Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 03.09.2011, Síða 16
16 3. september 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 www.meccaspa.is Breytt og bætt líðan með Berglindi : • Þá æfir þú á þínum hraða, fyrir þig í fjölbreyttri leikfimi, meðal annars verður sundleik fimi, stöðvaþjálfun, brennsla, dans, gleði, fit-pilates, slökun, jafnvægi og teygjur. • Þá ert þú að forgangsraða og setja sjálfa þig, heilsu þína og vellíðan í fyrsta sæti • Þá æfir þú með stórkostlega skemmtilegum konum sem allar stefna að sama markmiði og þú • Þá færð þú stuðning, hvatningu og fræðslu og tekur eitt skref í einu • Þá upplifir þú einstakt andrúmsloft Mecca Spa þar sem yndislegur blær hvílir yfir öllu • Þá ertu þátttakandi í leikfimishóp þar sem brugðið er á leik, matarklúbbur er starfræktur og alls kyns skemmtilegar uppákomur eru fyrirhugaðar • Þá finnur þú að Lífsstílsbreyting = hugarfarsbreyting = framtíðarlausn • Að hika er sama og tapa – hafðu samband og skráðu þig núna Námskeiðið stendur yfir til áramóta, á mán – fim kl. 17 – 18 Fyrsti tíminn verður í sundlauginni mánudaginn 5. september! Allar nánari upplýsingar og skráning er í síma 891-6901 eða á netfanginu e.berglind@simnet.is Verið hjartanlega velkomnar Kærleikskveðja, Berglind, fit-pilates- og þolfimikennari Það er ennþá laust í fit-pilates kl. 19:15 mán-mið-fim SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR VG krefst opinberrar rann-sóknar á embættisathöfn-um utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarn- ir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. Samstarfinu við AGS er lokið. Þar með heyrir efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn gerði í nóvem- ber 2008 sögunni til. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru sammála um að líkja þess- um samstarfs- tíma við setu á skólabekk. Það er upplifun þeirra b e gg ja s em engin rök standa til að draga í efa. Forsætisráð- herra og fjár- málaráðherra líta svo á að þau hafi útskrifast með láði. Engu hefur spillt þeirri fölskvalausu gleði að innanríkisráðherrann þvertekur fyrir að láta skipa sér á bekk með þakklátum útskriftarnemum. Hvort þjóðin upplifir útskriftina eins og formenn stjórnarflokkanna er sjálfstætt skoðunarefni. Eðlilegt er að menn reyni að gera sér raun- sanna grein fyrir því hvar Ísland stendur þegar samstarfinu við AGS er lokið og meti það sem áunnist hefur. Hitt skiptir þó meira máli að vita hvert á að halda og eftir hvaða leiðum. Nú þegar ríkisstjórnin loks stend- ur á eigin fótum er veruleikinn sá að hún hefur ekki gert eigin efnahags- áætlun sem tekur við af hinni. Þar veifar hún auðu blaði. Í besta falli er þar eitt tákn. Það er tölustafur- inn: Núll. Núll ÞORSTEINN PÁLSSON Þetta eru þau tíðindi síðustu viku sem skipta framtíð fólksins í landinu mestu. Um þau er ekki talað. Aðeins einn hagfræðingur hefur vakið athygli á þessari hættulegu staðreynd. Eftirtektarvert er að þetta veldur ekki hnútukasti milli stjórnarflokkanna. Eða er hitt skýringin að einhugur er um að þeir geti ekki gert efnahagsáætl- un saman? Leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar hafa réttilega með tilvísun í verðbólgu og ónógan hagvöxt gagnrýnt það sjálfsálit formanna stjórnarflokkanna að AGS hafi útskrifað þá með láði. En frá stjórnarflokkunum verður þó ekki tekið að fram til þessa hafa þeir framkvæmt mest af þeim íhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði fyrir. Á hinn bóginn hafa stjórnarand- stöðuflokkarnir ekki fremur en aðrir deilt á ríkisstjórnina fyrir að hafa látið undir höfuð leggj- ast að gera nýja efnahagsáætlun um endurreisn þjóðarbúskapar- ins. Þetta er þó sneggsti blettur- inn á ríkisstjórninni þegar AGS leggur ekki lengur línurnar um stjórn ríkisfjármálanna og pen- ingamálanna. Pólitískur friður virðist ríkja um þann auma blett. Hvað veldur? Ríkisstjórnin hefur gefist upp við að fylgja þeim hógværu mark- miðum í ríkisfjármálum sem AGS lagði upp með. Það heitir að þeim hafi verið skotið á frest. Þrem- ur árum eftir hrun krónunnar bólar ekkert á útflutningshag- vexti. Ríkisstjórnin hefur tafið þær framkvæmdir í orkumálum sem voru forsenda AGS-áætlun- arinnar. Flest bendir til að VG sé að styrkja stöðu sína í því þrátefli. Á sama tíma og ríkisstjórn- ir annarra landa herða aðgerð- ir í ríkisfjármálum þykir rétt að slaka á klónni hér. Þegar aðrar þjóðir hrinda í framkvæmd nýjum viðbragðsáætlunum í peningamál- um þykjumst við ekki hafa þörf fyrir slíkt. Meðan Ísland býr eitt Evrópuþjóða við gjaldeyrishöft koma sums staðar fram þau við- horf að alls ekki megi horfa til nánara framtíðarsamstarfs við þær þjóðir sem nú grípa til ráð- stafana til að tryggja stöðugleika í peningamálum. Friður um sneggsta blettinn Bankastjórn Seðlabank-ans barðist hatramm-lega gegn AGS-sam-starfinu á sínum tíma. Það gerði formaður VG einnig en af öllu meiri opinberum ákafa. Svo fór þó að bankastjórn Seðla- bankans undirritaði samstarfs- áætlunina og skömmu síðar kom það í hlut formanns VG að fram- kvæma hana. Áætlunin hefur reynst vel þó að margar brota- lamir hafi verið á framkvæmd- inni. Án samstarfs og aðhalds AGS væri staðan verri. Ofan á hrun krónunnar og bank- anna var pólitíska ástandið orðið afar snúið þegar efnahagsáætl- unin var samin. Í því ljósi verður það að teljast pólitískt þrekvirki hjá þáverandi forsætisráðherra, Geir Haarde, að koma þessu sam- starfi á og draga á svo skömmum tíma þær skýru línur sem fylgja ætti í fyrstu við efnahagsendur- reisnina. Einörð afstaða þáverandi formanns Samfylkingarinnar var einnig forsenda fyrir því að þetta tókst. Pólitíska kreppan er óleyst eins og flokksráðsfundur VG stað- festir. En forvígismenn lands- ins hyggjast eigi að síður sitja án efnahagsáætlunar og á sama tíma setja áform um aukið alþjóðlegt samstarf í uppnám. Dæmið frá því í nóvember 2008 sýnir að jafn- vel við verri aðstæður er hægt að gera betur. Hvar er viljans merki? Hvar er viljans merki? Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sagðist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndu beita sér fyrir því að verðtrygg- ingin yrði afnumin. Það er göfugt markmið og væri alveg klárlega heimilum landsins í hag að það næðist. Ögmundur færir meðal annars fram þau rök fyrir afnámi verðtryggingarinnar að vextir sem stjórntæki seðlabanka bíti illa í verðtryggðu hagkerfi. Vaxtahækkun færi bara til afborgunar- byrði fólks og fyrirtækja, en þyngi hana ekki strax. Þetta eru rök sem margir hagfræðingar taka undir. En hvað þarf að koma til svo hægt sé að afnema verðtrygg- inguna? Á öðrum stað í Frétta- blaðinu í gær sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, að forsenda þess væri að hægt yrði að halda verðbólgu lágri og stöðugri. Hitt væri annað mál hvort það væri raunhæft. Hér væri verðbólgan mjög ófyrirsjá- anleg og því væri eðlilegt að bæði lánveitendur og lántakendur vildu verðtryggja lán. Meinið er nefnilega að takist ekki að koma böndum á verð- bólguna leiðir afnám verðtryggingar óhjákvæmilega til þess að raunvextir hækka. Þeir sem lána peninga leitast þá við að hafa borð fyrir báru; að tryggja sig með háum vöxtum fyrir lækkandi gengi gjaldmiðilsins og verðbólgu. Það er nefnilega ekki rétt hjá Ögmundi Jónassyni að í öðrum löndum sé verðbólgan „látin rýra fjármagnið“. Verðbólguvænt- ingar eru byggðar inn í vaxtastigið til lengri tíma litið. Annars væru fjármálastofnanirnar að taka of mikla áhættu. Er ekki Ögmundur einmitt talsmaður þess að bankar og önnur fjármála- fyrirtæki sýni ráðdeild og taki ekki of mikla áhættu? Svo má spyrja hvað Ögmundur vilji gera til að halda verðbólg- unni niðri. Verðbólguskotin á Íslandi eru oftast tengd gengis- lækkun krónunnar, sem veldur verðhækkun á innflutningi. Er Ögmundur að gera eitthvað í því að útvega okkur nýjan og stöð- ugri gjaldmiðil? Heilbrigð, erlend fjárfesting í atvinnulífinu stuðlar að inn- streymi fjár í landið, sem styrkir gengi krónunnar og dregur úr líkunum á verðhækkunum. Hefur Ögmundur Jónasson mikið stússazt í því að greiða fyrir erlendum fjárfestingum? Ein ástæða þess að stjórntæki Seðlabankans hafa í gegnum tíðina reynzt bitlítil er að ríkisstjórnin hefur ekki stutt við bakið á bankanum með aðhaldi í ríkisfjármálum. Er innanríkisráðherr- ann talsmaður þess harða aðhalds í ríkisfjármálum til lengri tíma sem þarf til að koma á nauðsynlegum stöðugleika í efnahags- lífinu? Afnám verðtryggingarinnar er frábært og vinsælt markmið. En fleira verður að koma til. Ráðherrar í ríkisstjórninni geta ekki bara slegið um sig með vinsælum frösum, þegar alla heildarsýn á peninga- og efnahagsstefnu landsins vantar. Ögmundur vill afnema verðtrygginguna: Hvar er heildarsýnin? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.