Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1986, Qupperneq 18

Faxi - 01.03.1986, Qupperneq 18
MINNING MATTHÍAS HELGASON f. 12.04 1921 - d. 09.02 1986 Jötuninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp, kall- ar hann mig, kallar hann þig, kuldaleg rödd og djúp. Þannig endar dr. Jón Helgason kvæði sitt ,,Afangar“. Jón vitnar hér í draum Flosa á Svínafelli, sögupersónu úr Njálssögu. Má vera að Jötuninn mikli sé sjálfur Drottinn allsherjar, sem kallar menn inn á og út af hinum mikla leikvangi, eftir atvikum hverju sinni. Matthías var kallaður inn á hinn 12. apríl 1921. Eftir tæp 65 ár, eða 9. feb. s.l., var hann svo kallaður út af. Þessi þróttmikli maður hafði leikið sinn síðasta leik, tafl- inu var lokið. Hann fæddist í Vopnafirði. For- eldrar hans bjuggu þar u.þ.b. eitt ár. Helgi faðir hans gegndi þar læknisstörfum í forföllum annars læknis. Foreldrar Matthíasar, hjónin Hulda Matthíasdóttir og Helgi Guðmundsson læknir, fluttust síðan til Keflavíkur með synina tvo, Guðmund og Matthí- as, þar sem þau störfuðu og bjuggu síðan til hinstu stundar. Matthías var aðeins þriggja mán- aða þegar hann kom til Keflavík- ur. Hann var annar í röðinni af átta systkinum, en er sá fjórði af þeim sem kveður hið jarðneska líf. Þau sem áður eru látin eru: Ragnheiður sem dó í æsku, Guð- mundur dó í nóv. 1984 og Sigur- laug í apríl 1985. Systkinin sem eftir lifa eru: Haukur, Ólafur, Jó- hanna og María. Á s.l. hausti fylgdi Matthías Júlíusi Eggerts- syni svila sínum til grafar. Matthí- as var þá alvarlega farinn að finna fyrir þeim sjúkdómi, sem endan- lega varð honum að aldurtila. Leiðir okkar Matthíasar lágu fyrst saman sumarið 1942. Við vorum þá heitbundnir sinn hvorri systurinni, dætrum Stefáns Berg- mann, þess framtakssama og öt- ula athafnamanns og konu hans Guðlaugar Bergsteinsdóttur. Um þetta leyti og síðar kynntist ég Matthíasi ogkostum hans vel. Við fjögur héldum oft hópinn. Vorum ung með framtíðardrauma og margt var skrafað og rætt. Þetta var á stríðsárunum og ekkert okk- ar óraði fyrir þeim stórvægilegu breytingum, sem fóru í hönd. Matthías var tápmikill og sterk- byggður. Hann var gott íþrótta- manns efni, þó átti hann aldrei kost á því að sýna virkilega hvað í honum bjó. Hann var ungur þegar hann vann svokallað Hjallatúns- hlaup drengja, sem Ungmennafé- lagið efndi til og haldið var í sam- bandi við útskemmtun við Hjalla- tún. Á unglingsárunum stundaði Matthías sjómennsku. Hann var eins og áður segir harðgerður, en hann var einnig mjög vel virkur og handlaginn og þótti mjög gott sjó- mannsefni. Þó Matthíasi félli sjó- mennskan vel í geð þá lagði hann ekki þá atvinnugrein fyrir sig. Hann eignaðist snemma bifreið og stofnaði ásamt nokkrum mönn- um leigubflastöð, er þeir félagar nefndu Aðalstöðina. Þetta fyrir- tæki fékk strax góðan byr og er enn í dag ágæt þjónustustöð. Á sjöunda áratugnum hætti Matthí- as leiguakstri, sjórinn heillaði hann alltaf og nú var hann til sjós um tveggja ára skeið, eftir það starfaði hann um það bil eitt ár á Keflavíkurflugvelli við mann- flutninga. Matthías eignaðist síð- an skurðgröfu og á því tæki vann hann uns yfir lauk. Ég og konan mín, Anna Berg- mann, hófum búskap nokkru á undan þeim Stefaníu og Matthí- asi, þau komu því oft til okkar eft- ir dagsins önn og þá var eðlilega margt sem bar á góma. Matthías var ræðinn og skemmtilegur og hafði einstaka frásagnarhæfi- leika. Einu umræðuefni gleymi ég aldrei, það var átakanlegt og risti djúpt og var um það er samkomu- húsið Skjöldur brann og þau voðalegu eftirköst sem bruninn olli. Þó liðin væru 9—10 ár frá þessum atburði, var hann þeim enn í fersku minni. Þau þrjú voru öll stödd inni í húsinu þegar kviknaði í því, Matthías þá 14 ára, og fylgdist með því sem gerðist. Þegar hann svo, þetta mörgum ár- um síðar, var að lýsa því sem hann sá og heyrði þá stansaði hann oft og lengi og votir hvarmar báru vitni um tilfinningarnar og hon- um var þungt um mál. Þessi sterki maður var að lýsa afdrifum æskufélaga og vina. Plássið var lítið og allir þekktu alla, sárið var stórt og greri seint. Faðir hans var læknirinn í plássinu og það kom í hlut læknisins að veita hinum særðu og helsærðu fyrstu líknar handtökin og lina kvalafullar þjáningar. Drengurinn var vitni að þessum sorgaratburði, sem leið honum aldrei úr minni. Ferming- arfaðir Matthíasar, séra Eiríkur Brynjólfsson, var sá maður sem hvað ákafast barðist við að ná þeim sem inni voru í hinu brenn- andi húsi. Séra Eiríkur brennd- ist mikið í andliti og á höndum við þessa miklu fórn. Matthías fór miklu lofi um séra Eirík og taldi þetta afrek einstakt. Matthías og Stefanía Bergmann voru gefin saman í hjónaband af séra Eiríki þann 12. aprfl 1945. Þau hafa lifað í ástríku hjóna- bandi og eignast 5 eftirtalin börn: Ilulda, gift Magnúsi Björgvins- syni, Stefán, kvæntur Ingunni Ingimundardóttur, Ingólfur, býr með Sóleyju Birgisdóttur, Magn- ús, býr með Mekkín Bjarnadótt- ur, og Guðlaug, ógift í foreldra- húsum. Bamabörnin em 10 og bamabarnabörnin 2. Fjölskyldan hefur verið mjög samhent, og börnin vitjað foreldra sinna reglulega. Matthías hafði mikið yndi af bamabörnunum og lagði sig mjög fram í því að þekkja og skilja lyndiseinkunn þeirra, og vegna þess hve hann var natinn og nærgætinn við þau, þá hændust þau að honum og svo var einnig um önnur börn sem hann um- gekkst. Hann var einnig mikill dýravinur. Til marks um það má neíha, að er hann var helsjúkur orðinn þá kom hann auga á læðu sem var að flytja með sér litla kettlinga í nágrennið við hann, en þetta var villiköttur. Matthías hafði samúð með dýrunum, hann gekk út og reyndi að hlú að þeim með því að færa þeim mat og drykk, þetta gerði hann þar til hann fór í sína hinstu legu á Borg- arspítalann í Reykjavík. Ur sjúkrarúminu heyrði hann fugla- söng og hafði orð á því, hvað sér þætti vænt um að heyra í smáfugl- unum. Daginn fyrir andlátið bað hann um að gluggatjöldin væru dregin til, svo hann gæti séð sól- ina. Svona var Matthías, hann hafði yndi af fegurð lífsins, en hann bar ekki tilfinningar sínar á torg. Matthías lærði ungur að tefla slták og það kom fljótlega fram, að hann hafði óvenjulega skák hæfi- leika. Ég varð aldrei var við það að hann læsi sér til í þeirri list eða gerði í því að undirbúa sig undir mót, þó var hann þann tíma, sem hann lagði skákina fyrir sig, fræknasti taflmaður hér um slóð- ir, og bar sigurorð af landsþekkt- um skákmönnum. Hann vék sér undan því að svara, ef einhver vildi ræða þessa hæfileika hans við hann. Hann miklaðist aldrei af neinu. Á seinni árum ævi sinnar stund- aði hann veiðiskap í ám og vötn- um. Hann hafði mikið yndi af þeirri íþrótt og í því eins og öðru sýndi hann mikla leikni og unun var að sjá hvernig hann handlék veiðarfærin. Um það leyti sem Matthías fékk verulegan áhuga á stangveiði, þá voru að koma á markaðinn svokallaðir tjaldvagn- ar. Þau hjónin fengu sér þá þegar einn vagn, því þægilegt var að liggja við yfir helgar í þessum 94 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.