Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1960, Page 59

Faxi - 01.12.1960, Page 59
F A X I 203 Marfa Valgerður Jónsdóttir: ÆVIÞÁTTUR Sæmundur Jónsson bóndi á Minni- Vatnsleysu og kona hans Guðrún Lísbet Ólafsdóttir. Sæmundur á Vatnsleysu var sægarpur og einn með stærstu útvegsbændum á Suðurnesjum um sína daga. Þau hjónin ráku einnig landbúnað jöfnum höndum. Var heimilið frá fyrstu tíð mannmargt og umsvifamikið. Sæmundur var fæddur 21. ágúst 1840 i Innri-Njarðvíkum og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru Jón, bóndi í Narfakoti og forsöngvari Sæ- mundsson, og seinni kona hans, Elín, f. 10. maí 1811, d. 20. maí 1859, Auðunsdótt- ir, bónda á Læk í Melasveit, f. 1777, d. 19. des. 1842, Guðmundssonar, bónda á Höfn í Melasveit, Magnússonar. Kona Guð- mundar og móðir Auðuns var Elín, f. 1750, d. 15. des. 1836, Jónsdóttir, smiðs á Stein- krossi á Rangárvöllum, Hallvarðssonar. Elín varð snemma ekkja og eftir það ráðs- kona hjá Ólafi stiftamtmanni Stephensen og síðar hjá Magnúsi syni hans. Elín Jóns- dóttir var þriðji maður frá Hans Londe- mann, sýslumanni í Árnesþingi, og konu hans, Guðríði Markúsdóttur, því móðir hennar og kona Jóns smiðs var Sigríður, dóttir Þorláks Londemann. Kona Mr. Auðuns og móðir Elínar í Narfakoti var Guðrún, f. 1782, Pétursdótt- ir, hreppstjóra í Bygggarði á Seltjarnar- nesi, f. 1749, Guðmundssonar. Kona Péturs var Anna, f. 1757, d. 1809, Guðmundsdóttir, drukknaði á Viðeyjar- sundi 1767, Þorvarðssonar, lögréttumanns og bónda í Brautarholti á Kjalarnesi, Ein- arssonar. Jón í Narfakoti, faðir Sæmundar, var fæddur 27. marz 1789, d. 2. júlí 1846, Sæ- mundsson, bónda í Narfakoti, f. 1763, d. 1- júlí 1821, Klemenzsonar, bónda í Skild- inganesi, f. 1730, Bjarnasonar. Kona Sæmundar Klemenzsonar (1. sept. 1786) var Ingibjörg Sæmundsdóttir frá Mýdal í Mosfellssveit. Hún lézt í Narfa- koti 3. júní 1837, „merkiskona“. Voru þá tveir synir hennar á lífi, en það voru þeir Guðrún Lísbet Ólafsdóttir. Sæmundur Jónsson. Jón forsöngvari og bóndi í Narfakoti og Klemenz bóndi í Stapakoti í Njarðvíkum. Er frá þeim bræðrum kominn mikill ætt- bálkur. Jón í Narfakoti, faðir Sæmundar á Vatnsleysu, var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét, f. 19. júlí 1798, d. 28. apríl 1836, Jónsdóttir, síðasta prests á Húsa- felli, Grímssonar og konu hans, Helgu Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík í Mýrdal Guðmundssonar. Börn þeirra, sem upp komust, voru: 1. Jón, bjó í Njarðvíkum. Hann var faðir Jóseps, föður Jónínu Soffíu, móður Eggerts listmálara og Þorgeirs kaupmanns í Rvík, Guðmundssonar. 2. Eggert í Móum í Njarðvíkum. Hann var faðir Jóhannesar vefara, föður Kjartans organleikara og söngkennara (Kennara- tal, I, 420—421). 3. Helga, giftist Jóni forsöngvara, Jóns- syni í Narfakoti í Njarðvíkum. Sonur þeirra var Jóhann Kristinn, er bjó í Ytri- Njarðvík. Hann var faðir reykvísku skip- stjóranna Jóns og Guðmundar Jóhanns- sona. Systir Jóhanns Kristins var Margrét, sem giftist Jóni bónda í Stapakoti í Njarð- víkum, Einarssyni. Sonur þeirra, meðal fleiri barna, var Jón, bóndi í Stapakoti, faðir Margeirs í Keflavík, sem er einn í tölu þeirra mætu manna, er skipa blaðs- stjórn Faxa. Alsystkini Sæmundar voru: 4. Margrét, giftist Jóni Þórðarsyni frá Sumarliðabæ. Sonur þeirra var Jón, skip- stjóri, sem tók út af skútunni Kjartan í Miðnessjó í marz 1908. Kvæntur Arndísi Þorsteinsdóttur frá Mel (Morgunbl. 24. nóv. 1960). 5. Auðunn, var á Vatnsleysu hjá Sæ- mundi bróður sínum. Var þar lausamað- ur. Hann drukknaði, er skip hans fórst, 29. marz 1887. Var fimm skipverjum bjargað af kili, en þrír fórust. Auðunn var ókvæntur og barnlaus. Kona Sæmundar á Vatnsleysu, Guðrún Lísbet, var fædd 4. júlí 1845 á Minni- Vatnsleysu, en þar bjuggu foreldrar henn- ar, sjálfseignarbóndi Olafur Pálsson, og seinni kona hans, Kristín Pétursdóttir. Kristín var fædd 29. júní 1801 á Ytra- Hólmi við Akranes, dóttir Péturs Magnús- sonar og konu hans, Helgu Ólafsdóttur. Kristín giftist fyrra sinn 20. okt. 1836 Guðmundi í Götu í Garðahverfi á Álfta- nesi Þorsteinssyni bónda í Hlíð á Alfta- nesi Magnússonar. Guðmundur í Götu drukknaði 17. des. 1842. Var einkasonur þeirra Guðmundur, f. 30. nóv. 1839. Hann fluttist með móður sinni að Minni-Vatnsleysu 1843 og ólst þar upp, en varð síðar nafnkenndur stórbóndi á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Annan son átti Kristín, er fluttist með henni að Minni- Vatnsleysu. Hann hét Jóel Friðriksson, f. 20. okt. 1830. Hann varð síðar bóndi á Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd (P.Z., Vík., bls. 200). Þau Kristín og Ólafur giftust í Kálfatjarnarkirkju 9. júlí 1843. Ólafur á Minni-Vatnsleysu var fæddur 20. febr. 1792 á Stóru-Vogum í Vogum, en þar og í Suðurkoti í Vogum bjuggu for- eldrar hans, þau Páll gullsmiður Loftsson og kona hans Guðrún, f. 1752, d. í apríl 1805, Erlendsdóttir. Páll gullsmiður var fæddur um 1743, dáinn að Minni-Vatnsleysu 6. júní 1828, sonur Lofts prests að Krossi í Landeyjum, f. 1703, d. 1752, Rafnkelssonar. Albróðir Ólafs á Minni-Vatnsleysú var

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.