Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 59

Faxi - 01.12.1960, Blaðsíða 59
F A X I 203 Marfa Valgerður Jónsdóttir: ÆVIÞÁTTUR Sæmundur Jónsson bóndi á Minni- Vatnsleysu og kona hans Guðrún Lísbet Ólafsdóttir. Sæmundur á Vatnsleysu var sægarpur og einn með stærstu útvegsbændum á Suðurnesjum um sína daga. Þau hjónin ráku einnig landbúnað jöfnum höndum. Var heimilið frá fyrstu tíð mannmargt og umsvifamikið. Sæmundur var fæddur 21. ágúst 1840 i Innri-Njarðvíkum og þar ólst hann upp. Foreldrar hans voru Jón, bóndi í Narfakoti og forsöngvari Sæ- mundsson, og seinni kona hans, Elín, f. 10. maí 1811, d. 20. maí 1859, Auðunsdótt- ir, bónda á Læk í Melasveit, f. 1777, d. 19. des. 1842, Guðmundssonar, bónda á Höfn í Melasveit, Magnússonar. Kona Guð- mundar og móðir Auðuns var Elín, f. 1750, d. 15. des. 1836, Jónsdóttir, smiðs á Stein- krossi á Rangárvöllum, Hallvarðssonar. Elín varð snemma ekkja og eftir það ráðs- kona hjá Ólafi stiftamtmanni Stephensen og síðar hjá Magnúsi syni hans. Elín Jóns- dóttir var þriðji maður frá Hans Londe- mann, sýslumanni í Árnesþingi, og konu hans, Guðríði Markúsdóttur, því móðir hennar og kona Jóns smiðs var Sigríður, dóttir Þorláks Londemann. Kona Mr. Auðuns og móðir Elínar í Narfakoti var Guðrún, f. 1782, Pétursdótt- ir, hreppstjóra í Bygggarði á Seltjarnar- nesi, f. 1749, Guðmundssonar. Kona Péturs var Anna, f. 1757, d. 1809, Guðmundsdóttir, drukknaði á Viðeyjar- sundi 1767, Þorvarðssonar, lögréttumanns og bónda í Brautarholti á Kjalarnesi, Ein- arssonar. Jón í Narfakoti, faðir Sæmundar, var fæddur 27. marz 1789, d. 2. júlí 1846, Sæ- mundsson, bónda í Narfakoti, f. 1763, d. 1- júlí 1821, Klemenzsonar, bónda í Skild- inganesi, f. 1730, Bjarnasonar. Kona Sæmundar Klemenzsonar (1. sept. 1786) var Ingibjörg Sæmundsdóttir frá Mýdal í Mosfellssveit. Hún lézt í Narfa- koti 3. júní 1837, „merkiskona“. Voru þá tveir synir hennar á lífi, en það voru þeir Guðrún Lísbet Ólafsdóttir. Sæmundur Jónsson. Jón forsöngvari og bóndi í Narfakoti og Klemenz bóndi í Stapakoti í Njarðvíkum. Er frá þeim bræðrum kominn mikill ætt- bálkur. Jón í Narfakoti, faðir Sæmundar á Vatnsleysu, var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét, f. 19. júlí 1798, d. 28. apríl 1836, Jónsdóttir, síðasta prests á Húsa- felli, Grímssonar og konu hans, Helgu Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík í Mýrdal Guðmundssonar. Börn þeirra, sem upp komust, voru: 1. Jón, bjó í Njarðvíkum. Hann var faðir Jóseps, föður Jónínu Soffíu, móður Eggerts listmálara og Þorgeirs kaupmanns í Rvík, Guðmundssonar. 2. Eggert í Móum í Njarðvíkum. Hann var faðir Jóhannesar vefara, föður Kjartans organleikara og söngkennara (Kennara- tal, I, 420—421). 3. Helga, giftist Jóni forsöngvara, Jóns- syni í Narfakoti í Njarðvíkum. Sonur þeirra var Jóhann Kristinn, er bjó í Ytri- Njarðvík. Hann var faðir reykvísku skip- stjóranna Jóns og Guðmundar Jóhanns- sona. Systir Jóhanns Kristins var Margrét, sem giftist Jóni bónda í Stapakoti í Njarð- víkum, Einarssyni. Sonur þeirra, meðal fleiri barna, var Jón, bóndi í Stapakoti, faðir Margeirs í Keflavík, sem er einn í tölu þeirra mætu manna, er skipa blaðs- stjórn Faxa. Alsystkini Sæmundar voru: 4. Margrét, giftist Jóni Þórðarsyni frá Sumarliðabæ. Sonur þeirra var Jón, skip- stjóri, sem tók út af skútunni Kjartan í Miðnessjó í marz 1908. Kvæntur Arndísi Þorsteinsdóttur frá Mel (Morgunbl. 24. nóv. 1960). 5. Auðunn, var á Vatnsleysu hjá Sæ- mundi bróður sínum. Var þar lausamað- ur. Hann drukknaði, er skip hans fórst, 29. marz 1887. Var fimm skipverjum bjargað af kili, en þrír fórust. Auðunn var ókvæntur og barnlaus. Kona Sæmundar á Vatnsleysu, Guðrún Lísbet, var fædd 4. júlí 1845 á Minni- Vatnsleysu, en þar bjuggu foreldrar henn- ar, sjálfseignarbóndi Olafur Pálsson, og seinni kona hans, Kristín Pétursdóttir. Kristín var fædd 29. júní 1801 á Ytra- Hólmi við Akranes, dóttir Péturs Magnús- sonar og konu hans, Helgu Ólafsdóttur. Kristín giftist fyrra sinn 20. okt. 1836 Guðmundi í Götu í Garðahverfi á Álfta- nesi Þorsteinssyni bónda í Hlíð á Alfta- nesi Magnússonar. Guðmundur í Götu drukknaði 17. des. 1842. Var einkasonur þeirra Guðmundur, f. 30. nóv. 1839. Hann fluttist með móður sinni að Minni-Vatnsleysu 1843 og ólst þar upp, en varð síðar nafnkenndur stórbóndi á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Annan son átti Kristín, er fluttist með henni að Minni- Vatnsleysu. Hann hét Jóel Friðriksson, f. 20. okt. 1830. Hann varð síðar bóndi á Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd (P.Z., Vík., bls. 200). Þau Kristín og Ólafur giftust í Kálfatjarnarkirkju 9. júlí 1843. Ólafur á Minni-Vatnsleysu var fæddur 20. febr. 1792 á Stóru-Vogum í Vogum, en þar og í Suðurkoti í Vogum bjuggu for- eldrar hans, þau Páll gullsmiður Loftsson og kona hans Guðrún, f. 1752, d. í apríl 1805, Erlendsdóttir. Páll gullsmiður var fæddur um 1743, dáinn að Minni-Vatnsleysu 6. júní 1828, sonur Lofts prests að Krossi í Landeyjum, f. 1703, d. 1752, Rafnkelssonar. Albróðir Ólafs á Minni-Vatnsleysú var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.