Faxi - 01.12.1960, Side 19
F A X I
163
Verzlunarmál Njarðvíkinga
Viðtal við Jón Bjarnason, formann Kaupfélagsins Bjarma
í Njarðvíkum hefur fólki fjölgað mjög
ört undanfarin ár. Vinna við hernaðar-
framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli hefur
orsakað það, að fólk hefur setzt að í um-
hverfi vallarins og leigt eða byggt sér hús,
og oft flutzt að úr fjarlægum byggðarlög-
um. Þetta hefur orsakað ýmis vandamál,
þar á meðal í Ytri-Njarðvík.
Eitt af vandamálum fólksins var vöntun
á verzlunarhúsnæði, sem fullnægði kröf-
um tímans.
Friðjón Jónsson var hér með verzlunar-
rekstur, tvær opnar sölubúðir, báðar í litiu
og ófullnægjandi húsnæði. Friðjón er dug-
legur maður og hjálpsamur, og gerði það
sem honum var mögulegt við lélegar að-
stæður. Það fullnægði samt engan veginn
kröfum tímans eða óskum fólksins um
bætta verzlunarþjónustu.
Við síðustu sveitarstjórnarkosningar hér
í Njarðvíkum, var einmitt þetta mál mjög
rætt. Allir töldu úrbóta þörf, en voru ekki
að sama skapi sammála um leiðirnar. Lá
svo kyrrt um stund. En 26. febrúar var
svo af nokkrum mönnum boöað til al-
menns fundar, þar sem ræddar skyldu
leiðir til að byggja verzlunarhús í Njarð-
víkum. Þessi fundur var fjölmennur, og
var þar ákveðið, að vinna að málinu og
kosin framkvæmdanefnd. Þessi nefnd
kannaði leiðir og viðhorf til málsins, og
niðurstöður urðu þær, að ákveðið var að
lokið. Ég stend upp, þakka fyrir, kveð og
held heimleiðis.
★
Fögur lífsstefna, sem hlýtur að leiða til
farsældar, hugsa ég. —
Sæll, hvaðan ert þú að koma? segir ung
kona, sem verður á vegi mínum.
Frá Maríu Markan.
Já, María Markan, hún er alveg draum-
ur. Ég þekki hana reyndar ekki neitt. Ég
var niðri í búð um daginn og var búin að
kaupa svo mikið, að ég var í vandræðum
með drenginn minn litla. Þá kom María
þar að og bar hann fyrir mig heim og
spjallaði við mig alla leiðina, eins og við
hefðum þekkzt í mörg ár.
Ný hlið á mikilleika listakonunnar.
Bj. J.
Sæmundur R. Jónsson, kaupfélagsstjóri.
stofna sameignarfélag um verzlunarhús-
byggingu í Ytri-Njarðvík, á lóðinni nr. 23
við Grundarstíg.
Þessi fundur var haldinn 10. marz 1958.
Framkvæmdastjórn skipuðu fimm menn,
þeir Jón Bjarnason, Helgi Helgason, Olaf-
ur Sigurjónsson, Bjarni Einarsson og Sig-
mar Ingason.
Samkvæmt annarri grein samþykkta fé-
lagsins, er „verkefni félagsins fyrst og
fremst að standa að byggingu á verzlunar-
húsi á umræddri lóð. Byggð skal fullkom-
in matvöruverzlun.“
Stjórnin leitaði til teiknistofu SÍS um
teikningu fyrir væntanlegt hús, og var
strax farið að vinna að henni af forstöðu-
manni teiknistofunnar, Gunnari Þ. Þor-
steinssyni, en jafnframt var unnið að því,
að fá fjárfestingarleyfi fyrir byggingunni.
Húsið var ákveðið tvær hæðir, grunnflötur
320 ferm., en efri hæð 160 ferm., er yrði
byggð síðar fyrir skrifstofur og e. t. v.
vefnaðarvörudeild. Sjálfsafgreiðsla yrði
fyrir matvörur allskonar á neðri hæð. —
Samið var við Mjólkursamsöluna um að
hún ætti og ræki mjólkurbúðina, og var
hún byggð fyrir hennar reikning, en það
létti mjög undir við byggingu hússins.
Fjárfestingarleyfi fyrir byggingunni var
afgreitt 24. okt. 1958. Var þá hafizt handa
um að grafa fyrir grunni hússins og bygg-
ingarmeistari ráðinn Einar Norðfjörð. Það
haust var lokið við að steypa upp veggi, en
loftplata steypt vorið 1959. Var síðan hald-
ið áfram með byggingu hússins það ár, og
unnin innivinna um haustið og veturinn
1959 til 1960.
Þann 5. apríl 1960 var síðan boðað til
stofnfundar kaupfélagsins. Stjórn kjörin
og lög samþykkt. Hlaut félagið nafnið
Kaupfélagið Bjarmi. I stjórn voru kjörnir:
Jón M. Bjarnason, Bjarni Einarsson, Olaf-
ur Thordarsen, Ólafur Sigurjónsson og
Helgi Helgason.
Fjárhagur félagsins hefur oft verið mjög
erfiður, en góðir menn hafa hér hjálpað.
Vil ég þar til nefna Guðmund í. Guð-
mundsson, Jón Skaftason, Emil Jónsson
og Finnboga Rút Valdimarsson. Þessir
þingmenn hafa allir hjálpað okkur, mis-
munandi mikið samt. Einnig vil ég nefna
og þakka Erlendi Einarssyni, forstjóra SIS
og hans starfsmönnum á teiknistofu sam-
bandsins, er hafa ráðið teikningum og
fyrirkomulagi. Heimamenn hér hafa lagt
til byggingarinnar og þar með félagsins,
bæði vinnu og peninga, misjafnlega mik-
ið, eins og oftast vill verða. Stofnun fé-
lagsins og bygging verzlunarhússins hefði
ekki verið framkvæmanleg, ef allra þess-
ara manna hefði ekki notið við.
Húsið mun kosta fullbúið tækjum og
innréttingum um 1,5 millj. kr.
Föstudaginn 24. júní var sölubúðin síðan
opnuð. Kaupfélagsstjóri hafði verið ráðinn
Sæmundur Jónsson, úr Reykjavík, en sam-
tals er starfsfólkið fimm manns. Búðin er
mjög björt og vistleg og samkvæmt fyllstu
kröfum um nýtízku kjörbúðir. Mjólkur-
búðinni er þar sérstaklega haganlega fyrir
komið og hún er mjög fullkomin.
— Hvernig hefur gengið síðan búðin
var opnuð, Jón? spyrjum við, er við hitt-
um formanninn á förnum vegi, nú fyrir
skömmu.
— Það hefur gengið vel, eftir öllum að-
stæðum. En eins og þú þekkir, er allur
verzlunarrekstur mjög erfiður nú, og
vaxtahækkunin er mjög slæmur baggi,
eins og þú getur skilið, hjá svona nýstofn-
uðu fyrirtæki. En við vonum, eins og aðr-
ir, er við þessi mál fást, að úr því rætist
fyrr en síðar.
— Hvernig var það, Jón, var ekki anzi
erfitt fyrir ykkur að koma þessu upp?
— JÚ, víst var það. En ég hef trú á því,
að allir erfiðleikar séu yfirstíganlegir, ef
samhugur og velvild er fyrir hendi og
skilningur á þýðingu málstaðarins. Og ef
við sýnum dugnað og manndóm í verki,
verður okkur rétt hjálparhönd. Það er mín
reynsla.
Sú reynsla virðist ekki hafa brugðizt í
þetta sinn. G. Sv.