Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 71
fjölskyldan 5
Skessan í hellinum býður
upp á lummur í dag í
Svartahelli í Grófinni við
smábátahöfnina í Reykjanes-
bæ. Hún vill líka endilega fá
bréf og teikningar í póstkass-
ann sinn á Ljósanótt til að
setja á vefsíðuna sína, www.
skessan.is.
Sunnudagarnir verða aftur
barnadagar í vetur á Borgar-
bókasafninu við Tryggvagötu
og í Gerðubergi. Þá er
fjölbreytt dagskrá fyrir börn
og fjölskyldur þeirra. Fyrsti
barnadagur vetrarins er á
morgun og þá verður boðið
upp á þrjúbíó.
Á Þjóð-
minja-
safninu er
hægt að fá
leiðsögn
fyrir
leiðbein-
endur yngri
hópa á eigin
vegum, til
dæmis
fjölskylduna.
Leiðsögnin er miðuð við
krakka frá aldrinum 5-11 ára
og sagt frá 4-5 gripum á
hvorri hæð fyrir sig. Þar eru
auk texta grunnteikningar af
hæðunum þar sem búið er að
merkja inn á staðina sem
leiðsögnin fer um. Bóka þarf
tíma fyrir hópa á www.
thjodminjasafn.is.
Brúðubíllinn er ekki á
ferðinni á veturna. Þó er hægt
að panta leiksýningar í
leikskóla, kirkjur og fyrstu
bekki grunnskólanna. Leikritin
sem verða í vetur eru Númi á
ferð og flugi, Selurinn Snorri
og Vinátta. Allar sýningarnar
taka 30 mínútur. Nánar er
hægt að skoða á heimasíðu
brúðubílsins,
www.brudu-
billinn.is.
Síðasti séns í tækin
Leiktækin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fara í vetrardvala í
næstu viku. Í dag og á morgun eru því síðustu forvöð að skella sér í
tækin.
Ekki fara þó öll tækin í vetrardvala. Í vetur verður hægt að fara í
sjóræningjaskipið Naglfar, hlaupakötturinn verður til reiðu og
Ærslabelgurinn verður líka blásinn upp þegar veður leyfir.
Garðurinn verður opinn alla daga í vetur frá klukkan 10 til 17 og
hægt að kíkja í heimsókn til allra dýranna og fara í Vísindaveröldina.
Sjá www.mu.is
Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 | Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 9–16
ÚT Á GRANDA ÚT Á GRANDA
OPIÐ ALLA
HELGINA
Bara 2 dagar eftir
20 - 60% afsláttur
OPNUNARTÍMAR ÚTSÖLUNNAR
LAUGARDAG 9 - 17
SUNNUDAG 10 - 16
Tekið er við kvörtunum vegna auglýsingarinnar á netfanginu nöldur@tuð.is eða í 846-2019
FLUGUSTANGIR - 5000 KALL
POLAROID GLERAUGU
ÁÐUR 8.390 KR NÚ 4.500 KR.
JAXON POLAROID GLERAUGU
2.500 KALL
SPINNSTANGIR Á 3000 KALL
13 FETA TVÍHENDUR Í HÓLK LINA
8-9 - 15.000 KALL
VÖÐLUJAKKAR - 25 % AFSL. AF ÖLLUM
ALLAR SILUNGA FLUGUR - 150 KR.
ALLAR LAXAFLUGUR - 275 KR.
ALLAR BRASSTÚPUR - 350 KR.
ÚTSALA
UPPBOÐ KL 16:30
Á SÝNINGAR SLÖNGUBÁT 320 CM
LÁMARKS BOÐ 75 ÞÚS.
Léttar veitingar! Harðfiskur og ískaldur bjössi.