Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1986, Page 43

Faxi - 01.03.1986, Page 43
þekkti þarna nokkra menn og einn þeirra sagði mér að mikið væri búið að ræða um hvað gera skyldi við góðgætið. Helst kom til greina að sökkva því innst á svo- kölluðu Bollasviði. þar þekktu menn vel til miða. ,,En“, bætti hann við, „þegar við sáum ykkur leystist gátan.“ Ég spurði í mesta sakleysi hvað þetta væri mikið. Hann sagðist ekki vita það með vissu, en sagði það geta verið á milli 800 og 900 flöskur. Nú var tekið til óspilltra málanna og kassamir handlangaðir yfir til okkar. TVeir menn voru sendir niður í lest til að moka saltinu úr öftustu stíunum. Síðan var köss- unum raðað í þær, og að síðustu mokað salti í þær þar til allt var hulið og ekkert annað að sjá en salt. Þetta munu hafa verið rúm- lega 60 kassar, en vegna þess að ákveðið hafði verið að sökkva því í sjó, hafði verið gengið þannig frá að tuska af gömlum sjóstakk hafði verið látin yfir stútinn og bundið fyrir með trolltvinna að neðan. Þessi útbúnaður átti að varna því að flöskurnar spýttu töppunum, en þá voru korktappar í fiöskun- um en ekki málmhettur líkt og nú. Þegar öftustu stíumar vom orðnar fullar voru nokkrir kassar ófaldir og var þá farið í vélarúmið, káetuna og að síðustu var látið undir koddana í öllum kojunum. Þá loks var dæmið gengið upp. Líklega hefur þetta tekið um eina klukkustund eða rúmlega það en að lokum var okkur skip- verjum á bátnum fenginn poki, sem átti víst að vera greiðsla fyrir vinnuna. Síðan fór hver heim til sín. Þegar við fórum að skoða ofan í pokann þá var innihaldið sem hér segir: Ein flaska af whisky, ein af rommi, einn leirbrúsi af sjenever, 25 box af Kapstan sígar- ettum og önnur 25 Players. Þetta var mánuði fyrir páska, en þá fengum við frí í 3—4 daga. Allan þann tíma sem leið fram að pásk- um var meira og minna fyllerí um borð. Við vorum tveir strákar tví- tugir, sem drukkum ekki. Þennan mánuð var einn maður með okkur yfirskips eða aukamaður, kunn- ingi skipstjórans. Hann var Ár- nesingur. Var hann það sem nú kallast ,,blautur“. Ég minnist þess ekki að af honum rynni allan þennan tíma. Hann sagðist hafa þá trú að í himnaríki væri gott að vera, en þar getur samt ekld verið betra en hérna, „þrjár sortir, og það allt frítt“, sagði hann. Til skýringar er rétt að geta þess að í hverju boxi voru 50 sígarettur. Ég var lítið byrjaður að reykja þá og þess vegna gaf ég megnið af mín- um hlut. Nokkrum dögum fyrir páskafrí- ið fór að grafa í hendinni á mér, svo allt fríið fór í það að láta lækni gera að sárinu. Það var ekki fyrr en að loknu fríinu, sem ég gat far- ið að vinna aftur. Kristín Thor- oddsen sagði mér, að ekki mætti drekka vín, ef maður væri með ígerð. Það gæti orsakað blóðeitr- un. Þess vegna gaf ég allar þrjár flöskurnar. Ég man enn hverjum ég gaf þær. Sérstaklega man ég eftir einum þeirra. Hann táraðist þegar ég rétti honum bokkuna. Honum þótti mjög gott í staupinu, en átti stóra fjölskyldu og mat hana meira. Það fannst mér virð- ingarvert. Sjálfsagt finnst mörgum, sem lesa þetta, að ég hafi teygt lopann um of, en satt best að segja er margt enn eftir ósagt, því ekki voru menn skildir að skiptum. Eftir var að koma þeim hluta sem togaraskipstjórinn átti heim til hans í Reykjavík. Það mun hafa dregist. Skipsfélagi minn sagði mér tveim árum seinna, að sér hefði verið sagt, að hann hefði fengið 10 kassa, en átti að fá 30 kassa. Ég reyndi þennan skip- stjóra minn aldrei að öðru en heið- arleika og er ég því vantrúaður á söguna um 10 kassa. Nú liðu 3 ár. Þá fæ ég boð um að koma til Reykjavíkur og sæltja uppgjörið eftir síðustu vertíð. Þeg- ar ég hafði tekið við reikningi og þeim krónum sem eftir voru, en þær voru víst ekki margar, þá opnar skipstjórinn skáp sem stóð við einn vegginn. Dregur hann þar upp brúsa af sjenever og segir um leið og hann leggur hann á borðið. „Þetta eru síðustu drop- arnir sem við fiskuðum í Garð- sjónum forðum daga.“ Ég spurði hann hvort allt hefði komist til skila, en fékk þau svör að það væri hans mál og kæmi ekki öðr- um við. Noklcru seinna hitti ég bónda að austan og aðspurður um þetta sagðist hann hafa fengið sömu svör og ég við sömu spurn- ingu. En víst má segja eins og skagfirski bóndinn sagði: „Er nú drukkið allt sem ég átti í morgunsárið." Landmennirnir voru undrandi yfir þessu daglega fylleríi. Þeir reyndu með öllum ráðum að hafa það upp úr okkur þessum tveirn- ur, sem ekki drukkum, en við sögðum fátt, og lugum því litla sem við sögðum. En eitt er víst, þessi sök er fyrnd. Ég gat þess í upphafi að ég kynni tvö erindi úr kvæði sem ort var um Marían og Trausta málið. Það kann að vera að einhvers stað- ar sé brugðið út af réttum texta en ekki held ég að það sé til baga. Þetta kvæði var birt í revíu sem ég man nú ekki lengur hvað hét. Annað hvort var það Haustrign- ingar eða Spánskar nætur. Hefst hér nú kvæðið. Úr Grindavík flaug sú fregn um storð, sem fæstum kunnug var, að splæsað menn gætu sprútt um borð í spekúlanti þar. Sá hafði úr suðri siglt um höf með suðuspritt og skó. Hann ætlaði að hafa hér enga töf en orðið að dveljast þó. Því Bjarni hann var að braska í því þar að Björn gæti hann talað í ró. Halló, halló, halló, í símann sagði hann og sjá ég kominn er nú heim með Maríann. Ha, sprútt? Já, sprútt, í lange baner lossis kan og sendi svo boð, með bíl eða gnoð til Maríann. En lögreglan ekki á liði lá og lúmsk hún reyndist hér, Til Sandgerðis í svip sér brá með signor Nóvember. I hlöðuna inn með bræði braust en bóndinn skalf sem strá, því illt var að láta það aftur laust, sem inni í þeim stabba lá. Hverri flösku og kút þeir fleygðu þarna út það var ógurlegt alveg að sjá. Og heiðardysið fræga hitti líka hann því herra Ingimundur beint á þefinn rann. Hann reif og tætti uns hann tíu dunka fann og í bílinn bar hann allar birgð- irnar úr Marían. Ritað í janúar til mars, 1984. Faxí óskar Suðurnesjamönnum og öðrum landsmönnum gleðilegs sumars Oskum starfsmönnum og viöskiptavinum gleðilegs sumars þökkum samskiptin á vetrinum RAMMIH/F Sími 92-6000 FAXI 119

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.