Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1960, Page 49

Faxi - 01.12.1960, Page 49
F A X I 193 GUNNAR M. MAGNÚSS: Loft og lögur Þáttur sá, er hér birtist, er úr riti um orð og orðtök snertandi veður, strauma og hreyfingar hafsins, svo sem Vestfirðingar nota þau við hin ýmsu tækifæri. I safni þessu eru nálega þúsund orð. Hér er birtur kafli, sem nefnist: Aðstaða við fiskveiðar og straumar á hafinu. Til skýringar við kaflann má geta þess, að straumar eru mjög þungir úti fyrir Vestfjörðum. Astaða. Þá geta skip athafnað sig vel á færaveið- um, rek er þægilegt, þótt vindur sé. Ástaða á lóðutn. Það er reynt að láta skipið hálsa í báruna eða vindinn til þess að línan lóði sem bein- ast niður í sjóinn, meðan dregið er. Þegar illt reynist að halda skipinu svo, að línan lóði vel í sjóinn, er ekki dragandi. Þegar bárur og straumar kasta skipinu undan, er ekki dragandi, þá er ekki lengur lóða- veður, ekki lóðafært. Andóf. Þegar lóðir eru dregnar, sbr. ástaða á lóðum. Andófsveður. Ymis orðatiltæki eru um andófsveður: Sæmilegt andófsveður, þá er vel dráttar- fært, — tæplega andófsveður, naumast lóðaveður, — ekki andófsfært, hvassviðri og sjór, ódragandi. E!{\i ástöðuveður. Skipið rekur þá of hratt á færaveiðum, svo að sökkur ná ekki botni. Fœraveður. Þegar ástaða er sæmileg. safn þeirra Borgfirðinga. Vaknaði þá hjá manni sú spurning, hvenær Keflvíkingar mundu eignast slíkt hús. A leiðinni heim var komið við í Vatna- skógi, til að heilsa upp á nokkur ung- menni héðan, sem þar dvöldu. Fararstjóri í þessari ferð var ungur menntamaður, sonur bóndans í Kalmanstungu. Hilmar Jónsson. E\\i fceraveður. Ekki ástöðuveður, engin ástaða. Eysa. Það er straumeysa, þegar straumþungi er óvenju mikill, einkum í stórstreymi. I eysu dragast lóðabelgir oft í kaf. Fis/{iref(. Þá rekur skipið hægt fyrir straumi og vindi, og fiskur helzt jafnt og þétt undir. Gott ref{. Þá hefur rekið verið mjög hagstætt og fiskur verið undir. Glcer. Sökkur ná þá naumast botni vegna of rnikils reks, færin standa frá borði á ská út í sjóinn. — Glær getur einnig orðið af hörðum straumi. Allt á glæ, ekki rennandi færi. Har\an. I hörkuna, þá er komið að harðasta straumi norðurfalls eða suðurfalls. Hörkufallið. Þegar straumurinn er þyngstur. Hreyfingin. I hreyfinguna, þ. e. upptaka strauma, norðurfalls eða suðurfalls. Kveihjngin. Það er upptaka strauma á miðunum, þegar fyrst fer að reka til norðurs eða suð- urs. Liggjandi. Þá er straumlaust á hafi úti, en í landi er þá hálffallinn sjór út eða hálffallinn að. Þá er fiskur oft við og þó öllu heldur við upptöku strauma. Bláliggjandi. Til frekari áherzlu, að liggjandinn sé aðeins skamma stund. Þetta var í blá- liggjandanum. Linunin. I linunina, þá dregur úr fallinu, straum- harkan tekur að minnka. Norðurfall. Með Vestfjörðum eru sex tíma sjávar- straumar í senn á hafi úti. Þegar norður- fall hefst, er sjór hálffallinn að í landi. Þegar því lýkur, er hálffallið út. Harðast er norðurfallið yfir háflæðina. Suðurfall. Það er vesturstraumur, gagnstætt norð- urfalli. Það er einnig sex tíma í senn, hefst þegar sjór er hálffallinn út í landi. Þegar því lýkur, er sjór hálffallinn að. Suður- fallið er harðast um fjöruna. Straumamceti. Straumaskipti eru um liggjandann. Undir straumamcetin. Þá er straumur orðinn mjög vægur, liggjandinn nálgast. Oft er fiskilegt undir straumamætin, ef ástaða er góð. Uppta\an. Undir upptökuna, þegar fallið er að byrja og skipið tekur að hreyfast undan straumnum, er oft fiskisælt. Upptaka norður- eða suðurfalls. Keflvikingar! Varmaplasteinangrun ávallt fyrirliggjandi. HÁÁLEITI S.F. - Byggingarvöruverzlun Hafnargötu 90 — Sími 1990

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.