Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 90
3. september 2011 LAUGARDAGUR54 Tónskóli Guðmundar Frjáls og skemmtilegur - tonskolinn.is Píanó Harmonikka Þverflauta Gítar m.a. Partýgítar Rock´n Roll rafmagnsgítar Skemmtilegt og fjölbreytt námsefni fyrir alla aldurshópa, byrjendur og hina. Einkatímar eða tveir saman í tíma. Kennsla hefst mánudaginn 12. september. Innskráning frá 3. – 11. september Í síma 567 8150 og 822 0715. Netfang: ghaukur@internet.is • Heimasíða: tonskolinn.is Tónskóli Guðmundar • Hagaseli 15 • 109 Reykjavík Þettaer lífið ... og om lidt er kaffen klar! 54 menning@frettabladid.is Bókmenntahátíð Reykja- víkur verður haldin í tíunda sinn 7. til 11. september. Fjöldi innlendra og erlendra höfunda tekur þátt í upp- lestrum og höfundasam- tölum og bryddað er upp á ýmsum nýjungum. Bókmenntahátíðin í ár verður sú tíunda frá upphafi en fyrsta hátíð- in var haldin 1985, fyrir 26 árum síðan. Sigurður G. Valgeirsson, for- maður stjórnar hátíðarinnar, segir bryddað upp á ýmsum nýjungum í ár, til dæmis að láta hátíðina byrja á miðvikudegi og enda á sunnudegi. „Þannig gefst meðal annars möguleiki á að vera með þétta og spennandi dagskrá, laugardag og sunnudag.“ Eins og á fyrri hátíðum verður boðið upp á kvöldlestra í Iðnó og höf- undasamtöl og pallborðsumræður í Norræna húsinu. Fjöldi íslenskra höfunda tekur þátt í hátíðinni í ár en einnig er von á hópi erlendra höfunda, þar á meðal Hertu Müll- er, handhafa Bókmenntaverðlauna Nóbels 2009, Vikas Swarup, höf- undi metsölubókarinnar Viltu vinna milljarð?, og Nawal El Saadawi, einum af nafntoguðustu mannrétt- indafrömuðum Egyptalands, en hún kemur hingað í sameiginlegu boði Bókmenntahátíðar og Rannsóknar- stofnunar í kvenna- og kynjafræð- um við Háskóla Íslands. Að meðtöldum gestunum í ár segir Sigurður að á þriðja hundr- að höfunda hafi heimsótt Bók- menntahátíð í Reykjavík frá upp- hafi en á hátíðinni verður efnt til sérstakrar ljósmyndasýningar í samvinnu við Morgunblaðið, með myndum af gestum fyrri hátíða. „Textar með myndunum eru skrifaðir af Íslendingum sem hittu viðkomandi höfund á Bókmennta- hátíð og eru þeir bæði persónulegir og skemmtilegir,“ segir Sigurður. Fleiri samstarfsverkefni verða á hátíðinni, til dæmis ljósmyndasýn- ing í samvinnu við Alliance Fran- caise, og Íslendingasagnaþings í Norræna húsinu í samvinnu við Sögueyjuna Ísland, sem undirbýr þátttöku Íslands sem heiðursgests á Bókamessunni í Frankfurt. „Það er í góðu samræmi við þema hátíðarinnar sem að þessu sinni er norrænn sagnaarfur, lif- andi samtímabókmenntir,“ segir Sigurður. Þá verða ýmsir viðburðir á Bók- menntahátíð í samstarfi við Reykja- víkurborg, sem var nýlega útnefnd sem Bókmenntaborg UNESCO. „Þar má meðal annars nefna bókmenntagöngu með íslenskum rithöfundum og verkefnið OrðUm Reykjavík þar sem leitast verður við safna sögum borgarbúa á vef: minningum, stemningum, ljóðum eða hugleiðingum.“ Sigurður segir að það hafi verið metnaðarmál af hálfu stjórnarinn- ar að hafa ókeypis inn á alla við- burði. Það hafi heppnast meðal annars vegna styrkveitinga frá opinberum aðilum, útgáfum og öðrum einkafyrirtækjum. „Bókmenntahátíð á líka víða hauka í horni,“ bætir Sigurður við, „bæði meðal háskóla-, fjölmiðla- og og bókafólks sem tekur undir sitt horn og á þátt í að gera hátíðina svo viðamikla og glæsilega sem raun ber vitni.“ Á laugardag verður efnt til sér- staks bókaballs í Iðnó með Geir- fuglunum, sem er jafnframt eini viðburðurinn þar sem farið er fram á aðgangseyri. „Bókaballið er enn ein nýjungin á hátíðinni; þar geta bókmennta- áhugamenn lyft sér upp og spjallað,“ segir Sigurður, sem hvetur áhuga- sama til að kaupa miða sem fyrst því húsið sé fljótt að fyllast. Bókmenntahátíð í Reykjavík er í ár tileinkuð minningu Thors Vil- hjálmssonar, sem lést fyrr á þessu ári, en hann var einn af upphafs- mönnum hátíðarinnar og stjórnar- formaður hennar til dauðadags. Mikill áhugi hefur verið á Bók- menntahátíð í gegnum tíðina og góð mæting á viðburði hennar. „Við í stjórn hátíðarinnar von- umst auðvitað til að það verði engin breyting á því í ár; að þessi tíunda hátíð verði jafnvinsæl hinum fyrri og að Reykjavík breytist í sannkall- aða bókmenntaborg. bergsteinn@frettabladid.is Bókmenntahátíð í bæ ■ Herta Müller (f. 1953): Þýskumælandi Rúmeni sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 2009. Skáldsagan Ennislokkar ein- valdsins kom út í íslenskri þýðingu 1995. Skáldsagan Atemschaukel er væntanleg í íslenskri þýðingu hjá Ormstungu. ■ Nawal El Saadawi (f. 1931): Hefur samið hefur yfir 50 skáldverk og einn af nafntoguðustu mannréttindafrömuðum Egyptalands. ■ Horacio Castellanos Moya (f. 1957); Smásagna- og skáldsagnahöfundur frá El Salvador. Skáldsagan Fásinna er komin út í þýðingu frá Bjarti. Pia Tafdrup (f. 1952): Danskt ljóðskáld sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1999 bókina Dronningporten. ■ Vikas Swarup (f. 1963): Höfundur Viltu vinna milljarð sem samnefnd Óskarsverð- launakvikmynd var gerð eftir. Skáldsagan Sex grunaðir kom út í þýðingu 2009. ■ Alexis Wright (f. 1950): ástralskt skáld af frumbyggjaættum. Hlaut mikið lof og verðlaun fyrir bókina Carpenteria frá 2006. ■ Denise Epstein (f. 1929): Dóttir Irène Némirovsky, höfundar bókarinnar Franskrar svítu, lá óbætt hjá garði í 60 ár áður en hún kom út og sló í gegn. ■ Ingo Schulze (f. 1962): Einn rómaðasti skáldsagnahöfundur Þýskalands. Bók hans Adam og Evelyn kemur út hjá Forlaginu í haust. ■ Karl Ove Knausgård (f. 1968): Norskur rithöfundur sem sló í gegn með sjálfsævi- sögulega verki sínu Min kamp og hefur hlotið ófá verðlaun í heimalandi sínu. ■ Kristof Magnusson (f. 1976): Þýsk-íslensk- ur rithöfundur og þýðandi. Afkastamikill þýðandi íslenskra bóka. Önnur bók hans, Das was ich nicht, er væntanleg í íslenskri þýðingu á næsta ári. ■ Matt Haig (f. 1975): Breskur blaðamaður og rithöfundur. Bókin Radley-fjölskyldan er væntanleg frá Bjarti. ■ Paolo Giordano (f. 1982): Ítalskur rithöf- undur og öreindafræðingur. Bók hans Einmana prímtölur kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. ■ Sara Stridsberg (f. 1972). Sænskur rithöf- undur sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Drömfakulte- ten 2007. ■ Steve Sem-Sandberg (f. 1957) Svíi sem var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina De fattiga i Lódz, sem væntanleg er á íslensku hjá Uppheimum. ■ Uwe Timm (f. 1940): Margverðlaunaður þýskur höfundur. Skáldsaga hans um uppruna karrí pylsunnar naut til að mynda mikilla vinsælda í Þýskaland. ERLENDIR HÖFUNDAR Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2011 ÍSLENSKIR HÖFUNDAR TVEIR MEISTARAR Hátíðin í ár er til- einkuð Thor Vilhjálmssyni sem lést fyrrr á þessu ári. Hér er hann ásamt José Saramago. PÉTUR GUNNARSSON BERGSVEINN BIRGISSON RAGNA SIGURÐARDÓTTIRODDNÝ EIR ÆVARSDÓTTIR EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL HALLGRÍMUR HELGASON BJARNI BJARNASON SIGURÐUR G. VALGEIRSSON Formaður stjórnar Bókmenntahátíðar Reykjavíkur segir að auk hefðbundinna upplestra og höfunda- samtala verði boðið upp á ýmis samstarfsverkefni á hátíðinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR UPPBOÐ Í GALLERÍI FOLD Listmunauppboð verður haldið í Galleríi Fold við Rauðarárstíg mánudaginn 5. september klukkan 18. Boðin verða upp rúmlega eitt hundrað listaverk bæði nýleg og eftir gömlu meistarana. Af gömlu meisturunum má nefna Jóhannes S. Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Þorvald Skúlason og Nínu Tryggvadóttur. MYND VANTAR AF ÍSAK HARÐARSYNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.