Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1986, Qupperneq 38

Faxi - 01.03.1986, Qupperneq 38
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keflavíkur 13 0 hluti 1948 Vélbátatrygging Reykja- ness stofnuð Þann 24. jan. 1948, var í Keflavík stofnuð Vélbátatrygging Reykja- ness. Stofnendur voru fjögur vél- bátatryggingarfélög á Suðurnesj- um, sem starfað höfðu frá 1938. Þau voru: Vélbátaábyrgðarfélag Keflavíkur, Stapi í Njarðvík, Skiphóll í Sandgerði og Vélbátaábyrgðar- félagið Festi í Grindavík. Fyrsti formaður VR var Ólafur Jónsson í Sandgerði. Fyrsti fram- kvæmdastjóri var Sigurgeir Guð- mundsson, hreppstjóri, í Innri- Njarðvík. Skúli Magnússon Þann 14. mars 1948, voru alls 50 bátar tryggðir hjá VR. Þeir voru frá 8-83 lesta stórir. Tryggingarupp- hæð þeirra var frá 30,150 kr. til 702,000 kr. (J.T.: „Vélbátatrygging Reykjaness“. Faxi, mars 1948). Aðstoð m.k. Riddarans við v.b. Gullþór Þann 13. mars 1948, lagði v.b. Gullþór GK af stað frá Reykjavík áleiðis til Keflavlkur. Á bátnum voru tveir Keflvíkingar, Óskar Jónsson, skipstjóri, og Gunnar Sigurðsson, sem var við vélina í þessari ferð. Þegar þeir höfðu siglt i u.þ.b. eina og hálfa klukkustund stöðvaðist vélin. Þegar að var gáð hafði komist sjór í olíuna. Báturinn var þá stadd- ur um 5 sjóm. undan Gróttu. Veður var gott og engin hætta á ferðum. Talstöð var í bátnum og var hún í lagi. Nokkru seinna bar þarna að færeyska mótorkútterinn Riddar- * ann. Skipstjóri hans kvaðst vera á leið til Keflavíkur og bauð aðstoö sína. Var hún þegin og tók Riddar- inn Gullþór nú í tog. Til Keflavikur var komið eftir tveggja stunda ferð. (Sjó- og verslunardómsbók Gullbringu- og Kjósarsýslu 1941-1956. Bls. 481-486. bjóðskj alasatn). Tvo báta rekur á land í Keflavík Um miðjan marsmánuð 1948, var veðrátta mjög umhleypingasöm suðvestanlands. Sifelldar lægðir voru á ferð inn yfir landið. Sumar voru nokkuð djúpar og þvi var stundum stormasamt. Þann 16. mars slitnuðu tveir bátar upp í Keflavíkurhöfn og rak á land. Ekki fer neinum sögum af afdrifum þeirra. Þennan dag var mjög hvasst, 10 til 11 vindstig, og vindátt suðlæg og suðaustlæg. (Veðráttan. Mars 1948. Bls. 9 og 12). Eldur í m.s. Keflvíkingi > Klukkan tíu, föstudagskvöldið, 19. mars 1948, kom upp eldur í vél- ORLOFSHÖS Dvalarleyfi Frá og meö mánudeginum 21. apríl n.k. veröur byrjaö aö taka á móti umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum félaganna, en þau eru í Ölfusborgum í Ölfusi, Hraunborgum í Grímsnesi, Viö Svignaskarö og Húsafell í Borgarfirði. Þeir sem ekki hafa áöur hlotiö dvalarleyfi í orlofshúsunum njófa forgangs til og meö 25. apríl n.k. Leigan veröur kr. 2.500 á viku.Úthlutaö verður eftir þeirri röö sem umsóknir berast. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudag kl. 9 til 5 og föstudaga kl. 9 til 3. Opið í hádeginu. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur. Sími 2085. að skella Sjáumst! 114 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.