Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 12
3. september 2011 LAUGARDAGUR12 Einn helsti jöklafræðingur heims í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands Dr. Lonnie Thompson, einn þekktasti jökla- og loftslagsfræðingur Banda ríkjanna, sem veitt hefur forystu rannsóknarverkefnum víða um heim, heldur fyrirlestur í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands mánudaginn 5. september 2011 klukkan 12.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlesturinn ber heitið „Climate Change: The Evidence and Our Options“ og verður fluttur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp. Dr. Thompson, sem er prófessor við jarðfræðideild Ríkisháskólans í Ohio, hefur öðlast margvíslega viðurkenningu fyrir vísindastörf sín, ekki síst fyrir rannsóknir á bor kjörnum úr jöklum heittempraðra landa og hitabeltislanda. Hann hefur farið í tugi rannsóknarleiðangra til Kína og Himalajasvæðisins sem og Suðurskautslandsins. Thompson er staddur á Íslandi í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um rannsóknir á jöklum og náttúrufari Himalajasvæðisins. Loftslagsbreytingar – veruleiki og valkostir Opinn fyrirlestur: P IP A R \T B W A -S ÍA LÍBÍA, AP Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórn- ar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lok- uðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við upp- byggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrir- tæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóð- anna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlind- um og við teljum þörfina á mann- úðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðs- ins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niður- kominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauð- lindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa upp- reisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gad- dafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Uppreisnarmenn sækja fram Stuðningsmenn Gaddafís hafa enn þrjár borgir í Líbíu á sínu valdi. Uppreisnarmenn voru í gær að hefja innrás í Sirte, fæðingarstað Gaddafís. Sameinuðu þjóðirnar eru byrjaðar að dreifa hjálpargögnum í Trípólí. SKOPMYND Ónefndur listamaður hefur málað mynd af Gaddafí á húsvegg í Trípólí. Á myndinni má sjá einræðisherrann fyrr- verandi forða sér á hlaupum með peninga í poka. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Vísindamenn í Bandaríkj- unum segja nauðsynlegt að setja alþjóðlegar reglur um hluti sem sendir eru út í geiminn, geimflaug- ar, gervihnetti og annað slíkt, sem svífur áfram umhverfis jörðina löngu eftir að allri notkun er hætt. Ruslið í geimnum er orðið svo mikið að hætta stafar af. Bæði er hætta á því að eitthvað af því rek- ist á mönnuð geimför með hugsan- lega alvarlegum afleiðingum fyrir geimfarana, og einnig er hætta á því að skemmdir verði á mikilvæg- um gervihnöttum, sem hvers kyns starfsemi á jörðu niðri reiðir sig á. Frá þessu er skýrt á vefsíðum BBC og vitnað í nýja skýrslu frá rannsóknarráði Bandaríkjanna, National Research Council. Nú er talið að um 22 þúsund hlut- ir, sem eru nægilega stórir til að hægt sé að fylgjast með þeim frá jörðu niðri, séu á ferðinni í kring- um jörðina. Enginn hefur hins vegar tölu á minni hlutum, sem sumir hverjir hafa orðið til þegar stærri hlutir rekast á. Fyrir tveimur árum rákust tveir gervihnettir saman úti í geimnum, sem varð til þess að þeir sundruð- ust. Árið 2007 gerðu Kínverjar auk þess tilraun með geimvarnarvopn og sprengdu eigin gervihnött. - gb Geimskipum og gervihnöttum stafar hætta af rusli: Sífellt meira geimrusl RUSL Í GEIMNUM Myndin er listræn túlkun á ástandinu í kringum Jörðina, en gefur nokkra hugmynd um hvað við er að glíma. NORDICPHOTOS/AFP Búið ykkur undir langt stríð. [...] Búið ykkur undir skæruhernað. MÚAMMAR GADDAFÍ FYRRVERANDI LEIÐTOGI LÍBÍU MYNDLIST Sýning með teikning- um eftir Erró opnar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi í dag. Um 200 teikningar eru á sýn- ingunni sem er skipulögð í náinni samvinnu við Erró og byggð á verkum sem koma úr einkasafni listamannsins og safneign Lista- safns Reykjavíkur. Teikning er sú grein sem Erró er síst þekktur fyrir en þó eru á sýningunni verk sem hann vann frá árinu 1944 til vorra daga og beitti fjölbreyttri tækni og aðferð- um við gerð þeirra. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. - sbt Fáséðar teikningar eftir Erró sýndar á nýrri sýningu í Listasafni Reykjavíkur: Elstu teikningarnar frá 1944 ERRÓ Erró í Hafnarhúsinu í gær en hann er staddur á landinu vegna sýningar á teikningum hans sem opnar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR Verð á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða kortum hjá Strætó hækkar í verði um 10 prósent 1. október næst- komandi. Stök fargjöld haldast óbreytt, 350 krónur. Hætt verður sölu á tveggja vikna korti vegna dræmrar sölu. Hækkun á verði tímabilskorta er liður í að auka hlut tekna af fargjöldum í rekstrarkostnaði Strætó, og er gerð með hliðsjón af þróun verðlags, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. - sv Gjaldskrá Strætó hækkar: Tímabilskort hækka um 10% STRÆTÓ HÆKKAR VERÐ Mánaðakort Strætó munu hækka í verði um næstu mánaðamót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LAGÐIST Í TÓMATMAUKIÐ Tómat- maukið flaut um götur bæjarins Bunol á Spáni þegar hinn árlegi tómat- slagur var haldinn þar í vikunni. Tugir þúsunda manna tóku þátt í slagnum og köstuðu samtals 120 tonnum af tómötum í mótherja sína. NORDICPHOTOS/AFP FLATEYRI Sundlaugin á Flateyri hefur verið lokuð síðustu daga vegna viðhalds. Unnið hefur verið að viðgerð- um á lögnum í kjallara auk þess sem sturtuklefar og sundlaugar- ker hafa verið lagfærð, að því er fram kemur á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Þar segir enn fremur að sam- kvæmt upplýsingum frá Ísafjarð- arbæ sé gert ráð fyrir að búið verði að mála sundlaugarkerin í næstu viku, og þá verði hægt að opna laugina á ný. - kh Flateyringar án sundlaugar: Laugin lokuð vegna viðhalds Hringdi dyrabjöllum í ölæði Karlmaður á fimmtugsaldri var hand- tekinn í fyrrakvöld eftir að hafa verið til vandræða í miðborginni, átt erfitt með að rata heim til sín, hringt dyra- bjöllum hjá ókunnugu fólki hér og þar og ógnað lögreglumönnum. Hann var færður í fangageymslur og við frekari eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur vegna annarra mála. LÖGREGLUFRÉTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.