Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 11

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 11
ar, lýst af svo meistaralegu næmi, skáldlegu innsæi og eindæma þekkingu á frásagnar- og söguefn- inu, að atburðir, menning og mannlíf og hættir rísa lifandi og rammir af spjöldum sögunnar les- andanum í fang. Og á þeim vett- vangi, sem sr. Jón þreytir fang við listræna sköpun, einmitt þar kemst enginn með tærnar, sem hann hefir hælana. En listræn tök hans eiga sér nægtabrunn að ausa af þar, sem er óbrigðult minni hans. Atvik og frásaga, sem hann heyrði einhvern tíma ævinnar, varðveittist iðulega óbrenglað í minni hans upp ffá því, jafnvel gömul samtöl gat hann fyrirvara- laust tíundað orði til orðs. Um Bjarna Thorarensen var sagt, að hann gæti orðrétt haft yfir texta heillar blaðsíðu eftir að hafa lesið hann einu sinni. Sr. Jón átti að vissu leyti sambærilegt minni um atvik og háttu, en bjó jöfnum höndum yfir gáfu til að sníða frá- sögn sinni listrænan búning. Var það að vonum, er Félag íslenzkra rithöfunda gjörði hann heiðursfé- laga sinn vorið 1984, en hrepps- nefnd Hafnahrepps kjöri hann heiðursborgara vorið áður, ,í virð- ingar- og þakklætisskyni fyrir ómetanlegt framlag til sögulegrar varðveizlu og skáldlegrar lýsingar á mannlífi, menningu og atvinnu- háttum í þessu byggðarlagi á lið- inni tíð,“ eins og segir í heiðurs- borgarabréfi Hafnahrepps. Og allt var þetta unnið í knöpp- um tómstundum önnum hlaðins manns. — Mér féllu að erfðahlut indælir staðir, og arfleifð mín lík- ar mér vel. Sr. Jón Thorarensen var elztur 4 systkina, sem öll eru nú látin. Hann kvæntist konu sinni Ingi- björgu Ólafsdóttur 1. júní 1930, og lifir hún mann sinn. Varð þeim hjónum auðið 3 barna, sem öll lifa föður sinn ásamt syni hans, sem hann átti áður en hann kvæntist. Sr. Jón var gæfusmaður í einka- lífi sínu. Hann var mikill og góður heimilisfaðir, alltaf glaður og reif- ur heima og heiman og hélt and- legum kröftum sínum til æviloka. Hann var sístarfandi, tók sér raunar ekki sumarleyfi, meðan hann gegndi embætti, hafði alltaf eitthvað nýtt á prjónunum, alls staðar aufúsugestur hvar sem hann fór, vinmargur og trölltrygg- ur og ræktarsamur, hverjum sam- ferðarmanni skemmtilegri og hrókur alls fagnaðar á vina fundi. Hann var á ungum aldri ramm- ur að afli, góðum íþróttum búinn, mikill að burðum og fylginn sér að hverju, sem hann gekk. Á heimili þeirra hjóna var jafnan gestkvæmt, og hann naut þess að fagna gesti sínum. Sannaðist það harðla mjög hvort sem heimili þeirra stóð í Hruna eða Reykjavík. Fyrstu 17 ár hans í Nespresta- kalli var þar ekki kirkja, og var það bagalegt í svo fjölmennum söfnuði. Hlaut sr. Jón þá að hafa skrifstofu embættis síns á heimili sínu, og þar fóru fram skírnir og hjónavígslur og margs konar þjónusta við fjölmennan söfnuð. Alltaf stóð kona hans honum dyggilega við hlið og studdi með ráðum og dáð. Meðal samstarfs- aðila í Nesprestakalli var einna mestur fengur að fórnfúsu starfi kvenfélagsins, sem lagði fram feiknarlega vinnu og verðmæti til að afla kirkjunni margvíslegra gripa og styrkja safnaðarstarfið á ýmsan hátt. Frú Ingibjörg var einn aðalhvatamaður að stofnun þess ásamt manni sínum. Hún var fyrsti formaður félagsins og gegndi því kröfuharða hlutverki í 23 ár, en í stjórn þess var hún alla prestsskapartíð sr. Jóns. Við kveðjum hér mann, sem var prestur af köllun og lagði fram krafta sína í annasömu hlutverki ungs og fjölmenns saíhaðar, þar sem allt varð að reisa frá grunni, en gjafir hans sáu ekki til gjalda, enda mátti hann ekki aumt sjá. Sr. Jón Thorarensen var að eðli og uppeldi náttúrubarn. Sást það ekki aðeins í ritverkum hans, heldur m.a. í myndum hans, sem hann málaði ótrúlega fallegar og skemmtilegar á seinustu árum, án þess að hafa notið verulegrar tilsagnar. Og fallega skrifaði hann um dýrin sín, svo gjörir enginn upp úr þurru. Berdreyminn var hann og næmur og sótti í því efni reynslu í vizku kynslóðanna. Hann lagði til birtunnar leið sína, að myrkrið næði hon- um ekki. Starf sitt allt vildi hann, að væri þátttaka í lofsöng hinnar miklu hvelfingar. Og sú hátign, sem hann laut fúslega, var konungurinn Kristur. Þar var auðmýkt hans og hjartsláttur og trúartraust. Undir purpurakápu hans vissi sr. Jón öruggt skjól, og í samfélagi við hann djarfar fyrir dagsbrún að vonfögrum degi. Og vissulega er okkur á kveðju- stundu nærtæk sú hugsun, að til sé annar veruleikur en áþreifan- legra forma. Við sjáum hugstæð- an samferðarmann stýra skipi sínu og sigla óskabyr þar, sem það hverfur við sjónbaug, rétt að segja undir sól að sjá, inn í nýjar víðátt- ur. Og áreiðanlega veit skapari ei- lífðarinnar og höfundur stjörnu- ríkjanna hvað helzt sé við hæfi ný- komnum ferðalang, sem kemur hugum þekkur af hafi, þar sem hann hefir siglt eftir vonarstjörnu, að hann fái meira að starfs guðs um geim, enn á ný megi hann bregða á leik við ungar hugmynd- ir. Gröfin er vissulega ekki endi- mark, heldur fremur eins og opið hlið, í ljósaskiptunum um kvöldið er hliðinu læst, en látið opið aftur í dögun. Líkast til er okkur þetta ljósara á langaföstu en oft endra nær. Við bjarma af upprisuhátíð- inni rifjum við upp þau orð postul- ans, að dauðinn sé uppsvelgdur í sigur. Sá sigur, sigur upprisunn- ar, er stærstur erfðahlutur, er okkur getur í skaut fallið. Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni: eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Kristur, konungur, miskunna þú. Amen. KJÖRSKRÁ í Vatnsleysustrandarhreppi Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Vatnsleysustr.hreppi, var lögö fram á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps, Voga- geröi 2, 31 mars og liggur frammi. Kœru- frestur er til 16. maí 1986. Sveitarstjóri Sjúkrahús Keflavíkurlœknishéraðs LAUSAR STÖÐUR Hjúkrunarfrœöingur — fullt starf eöa hlutastarf í sumarafleysingar eöa eftir samkomulagi. Ljósmœður — laus staöa nú þegar. Einnig óskast Ijósmœöur til sumarafleysinga. Sjúkraliöar óskast til sumarafleysinga. Fullt starf eöa hlutastarf frá 15. maí — 15. september. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 4000. FAXI 87

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.