Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 80
3. september 2011 LAUGARDAGUR44 Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Ragnhildar Richter Bústaðavegi 79. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild V-3 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun. Kristján, Þórdís, Ingibjörg, Ragnhildur og María Richter og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Björns Baldvins Höskuldssonar byggingarverkfræðings, Álfaskeiði 73, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun í veikindum hans. Sigrún Arnórsdóttir Höskuldur Björnsson Auður Þóra Árnadóttir Arnór Björnsson Bára Jóhannsdóttir Baldvin Björnsson Helga Rúna Þorleifsdóttir Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir Michael Teichmann og barnabörn Frænka okkar og vinkona, Áslaug Hafliðadóttir lyfjafræðingur, Bjarkargötu 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. september kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hjördís, Jóhanna, Anna Jóna, Óskar, Óskarsbörn og fjölskyldur, Svanhildur Magnúsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Halldórsson Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. september kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Höfða. Halldór S. Sigurðsson Jóna Þorkelsdóttir Guðmunda Björg Sigurðardóttir Haraldur Haraldsson Ásta G. Sigurðardóttir Kristján Gunnarsson Ómar Sigurðsson Sigríður Þorgilsdóttir Svanur Ingi Sigurðsson Matthildur Níelsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Jóhann Ágústsson Ingþór Sigurðsson Svala Benediktsdóttir Sigurbjörg Jenný Sigurðardóttir Búi Grétar Vífilsson og afabörn. Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Halldóru Sigurðardóttur lögfræðings, Flyðrugranda 8, Reykjavík, sendum við hugheilar þakkir. Þökkum Líknardeild Landspítalans í Kópavogi sérstaklega hlýju og velvild sem henni og fjölskyldu hennar var sýnd þar. Systkini Halldóru og fjölskyldur þeirra. Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is Innilegar þakkir til ykkar sem sýnduð samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru Jónínu Bjargar Guðmundsdóttur Teigi II, Fljótshlíð. Hrafnhildur Árnadóttir Páll Theódórs Guðbjörn Árnason Hlín Hólm og aðrir aðstandendur Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Guðrúnar Ingvarsdóttur Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Egill Rúnar Friðleifsson Sigríður Hildur Svava Björnsdóttir Erla Friðleifsdóttir Ingvar Birgir Friðleifsson Þórdís Árnadóttir Guðmundur Ómar Friðleifsson Sigrún Jakobsdóttir Þóra Lovísa Friðleifsdóttir Hallur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. 100 ára afmæli Hrefna Jóhannes- dóttir Í dag, laugardaginn 3. september 2011, er Hrefna Jóhannesdóttir 100 ára. Hún býr nú á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Hrefna er ein 16 syst- kina en þar af eru 3 enn á lífi . Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í félagsheimilinu Fellsborg á Skaga- strönd kl. 14-16 á afmælisdaginn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Svans Kristjánssonar Hafnarbergi 16, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks G-11 deildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hjartahlýju. Edda Laufey Pálsdóttir Laufey Elfa Svansdóttir Tor Ulset Páll Kristján Svansson Kristín Berglind Kristjánsdóttir Guðrún Ingibjörg Svansdóttir Bjarni Jónsson og barnabörn Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is 83 BJARNI GUÐNASON prófessor á afmæli í dag. „Þekkingin á fornsögunum er blanda vís- indalegrar þekkingar og hugarburðar.“ Okkar ísháða veröld er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er nú um helgina á Hótel Örk í Hveragerði. „Við erum að stefna saman tugum sérfræðinga frá Bandaríkjunum, Kanada, Grænlandi, Norðurlöndunum, Rússlandi, Nepal, Kína og Indlandi. Þeir munu fjalla um bráðnun íss og jökla og áhrif hennar á heimsbyggðina því í bráðnuninni felast bæði tæki- færi og ógnir,“ segir Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir. Hún er framkvæmdastjóri skrifstofu Northern Research Forum, skammstafað NRF. „Við köllum þetta Rannsóknarþing norð- ursins og slík þing hafa verið haldin fimm sinnum áður, það síðasta í Anchorage í Alaska haustið 2008. Það eru NRF og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir þinginu með stuðn- ingi fjölda annarra aðila, sjá nrf.is.“ Guðrún segir umræðuefnin á rannsóknarþingunum jafn- an fjölbreytt. Þau ráðist af því hvaða norðurslóðamál séu efst á baugi hverju sinni sem mikilvæg séu fyrir framtíðina og hún tekur fram að þingin séu öllum opin. „Það sem er nýtt og spennandi við þetta þing er að full- trúar frá Himalajasvæðinu eru með í fyrsta skipti. Það hafa kannski komið einstaka ræðumenn þaðan áður en þeir hafa miklu stærri sess núna. Það verður forvitnilegt að fá þeirra sýn á hlýnun og bráðnun jökla og heyra af þeirra rannsókn- um.“ Þrjátíu frummælendur eru á þinginu að sögn Guðrúnar. „Framsögurnar eru stuttar til að nægur tími sé til sam- ræðna og það er gefinn góður tími í spurningar eftir erind- in,“ lýsir hún. Og hún segir ekki bara sóst eftir vísinda- mönnum á þessi þing heldur blöndu af fólki í vísindum og stjórnmálum, embættismönnum og fulltrúum fyrirtækja og óháðra samtaka. Mannskap sem hafi áhrif á ákvarðana- töku. „Þarna eru margir merkir einstaklingar sem eru að rannsaka þetta svæði og hafa mikið um málefni þess að segja,“segir Guðrún. „Markmiðið er að fá fólk til að ræða málin þannig að síðan sé hægt að vinna með niðurstöður þingsins í hverju landi.“ Guðrún tekur fram að eitt af markmiðum NRF sé að bjóða ungum vísindamönnum á rannsóknarþingin. „Við viljum endilega að unga fólkið sem er að ljúka doktorsnámi geti komið og kynnt sínar rannsóknir og hitt reynsluboltana. Núna fengum við sextíu umsóknir og völdum fimmtán úr.“ Að síðustu er Guðrún spurð í gríni hvort það sé ekki asnalegt að halda ísráðstefnu innan um sjóðheita hverina í Hveragerði? „Er ekki bara spennandi að kynna andstæð- urnar í náttúrunni?“ spyr hún glaðlega á móti. gun@frettabladid.is GUÐRÚN RÓSA ÞÓRSTEINSDÓTTIR: KYNNIR RANNSÓKNARÞING NORÐURSINS Bráðnun íss bæði ógn og tækifæri FRAMKVÆMDASTJÓRI SKRIFSTOFU NRF „Þetta er fyrsta alþjóðaráð- stefnan um norðurslóðir og Himalajasvæðið,” segir Guðrún Rósa um rannsóknarþingið í Hveragerði. MYND/HEIDA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.