Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 12

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 12
Ber af að glœsilegum búnaði húsakynna Oft hefur verið haft orð á því á undanfömum áratugum, hve van- búnir við Suðurnesjamenn emm til að taka á móti gestum okkar — og að jafnvel yrðum við að fara til Reykjavíkur ef við ætluðum „út að skemmta okkur“ á virðulegan máta, að hætti „siðmenntaðs fólks“. Svo langt hefur það gengið að félög (klúbbar) sem gjaman nota matartíma til að hittast og ræða mál sín, hafa stundum lent í erfiðleikum með að fá þessa þjón- ustu. Á þessu hefur nú orðið mikil breyting. Þessi áratugur mun lengi verða í minnum hafður, vegna margháttaðra breytinga a.m.k. hér í Keflavík — og þá ekki hvað síst á sviði gestamóttöku. Hér em nú tvö hótel að rísa þar sem ekkert var fyrir og eitt í Njarðvík og jafnvel hugmyndir um að gera verbúð, sem áður hýsti starfsfólk athafnasamrar fisk- verkunar og útgerðar, að gisti- heimili fyrir kröfuminna ferða- fólk. Ekki hefur verið borðlagður hagkvæmis rekstrargmndvöllur fyrir þessari fjárfestingu svo ég viti. Þegar Karlakór Keflavíkur hóf byggingu félagsheimilis að Vest- urbraut 17 og byggingarmeistar- inn og söngfélaginn Bergsteinn Sigurðsson tók fyrstu skóflu- stunguna 26. maí 1976 óskaði hann (og sjálfsagt allir viðstaddir kórfélagar) að hús það er þar átti að rísa yrði K.K.K. ,tónlistarlífi og öðm menningarstarfi Keflvíkinga til ævarandi framdráttar og far- sældar. Það var síðan með undra- verðum dugnaði sem kórfélagam- ir, sem em úr flestum byggðum skagans, komuhúsinuupp, gerðu það fokhelt og efri hæð þess full- gerða fyrir æfingar og félagslega aðstöðu. Kannske var kappið meira en forsjá. Það þarf hörku- mikinn dugnað og styrka fjár- málaaðstöðu til að starfrækja slíka menningarhöll að fyrirhug- uðum hætti þeirra kórfélaganna. Þeir höfðu lagt fram 40—50 þús- und vinnustundir í sjálfboðastarfi og aflað nokkurs fjár að auki með aðstoð Kvennaklúbbs kórsins, en skulduðu aðeins 800.000,- krón- ur. Þrátt fyrir það var ljóst að mik- ið fé þyrfti til að ljúka byggingu hússins og einnig óljóst um rekstrarform er borið gæti uppi kostnað við nýtingu hússins. Vit- að var að bæjarfélagið vanhagaði jafnan um hús til ýmissa nota. Varð þá til hugmynd um að gefa bænum 78% hússins, þ.e.a.s. neðri hæð 678m2, að rúmtaki 2960m3, samkvæmt nánar til- greindu í gjafabréfi og fór afhend- ingin fram í 30 ára afmælishófi kórsins 10. des. 1983. Ýmsar hugmyndir voru ræddar m.a. að gera þarna dagheimili þar eð góð lóðarskilyrði voru til stað- ar. Margt fleira gat komið til greina, bókasafn, mynjasafn, listasafn bæjarins o.fl. Þá kom til sögu veitingamaður úr Reykjavík sem á að ættarfylgju stórhug og djörfung til að fást við átakaverkefni, Ragnar Örn Pét- ursson. Hann tók á leigu veitinga- aðstöðu K.K.K. á efri hæð húss- ins og hefur hana enn er þetta er skrifað. Síðan hóf hann samninga við Keflavíkurbæ um leigu og uppbyggingu veitingaaðstöðu á eignarhluta bæjarins. Ragnar Öm fól Verkfræðistofu Suðurnesja og Teiknistofunni ARKO allan undirbúning að framkvæmdum, sem hófust um miðjan nóvember s.l. Fram- kvæmdir gengu með eindæmum vel, enda vann fjöldi fagmanna úr flestum iðngreinum við að full- nægja kröfum hönnuða og fram- kvæmdarstjóra. Það ótrúlega tókst. Salarkynnin voru vígð 14. mars s.l. Til að ljúka slíku stór- virki á 4 mánuðum þarf góða skipulagningu og samhug allra er að verki standa. Það kostaði nokkrar vöku- og vinnunætur í lokin — en það tókst, síðustu handtökin vom unnin 14 mínút- um áður en vígslan átti að hefjast og vom gestir þá famir að streyma að. Að dómi þeirra er viðstaddir vom vígsluna og skoðað höfðu salarkynnin, er hér eitt hið glæsi- legasta samkvæmishús að hönn- un og skipulagi, sem er eiganda til mikils sóma og allra óskir hnigu í þá átt að starfsemin mætti einnig verða til heilla og farsældar. Að- spurður telur Ragnar Örn að kostnaður við þessa framkvæmd muni verða um 20 milljónir og að 60—70% af kostnaðinum muni falla í sinn hlut. Varðandi rekstur- inn áformar hann að þetta verði skemmti- og veitingastaður, sem standi ekki að baki slíkum stöð- um á höfuðborgarsvæðinu. Boðið verður upp á innlenda- og erlenda skemmtikrafta, sem sómi slíkum stað. Hljómsveitin Klassík hefur verið ráðin til að sjá um lifandi músik, en einnig er boðið upp á diskótek. Salarkynnin eru þama mörg fyrir stærri eða smærri veislur og samkvæmi. Þá hefur Ragnar Örn starfrækt í húsinu um nokkurt skeið sjávarréttastað er hann nefnir Sjávargull, og er hann opinn öll kvöld. Þeir sem sækja þann stað fá þá jafnframt frátekið borð í dans- og skemmtisal húss- ins. Ragnar Örn segir 50—60 manns vera á launum við fyrir- tækið og bendir það til þess að hér sé um meiri umsvif að ræða en menn gera sér almennt grein fyrir. Hann er mjög bjartsýnn á framtíð- ina og hyggur að ferðamannaþjón- usta eigi eftir að margfaldast hér á skaganum. í þakkarbréfi bæjarstjórans Steinþórs Júlíussonar til K.K.K. er hann tók formlega við húsinu, sagði hann:, ,Þó að lífið sé strit og > kapphlaup eftir félagslegum um- bótum, þá munu einstaka gleði- stundir vonandi fylgja manninum á meðan hann lífsanda dregur. Ég er viss um að slíkar gleðistundir munu verða margar í samkomu- húsinu, sem þið viljið nefna Tóna- berg.“ Ég býst við að flestir Suður- nesjamenn geti tekið undir frómar óskir Steinþórs um sannar gleðistundir í Tónabergi. J.T. Hljómar skemmtu í tilefni af opnun veitingahússins. 88 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.