Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 78

Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 78
3. september 2011 LAUGARDAGUR42 Dalvík Sparisjóður Svarfdæla – söluferli Fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf. hefur til sölumeðferðar, fyrir hönd Bankasýslu ríkisins, 90% stofn- fjárhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla. Um Sparisjóð Svarfdæla Sparisjóður Svarfdæla hefur verið starfræktur í yfir 120 ár. Skrifstofa Sparisjóðs Svarfdæla og aðal - afgreiðsla er í ráðhúsinu á Dalvík, en auk þess er rekin afgreiðsla í Hrísey. Alls starfa nú tíu starfs- menn hjá sjóðnum. Sparisjóðurinn er eina fjármálafyrirtækið á Dalvík og því mikilvægur í fjölbreyttu atvinnulífi Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu eru sterk fyrirtæki sem hafa skapað sér sérstöðu og er Dalvíkurhöfn stór og umsvifamikil fiski- og vöruhöfn. Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lauk í desember 2010 og er stofnfé að henni lokinni 424,4 milljónir króna. Í kjölfar endurskipulagningarinnar varð ríkissjóður eigandi stofnfjár að nafnverði 382,0 milljónir króna eða 90% af heildarstofnfé. Á grundvelli laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins fer Bankasýslan með hlut ríkisins. Sparisjóður Svarfdæla hefur að undanförnu starfað á grundvelli undanþágu frá kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall, en eiginfjárhlut- fall sjóðsins skv. ársreikningi fyrir árið 2010 er 10,5%. Söluferlið Frá og með mánudeginum 5. september n.k. geta áhugasamir fjárfestar nálgast samantekt um Spari- sjóð Svarfdæla og önnur gögn vegna fyrirhugaðrar sölu hjá H.F. Verðbréfum hf. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til kl 12:00 mánudaginn 19. september n.k. Tilboð skulu berast á sérstöku formi sem nálgast má hjá H.F. Verðbréfum hf. Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum, sbr. 9. tölulið 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Auk þess þurfa fjárfestar að uppfylla tiltekin skilyrði sem gerð er grein fyrir í sölugögnum og lúta einkum að fjárhagslegum styrk og hæfi að öðru leyti til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fjárfestum er frjálst að bjóða í allan eignarhlut seljanda og/eða hluta hans. Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta söluferlinu og/eða stöðva það án fyrirvara. Einnig áskilur seljandi sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Fjárfestar sem vilja taka þátt í söluferlinu geta haft samband við fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hf. í síma 585 1700 eða sent tölvupóst á spsv@hfv.is. Sjónarhorn Ljósmynd: Pjetur Sigurðsson Þennan dag, hinn 3. september árið 1783, var Parísarsáttmálinn undirritaður og með því viðurkenndu Bretar Bandaríkin sem sjálfstætt ríki. Það markaði formleg endalok frelsisstríðs Bandaríkjanna, sem hófst árið 1776 með sjálfstæðisyfirlýsingu nýlendanna þrettán sem mynduðu Bandaríkin í upphafi. Eftir að hafa sagt sig úr lögum við Georg III Bretakonung náðu upp- reisnarmenn náði fljótlega yfirhöndinni í stríðinu og hröktu Breta út úr norðursvæðunum. Þeir sneru hins vegar til baka með krafti og náðu undir sig New York og nágrenni. Frakkar slógust í lið með nýlendunum og reyndust þeim mikil hjálp gegn Bretum, sérstaklega með sjóher sínum. Eftir því sem leið á reyndu Bretar að einbeita sér að syðri nýlend- unum, í þeirri von að þar væru fleiri stuðningsmenn konungsveldisins. Svo reyndist ekki vera og breska hernum var í raun greitt náðarhöggið í orrustu í Virginíu árið 1781. Parísarsáttmálinn fól í sér skilyrðislausa viðurkenningu Breta á sjálf- stæði Bandaríkjanna. Bretar misstu einnig Flórída í hendur Spánverja, sem höfðu stutt uppreisnarmenn. Benjamin Franklin, einn af leiðtogum Bandaríkjamanna, gerði einnig kröfu um að Bandaríkin fengju Kanada í sinn hlut, en svo varð ekki. Þeir fengu þó rétt til fiskveiða úti af ströndum Nýfundnalands. Á móti kom að breskir lánardrottnar máttu innheimta skuldir sínar í Bandaríkjunum og þeir fylgjendur konungs sem höfðu orðið fyrir upp- töku lands eða annarra eigna á meðan á stríðinu stóð gátu krafist bóta. Svo skemmtilega vill til að þessi dagsetning markar önnur tímamót í sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna. Hinn 3. september árið 1777 var ein- mitt dagurinn sem bandaríski fáninn fór fyrst á loft í bardaga þar sem uppreisnarmenn skutu honum upp í orrustu við brú í Delaware. - þj Heimildir: history.com og Wikipedia.org. Í ÞÁ TÍÐ: 3. september 1783 Bretar viðurkenna sjálfstæði Bandaríkjanna Parísarsáttmálinn undirritaður þar sem klippt er á tengsl Breta og Banda- ríkjanna. Áralöngu frelssistríði lýkur með fullnaðarsigri. UNDIRRITUN PARÍSARSÁTTMÁLANS Benjamin Franklin og John Adams voru fulltrúar Bandaríkjanna við undirritunina. Þingmaðurinn David Hartley var fulltrúi konungs. MYND/US DIPLOMACY CENTER GÆSIR Í GRASI Þessar spöku gæsir virtust sáttar við tilveruna við Seltjörn á Seltjarnarnesi þegar ljósmyndari átti þar leið hjá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.