Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1960, Side 3

Faxi - 01.12.1960, Side 3
FAXI 10. tbl. • XX. ár DESEMBER 1 960 Utgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík $$ & & * $$ & & $ & & & $$ BJÖRN JÓNSSON: Boðshapur jólanna Les: Lúk. 2, 1—14. Jólin vekja og glæða hinar göfugustu tilfinningar í hjörtum kristinna manna. Frá bernsku höfum við vanizt því að skoða jólin sem sérstaka fagnaðarhátíð. Með vaxandi viti og þroska hefur okkur lærzt að halda þá hátíð með þakldátum huga fyrir augliti Guðs. — Jólaljósin eru annað og meira í vitund okkar en heimilisskraut, — heldur tákn þeirrar birtu, er Hann, sem fæddist á jólunum, Hann, sem er ljós heimsins, flytur sérhverri sál, — og jóla- gleðin verður að fagnandi tilbeiðslu. Sjaldan eru hugir manna betur opnir fyrir gleðiboðskapnum um kær- leika Guðs. Og víst er það dýrlegur gleðiboðskapur! Það er boðskapur um heilagt barn, sem fæddist hér á jörðu. — Og það barn er Frelsari mannanna. Guð kom sjálfur til mannanna, til þess að kenna þeim að þekkja sig og elska sig. „Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn.“ Þess vegna er öllum kristnum mönnum svo dýr- mætt þetta indælasta nafn: Jesús Kristnr. Það er okkur ímynd alls þess, sem gott er og heilagt. — Við getum ekki nefnt það öðruvísi en með lotningu. Það minnir á allt það, sem fegurst er og bezt hefur reynzt á ævileið okkar, — og við það eru helgustu og fegurstu vonirnar tengdar. — Hann kom á jólunum. Og hann gaf mönnunum gjafir. — Við getum áreiðanlega ekki gert okkur grein fyrir því, hve miklu fátækara mannlífið hefði verið, ef hann hefði ekki komið. En margir kunna fagrar sögur af því að segja, hvílíka blessun hann hefur fært þeim. — Hann gaf þeirn bjartsýni, — kenndi þeim að trúa á sigur þess góða, þrátt fvrir allt öfugstreymið í lífinu. Hann gaf þeim heilagt mark að keppa að, — að verða fullkomnir. Hann gaf þeim göfugt verkefni, — að hjálpa öðrum til að verða góðir og gæfusamir. Hann kom til syndugs manns, sem stundi undir þungum ásökunum samvizkunnar, — með guðlega fyrirgefn- ingu og hjartafrið. Hann kom til sorgbitins manns með guðlega huggun og nýja von. Hann kom til deyjandi lærisveins, sem fann, að lífið var að f jara út, og lét hann sjá í anda fyrirheitna landið bjarta og fagra, svo að hann sofnaði með bros á ásjónu sinni, sem var eins og bjarmi af sól eilífa lífsins. — Hann sendi góða menn með brauð til hungraðra, föt til klæðlausra og samúð til ein- stæðinga. Já, hver getur talið upp allar þær gjafir, sem hann er alltaf að gefa okkur mönnunum? Hver á orð til að lýsa allri þeirri blessun, sem af því hefur hlotizt, að hann kom á jólunum? Enginn veit, hvað úr honum hefði orðið, ef Hann hefði ekki komið. En við viturn, að fyrir Hann eigum við cilíft líf. — Allt þetta minna jólin okkur á. Þetta verður, fyrir þeim, sem þekkja og reynt hafa, eins og glitrandi gim- steinar í kórónu konungsins, sem við tilbiðjum á jólun- um. Það vefst eins og gullið ívaf í allar jólahugsanirnar okkar og verður að lofsöng, sem kemur frá hjartanu. En höfum við öll þegið þessar stórkostlegu gjafir jólabarnsins? Hverju svarar hjarta þitt, — umhverfi þitt, — vett- vangur heimsviðburðanna? Vantar ekki mikið á, að mannlífið sé fagurt og sælt, — að þú eigir frið í sál, — frið við Guð? En sé svo, þá munum, að það er ekki Honum að kenna, heldur okkar eigin sök. — Þess vegna flytja jólin okkur þennan boðskap: Lát- ið sættast við Guð, sem minnir ykkur nú að nýju á föðurkærleika sinn. Þiggið gjafir hans, sem hver og einn er i þörf fyrir. Veitið viðtöku fyrirgefningu, friði og fögnuði, sem ykkur stendur öllum til boða. Fagnið konunginum, sem vitjar lýðs síns. — Gjörið hjörtu ykkar að helgidómi Jesú Krists. — „Fyrir allt, sem að oss hann gaf óverðskulduðum kærleik af, honum sé þökk af hjarta skýrð. Honuin sé eilíft lof og dýrð. Sé Drottni dýrð!“ í Jesú nafni. — Gleðileg jól. & |9 $$ & & & & $$ & & $$

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.