Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 21

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 21
grunnskóla verði það tekið sem námsgrein frá áramótum til vors að nemendur undirbúi sýningar sem kynni náttúrufar, sögu og ör- nefni hreppsfélagsins. Það verði sýndar einkennislífverur svæðis- ins, ákveðin vistkerfi o.s.frv. Einnig verði saga hreppsins kynnt, mannvistarminjar og ör- nefni merktar inn á kort. Þessi sýning yrði svo opnuð í einum eða tveimur kennslustof- um þegar skólanum lýkur að vori en sýningin verði opin yfir sumar- ið, t.d. um helgar og sæi ákveðinn umsjónarmaður, sem launaður yrði af sveitarfélaginu, um þetta. Þetta yrði kærkomið fyrir ferða- menn sem leið eiga um svæðið og yrði áreiðanlega notað af íbúum sveitarfélagsins sjálfs og gestum þeirra. Grunnskólinn í Grindavík er að vinna að þessu og vonast til að þetta verði starfrækt í sumar. Þaðan munum við fá reynslu. Við höfum hug á að halda áfram með ferðaröðina , ,Umhverfið okkar“, en með breyttu sniði sem verður í því fólgið að íbúar hvaðan æva koma til með að taka enn meiri þátt í þeim. í því skyni var samþykkt á síðasta aðafundi fé- lagsins að fjölga fulltrúaráðs- mönnum í félaginu þannig að einn verði í hverju sveitarfélagi og munu þeir sjá um undirbúning að ferðum ásamt stjórn félagsins. Þá höfum við hug á að hvetja til þess að strax verði hafist handa við að safna sem mestum fróðleik ffá eldra fóikinu, sem fætt er og uppalið á svæðinu. Við munum halda áfram með að benda á varð- veisiusgildi mannvirkja og nátt- úruminja, en í framtíðinni eiga vísindin eftir að iesa meira og meira út úr þessum minjum. I undirbúningi er að hvetja til réttrar áherslu í því að fá fólk til að leggja meiri rækt við umhverfi vinnustaða, eins að fyrirtækin leggi stóran hlut þar að. En að lokum viljum við í stjórn N.V.S.V. taka það fram að fræðsl- an er sterkasta vopnið í baráttunni fyrir náttúruvernd og allt okkar starf mun miðast við það. Einar Egilsson BÍLASALA BRYNLEIFS Óskar Suöurnesjamönnum farsœldar á komandi sumri og þakkar viöskiptin á liönum vetri. Bílasala Brynleifs Vatnsnesvegí 29A Keflavík — Símar 1081—4888 Nokkrar svip- myndir Úr 30 ára afmæhshófi Lions- klúbbs Keflavíkur sem ffam fór í Glóðinni 4. apríl 1986, en klúbb- urinn var stofnaður 7. apríl 1956 með hátt í 20 félögum. Enn eru starfandi í klúbbnum 7 stofnfé- lagar og voru þeir heiðraðir í af- mælishófinu. Þeir eru talið frú vinstri: Hörður Guðmundsson, rakari, Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri, en hann var fyrsti formaður klúbbs- ins, Ingvar Guðmundsson, yfir- kennari, Hilmar Pétursson, fast- eignasali, Benedikt Jónsson, framkvœmdastjóri, Ambjö m Ólafsson, skrifstofustjóri og Marteinn Ámason, bóksali. Allt eru þetta vel þekktir Keflvík- ingar. Ingólfur I'alsson, formaður sjúkra- hússtjórnar tekur við gjafabréfi frú Lions vegna blóðrannsóknartœkis. Magnús Gudmundsson formaður, afhendir Tómasi Tómassyni Melvin Jones skjöldinn sem er œðsta viðurkenning sem Lionsfélgi getur hlotið. FAXI 97

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.