Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 23

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 23
Án efa er hægt að fullyrða að lið U.M.F.N. hafa verið besta lið úrvaldsdeildarinnar undanfar- in ár. Síðan hún var stofnuð árið 1979 hafa Njarðvíkingar unnið deildina 5 sinnum alls: 1979 voru K.R.ingar hlutskarpastir, árið 1980 Valur, 1981 UMFN, 1982 UMFN, 1983 Valur, 1984 UMFN, 1985 UMFN, 1986 UMFN, yfir- burðir Njarðvíkinga eru augljósir með þessari upptalningu en við skulum samt hala aðeins áfram. Gunnar Þorvarðarson hefur verið þjálfari liðsins sl. þrjú ár og hefur ekki bara gert þá að íslandsmeist- urum öll þau ár heldur unnið flesta þá titla sem í boði hafa verið eða 9 titla af 12. Þ.e. 3 sinnum Reykjanesmeistarar 3 sinnum úr- valsdeildarmeistarar 3 sinnum ís- landsmeistarar en við höfum aldrei orðið bikarmeistarar. Fólk er farið að tala um að hérna suður með sjó séu álög og hingað vilji bikarinn bara ekki fara, en við vonum bara að þeim álögum sé nú létt af okkur, við vorum svo ná- lægt honum núna, komumst í úr- slit, en fengum silfur. Það var fyrsta silfrið sem lenti í höndum Gunnars Þorvarðarsonar síðan hann tók við liðinu og megum við vel við una. Á þessum sömu þremur árum hafa Njarðvfkingar spilað 100 leiki og sigrað 84 þeirra, enda Gunnar orðin hálf- gerð ,,þjóðsagnapersóna“ hérfyr- ir sunnan og jafnvel víðar. Frá þvt að Njarðvíkingar unnu íslandsmeistaratitilinn árið 1981 hafa 30 sterkir leikmenn spilað með liðinu. Til marks um miklar breytingar hjá liðinu má geta þess að núna 1986 eru bara 3 leikmenn sem urðu íslandsmeistarar með UMFN árið 1981, ijórir sem voru með 1982, átta síðan 1984 og sjö síðan 1985. Það hefur alveg verið árviss við- burður hjá fjölmiðlunum í byrjun hvers keppnistímabils, að geta þess að nú sé sigurganga Njarð- víkurliðsins á enda, þeir hafi Frá upphafi til..? Gunnar Þorvarðarson og Brynjar Sigmundsson. Þessir tveir félagar hafa ver/ð viðríðnir körfuknattleiksdeild U.M.F.N. frá því að hún var stofnuð 1969. Mikill tími og mikið puð hefur farið í þetta þessi 17 ár. En allt það gleymist á stundum sem þessari. Þá geta menn brosað breitt og hugsað til baka, sjá ekki eftir einni einustu mín- útu sem farið hefur íþetta, hvað þá þegar uppskeran er einsgóð og hún hefur verið undanfarin ár. Við óskum þeim og öllum hinum sem hafa átt þátt iþessum frábœra árangri til hamingju. U.M.F.N. misst svo og svo marga leikmenn, en við eigum sterka menn í öllum flokkum og sækjum þá bara menn í yngri flokkana og/eða menn koma annars staðar frá og sýna það og sanna að það kemur maður í manns stað. Hvaða leikmenn og hvaða þjálf- ari verða með liðinu næsta keppn- istímabil veit enginn ennþá, að sjálfsögðu viljum við halda liðinu eins og það er núna og viljum ekki fyrir nokkurn mun missa Gunnar Þorvarðarson, hjá honum eru allir möguleikar teknir til athugunar og eins og gefur að skilja þá er hann vægast sagt eftirsóttur þjálf- ari, en við vonum bara það besta og erum bjartsýn á framtíð körf- unnar hér í Njarðvík. Eins og fyrsti formaður deildarinnar Bogi Þorsteinsson hefur svo oft sagt ,,þar sem áhuginn er mestur er árangurinn bestur“ og ef það er eitthvað sem við eigum nóg af þá er það — alveg brennandi áhugi. — Áð lokum vill Körfuknattleiks- deildin koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem stutt hafa liðið með peningaframlögum og má þar fyrst nefna Njarðvíkurbæ sem studdi okkur með 100 þús krónum, Keflavíkurverktakar 75 þús. ltr. og þeim sem hétu á liðið, fyrirtæki og einstaklingar að ógleymdum öllum hinum sem yrði einfaldlega alltof langt að nafngreina hér því miður — Stein- dór Sigurðsson hefur verið alveg einstakur sl. ár og á hann okkar besta þakklæti fyrir. Áfram Njarðvík. B.S./H.B.H. HREPPSNEFND HAFNAHREPPS óskar íbúum Hafnahrepps og öörum Suöurnesjamönnum gleöilegs sumars og þakkar samskiptin á vetrinum. Sveitarstjóri Rafiðn h.f. óskar Suöurnesjamönnum gleöilegs sumars og þakkar viöskiptin á liönum vetri. Rafiðn h.f. Vitastíg 1, sími 1768. FAXI 99

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.