krefjast upplýsinganna – og ætti klárlega að gera það, bregðist Isavia ekki við að fyrra bragði. Isavia ber fyrir sig að sem hlutafélag sé það undanþegið upp- lýsingalögum. Þó liggur fyrir Alþingi frumvarp um að hlutafélög þar sem ríkið á meirihluta, eins og í Isavia, hafi upplýsingaskyldu gagnvart almenningi. Meðal annars í því ljósi ætti Isavia að birta tölurnar án frekari málalenginga. Upplýsingar um stundvísi flugfélaga eru mikilvægar fyrir neytendur: Af hverju leynd? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.