Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Síða 36

Faxi - 01.03.1986, Síða 36
LITLA LEIKFÉLAGIÐ í GARÐI SÓLARFERÐ - VIVA ESPANA Björgun úr hinum umrœdda hœttulega stól. Höfundur: Guðmundur Steinsson. Leikstjóri: Jón Júlíusson. Aðstoðarleiksstjóri: Ólafur Sigurðsson. Laugardaginn 5. apríl s.l. frum- sýndi Litla leikfélagið gamanleik- inn Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Þettaer 18. verkefni fé- lagsins en það verður 10 ára á- næsta hausti. Það hefur oft verið með menn- ingarleg verkefni og hefur staðið öðrum leikfélögum á Suðurnesj- um framar í að veita heimafólki brautargengi á leiksviði, sem leið- ir til frjálsmannlegri samskipta al- mennt og eykur tjáningarhæfni í starfi og leik. Þó að leiksvið félagsins sé þröngt og óhentugt hefur það seilst til stærri verka en húsrými leyfir og oftast tekist ágætlega. Það hefur líka verið með skop- myndir og farsa, sem kitlað hafa hláturtaugar og það var þessari sýningu ætlað að gera, enda mik- ið hlegið að uppákomum nokk- urra sólarlandafara. Höfundurinn, Guðmundur Steinsson var árum saman farar- stjóri hjá þekktri ferðaskrifstofu. Hann var því ekki að sýna okkur hillingar eða draumsýnir í þessu verki, heldur skrifað það upp úr dagbók reynslu sinnar við ýmsar aðstæður og samskiptum við ólík- ustu manngerðir ferðalanga. Ótrúlegur fjöldi íslendinga fer ár- lega til sólarlanda til að bæta sér upp hráslagann á norðurhjara. Það er gert með ýmsum hætti — það er drukkið og ,,djammað“, sólböð og sund, skoðaðar kirkjur, hallir, landslag og mannlíf á fjar- lægum slóðum. Sumir komast yf- ir að taka með sér heim sitt lítið af hverju og ylja sér við minningarn- ar í vetrarhretum. Aðrir vissu varla hvert þeir fóru og trúa því naumast að þeir séu komnir heim þegar sólin skín við þeim á Mið- nesheiðinni. Ég sá Sólarferð í Þjóðleikhús- inu. Þar var að sjálfsögðu hægt að sýna verkið í snöggtum víðari mynd, enda ekki sanngjarnt að gera á því samanburð. En kann- ske hefði mátt bregða sér stundar- kom af rekkjusviðinu í skoðunar- ferð með tæluti myndvörpunnar, sem væntanlega hefði mátt takast þrátt fyrir þrengsli og hefði það stækkað sýninguna vemlega. Ég er þó ekki í vafa um að sýning þessi fær góða aðsókn því að fóllc á öllum aldri er ýmist að fara eða koma úr sólarferð — vill sjá hvern- ig til hefur tekist hjá náunganum og svo hafa ótrúlega margir gam- an af að sjá mismunandi viðbrögð og fangabrögð kynjanna. Persónur og leikendur: Stefán.........Unnsteinn Kristinsson Nína........Sigurbjörg Ragnarsdóttir Jón...........................Sigfús Dýrfjörð Stella.........Þórný Jóhannsdóttir Pétur.......Ingimundur Magnússon Elín.....Ragnheiður Guðmundsdóttir Þjónn..........................Björn Sveinson Rut.........Hanna Skarphéðinsdóttir Maður á svölum......Astþór Sigurðss. Rödd.............. Ólafur Sigurðsson. Aðalhlutverkin eru í höndum Unnsteins Kristinssonar, sem leikur Stefán og Sigurbjargar Ragnarsdóttur, sem leikur konu hans Nínu. Þau komu grá og guggin að norðan, fá íbúð á hóteli á Costa del Sol, ásamt vinahjón- um og fleiri ferðafélögum. Fyrst í stað er þó íbúðin ekki eins og þau höfðu vænst — en það vandist allt, nema hægindastóll, sem stund- um var að ergja þau. Annars var íbúðin alltaf í sviðsljósinu, m.a. til drabbsamkomu ferðafélaganna og er rétt reynist því varla von á öðru en húsgögn þurfi mikið við- hald á slíkum stöðum. Hjónin Stefán og Nína eru teikn- uð skýrum dráttum og tekst báð- um túlkendum ágætlega. Hann hyggst halda vanabundnum at- höfnum af heimaslóð — beita hús- bóndavaldi, sem greinilega er á undanhaldi. Hún vill fara að smekk hans t.d. í klæðaburði, hvaða kjóll fer best - bikiníið frá- bært, og lopapeysumar voru góð- ar ef svalt yrði á kvöldin. Hún hafði lagt sig í líma við undirbún- ing ferðarinnar, sem hann hafði NJARÐVÍK Gleðilegt sumar! Bœjarstjórn Njarövíkur óskar Njarövíkingum og öörum Suöurnesjamönnum gleöilegs sumars og þakkar samstarfiö ó liönum vetri. Bœjarstjórn Njarðvíkur 112 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.