Fréttablaðið - 07.07.2011, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGHollt & gott FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 20114
BEST AÐ BORÐA ÚR ÖLLUM FÆÐUFLOKKUM
Fæðuhringur sýnir sex fæðuflokka. Það eru kornvörur, grænmeti, ávextir
og ber, fiskur, kjöt, egg og baunir, mjólk og mjólkurvörur og að lokum
feitmeti.
Undirstaða holls mataræðis er að borða fjölbreyttan mat úr öllum fæðu-
flokkunum. Einnig er mikilvægt að borða margs konar mat úr hverjum
flokki því hver fæðutegund hefur sína sérstöku samsetningu næringarefna.
Á myndinni hér að ofan er sælgæti í fæðuhringnum. Það á þó alls ekki að
vera því kökur, kex, ís, sykraðir gosdrykkir eða djús er ekki nauðsynlegt
til vaxtar og viðhalds líkamans. Þessar afurðir eru flestar feitar eða sætar
og sumar hvort tveggja. Í þeim er iðulega mikil orka en lítið eða ekkert
af nauðsynlegum næringarefnum. Sætindi skemma auk þess tennur.
Rannsóknir benda einnig til þess að neysla á sykruðum drykkjum, t.d. gos-
drykkjum, geti aukið líkur á offitu.
Heimild: LýðheilsustöðHOLLAR FRANSKAR
Franskar kartöflur tengjum
við yfirleitt við fitu og djúp-
steikingu. Þær geta hins vegar
orðið mun hollari ef þær eru
búnar til heima. Þannig má
skera kartöflur (eða jafnvel
rófur eða sætar kartöflur) í
strimla. Setja síðan kartöflurnar
í ofnskúffu eða eldfast mót og
bökunarpappír neðst. Pensla
kartöflurnar með olíu og krydda
með maldonsalti og pipar. Baka
þær við 200 gráður í 25 til 30
mínútur.
BÆTIEFNI Í FISKI
Fiskur er næringarrík fæða.
Hann er meðal annars auðugur
af joði sem er mikilvægt efni
fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirt-
ils. Þá inniheldur hann töluvert
af efninu selen sem ásamt E-
vítamíni hindrar þránun/öldrun,
svo fátt eitt sé nefnt. Í feitum
fiski er líka að finna töluvert af
D-vítamíni sem meðal annas
stuðlar að nýtingu kalks og
dregur úr líkum á beinþynn-
ingu. Kalk er ekki í miklu magni
í fiski nema þeim sem neytt er
með beinum eins og til dæmis í
sardínum.
Heimild: www.wikipedia.org
MANGÓ OG JARÐAR
BERJASMOOTHIE
Hráefni:
1 BOLLI FROSIN JARÐARBER
1 BOLLI AF SAFA ÚR MANGÓ
1/2 BOLLI HREIN JÓGÚRT
4 ÍSMOLAR
Blandið jarðarberjum, mangó-
safa, jógúrt og ísmolum saman í
rafmagnskvörn þar til blandan er
þykk og froðukennd. Tilvalið er að
hella henni í tvö há glös og bera
fram með rörum.