Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 104

Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 104
3. september 2011 LAUGARDAGUR68 Æfingar eru að hefjast í körfubolta hjá ÍR. Allir eru velkomnir að koma og prófa þessa skemmtilegu og vinsælu íþrótt. Bara að mæta á æfingatíma fyrir þinn aldurshóp og sjá hvort þér líkar. Æfingar fara fram í íþróttahúsum í Breiðholti. Upplýsingar um æfingatíma er hægt að fá í síma 587-7080, hjá þjálfurum eða á heimasíðu ÍR (www.ir.is) Hvers vegna ættu krakkar að æfa körfubolta hjá ÍR: Tveggja vikna reynslutími. Þú getur prófað án skuldbindingar og kostnaðar í tvær vikur. Frábærir þjálfarar. Hjá ÍR eru bara reyndir og skemmtilegir þjálfarar. Margar æfingar og leikir. Þeir sem æfa körfubolta taka þátt í mörgum æfingum og fá að keppa við önnur lið frá október og fram í maí. Félagsskapur. Körfubolti er liðsíþrótt og þú getur eignast vini og félaga sem vinna með þér að því að ná góðum árangri. Körfubolti er fyrir alla langar þig að æfa körfubolta? Körfuknattleiksdeild Íþróttir eru máttugar. Ekki bara fyrir það eitt að hjálpa okkur að hrista auka- kílóin, jafnvel að hrista þau AF okkur. Kraftur þeirra snertir okkur á marga vegu, sérstaklega okkur sem erum að djöflast í þessu reglulega. Regluleg hreyfing hressir, bætir og kætir. Sjálf hef ég alltaf litið á æfingatíma sem griðastað. Hvort sem það er í hópi eða bara alein með sjálfri mér að púla og strita. Þegar það gengur illa í einka- lífinu eða erfiðleikarnir banka óheyrilega mikið upp á er hægt að kúpla sig algjörlega út með því að mæta á eina hrikalega góða æfingu. Þar skiptir ekkert annað máli en átökin, úrslitin í leikjunum og einbeitingin að ná sem bestum árangri í því sem maður er að taka fyrir á æfingunni. Slæm sambandsslit, ástvinamissir, veikindi, meiðsli, skapvonska, álag í vinnu eða bara skuldahalinn sem eltir mann út um allt – þetta hengir maður á snagann inni í klefa og drífur sig af stað inn í heim íþróttarinnar. Það að geta gert þetta hefur bjargað geðheilsunni á mínum dimmu stundum á lífsleiðinni. Þvílíkt frelsi að geta andað alla leið ofan í maga og fundið orkuna innra með sér. Fótboltinn hefur verið mitt athvarf, minn sálfræðingur og mín bómullarkúla – en ég tek hann alvarlega enda máttur hans mikill. Það þarf samt ekkert endilega að vera fótbolti – göngutúr með hundinn út í skóg nægir oftar en ekki. Í staðinn fyrir að vera fórnarlamb aðstæðna með milljón litla áhyggjubolta skoppandi um í hausnum á sér er bara að drífa sig í góða skó og úlpu út í ferska íslenska veðráttu og fara í göngutúr, eða í sund eða bara það sem getur gefið þér þennan frið. Sums staðar eru skrifaðir út lyfseðlar á hreyfingu – hvernig væri það í skamm- degisþunglyndinu og kvíðanum að fá að komast í þessa yndislegu nautn sem hreyfingin er með fagaðila þér við hlið? Félagsskapurinn einn og sér sem fylgir íþróttunum fullnægir þörf margra til að líða betur. Ég hef kynnst alls konar fólki í gegnum íþróttirnar sem ég hef stundað og þá er meirihluti þessa fólks búinn að hafa stórkostleg áhrif á mig og það á góðan hátt. Auðvitað er fólk mismunandi steikt (það þekkja nú allir of kaldhæðna fávitann sem finnst allir og allt vera ömurlegt), það eiga allir sína sögu. EN allir eiga sína styrkleika og sínar góðu hliðar. Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt, í hita leiksins er algleymi við völd og ekkert getur stöðvað sigurvélina í að strauja yfir andstæðingana. Stundum getur líka þessi hópkennd verið til staðar þó svo að úrslitin séu ekki eftir pöntun, þannig að maður er tilbúinn að leggja allt í sölurnar fyrir liðsfélagann og félagarnir eru settir á undan öllum öðrum í goggunarröð- inni. Að vinna saman og að tapa saman. Hringdu nú í vin eða vinkonu sem þú hefur ekki hitt lengi og skellið ykkur saman í göngu/skokk og spjall, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. GLÍMA Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímu- mótinu sem haldið verður á laug- ardaginn kemur. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norður- landameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efni- legur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glím- unni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunn- ar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðing- inn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sig- hvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastal- anum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhús- inu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skil- inn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 á laugar- dag og er aðgangseyrir 500 krón- ur. - kh Glímumótið Mjölnir Open verður haldið í sjötta sinn á laugardaginn og Gunnar Nelson verður með: Að undirbúa sig fyrir sterkasta mót heims NOGI Tveir keppa í glímu án galla þar til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann til uppgjafar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Griðastaður Edda Garðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu HANDBOLTI Björgvin Páll Gústavs- son er nýjasti Íslendingurinn í þýsku deildinni sem hefst í dag, en hann mun spila sinn fyrsta leik með Magdeburg á heimavelli á móti Göppingen í dag. Leikur- inn hefst klukkan 17.00 og er í beinni á Stöð 2 Sport. „Þetta er allt miklu stærra en í Sviss enda er þetta stærsta og besta deildin í heiminum. Tak- markið var að komast hingað, það tókst og nú er bara að standa sig,“ sagði Björgvin Páll í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það er gaman að fá að byrja á svona hörkuleik. Göppingen er lið sem við þurfum að vinna ef við ætlum að gera eitt- hvað í deildinni. Það er svipað að styrkleika og við. Þetta er mjög mikil- vægur leik- ur,“ sagði Björgvin. - óój Björgvin Páll í beinni í dag: Allt er miklu stærra en í Sviss Það er yndisleg tilfinning að fá að vera partur af góðum hópi þar sem hópsálin og liðsandinn er öllu yfirsterkari og manni finnst ekkert vera ómögulegt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.