Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 21

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 21
Sigurður B. Magnússon, skipstjóri: Hmkninga sjóferð Faxi hefur beðið mig að segja frá hrakningum, sem ég lenti í á m/b Guðnýju árið 1941. Við vorum á útilegu, sem kallað var, vestur við Jökul á m/b Guð- nýju, 42 tonna bát. Þann 27. febr- úar fórum við í róður og lögðum línuna út á svokallaða Jökul- tungu. Þegar við erum langt komnir að draga línuna fór að hvessa á N A og var komið hvassviðri um 12 leyt- ið. Mig minnir að við legðum af stað áleiðis undir Jökulinn um eitt leytið. Var þá komið NA rok og gekk ferðin hægt. Vegna veð- urs urðum við að fara með hægri ferð. Það var mikið ffost og hlóðst mikið á bátinn og þurfti alltaf að vera að berja af klakann og það var erfitt verk í þessu veðri, en það voru góðir menn um borð, sem stóðu sig vel. Eftir 8 tíma siglingu í mjög vondu veðri sáum við grilla í Malarrifsvitann og var þá farið að dimma. Annars sást mjög stutt vegna misturs í lofti og snjókomu annað slagið. Ég vil geta þess hér að við vorum tæpa tvo tíma að sigla á miðin um nóttina. Á landstíminu var ég búinn að heyra í skipum, sem lágu á Bervík og áttu í erfiðleikum vegna þess að legufærin héldu ekki vegna veðurs. Því datt okkur í hug að setja út ljósbauju og andæfa við hana um nóttina. Var það gert klárt og leyst utan af baujufærinu. En þegar það var búið kom hnút- ur á bátinn og tók baujufærið með sér og fór það í skrúfuna og allt var stopp. Var nú ekki glæsilegt útlitið að eiga eftir að reka út í þetta fárviðri aftur eftir að vera búnir að baksa við að komast í landvar í 8 klst. Ég vissi að það lágu togarar á Bervík svo ég kallaði í þá í gegn- um talstöðina og bað þá um hjálp til að komast í var. TVeir togara- skipstjórar voru búnir að svara mér og sögðust þeir ekki treysta sér að hreyfa skipin. En rétt á eftir kallar Vörður frá Patreksfirði og sagðist ætla að reyna að koma. Skipstjóri á Verði var Gísli Bjamason. En rétt á eftir kemur skip með öllum ljósum rétt að okkur, svo við gátum kallað til þeirra og beðið þá um hjálp, en þeir sögðust hafa nóg með sig og héldu áfram. Höfðu þeir stefnu á Sigurður B. Magniísson, skipstjóri. Reykjavík að okkur fannst. Þetta var togarinn Gullfoss og fórst hann í þessu veðri. Um ellefu leytið um kvöldið kom Vörður og vorum við þá komnir út í hauga sjó og vitlaust veður, svo það var ekki hægt fyrir hann að fara það nærri okkur að þeir gætu kastað til okkar línu. Fór hann þá að reyna að skjóta til okkar úr línu- byssu og hittu þeir í fimmta skoti. En á meðan við vomm að reyna að draga til okkar línuna fékk Vörð- ur á sig brotsjó og lagðist á brúar- væng og slitnaði þá línan. Gísli kallaði þá í okkur rétt á eftir og sagði að þetta væri tilgangslaust og sagðist hann mundu láta reka með okkur um nóttina og reyna að hafa okkur til hlés við sig, sem hann og gerði og hellti lýsi og grút í sjóinn til að lægja brotin. Þama á meðan við vomm á rekinu feng- um við á okkur brot, sem hálf- fylltu stýrishúsið og fór talsverður sjór ofan í bátinn og vélin stopp- aði. Vomm við þá ljóslausir um stund en eftir dálítinn tíma komst vélin í gang svo við fengum ljós aftur. Við vomm með jullu í davíðum og urðum við að skera hana af okkur, því hún var orðin full af sjó og klaka. Eins fór mest allt lauslegt af dekkinu. í birtingu um morguninn var að- eins farið að lægja veðrið. Gat þá Vörður kastað til okkar línu og tekið okkur aftan í og gekk nú allt áfallalaust eftir það, en hann var 24 tíma með okkur upp undir Jökulinn aftur. Þar var lagst við akkeri og smíðuðu vélamenninir fyrir okkur skrúfuhníf og með honum gátum við skorið færið úr skrúfunni. Eftir að því var lokið komumst við síðan af sjálfsdáðum til Reykjavíkur. Síðan var aftur farið á miðin fyr- ir vestan, þegar búið var að koma öllu í samt lag aftur um borð. Það var vel gert af þeim á Verði, að fara út í þetta veður þegar engir aðrir treystu sér til að koma okkur til hjálpar. Ég er búinn að stunda sjó lengi og er þetta eitt það versta veður sem ég hef lent í. 4 M/b Guðný GK 315 að koma til hafhar á Sigluprði drekkhlaðin af'stld. Póst- og símamálastofnunin í Keflavík auglýsir Þeir símnotendur sem óska eftir breytingum í símaskrá, svo og þeir sem óska eftir skráningu aukanafna og farsíma veröa aö vera búnir aö því fyrir 21 desember 1986 svo aö ný nöfn og allar breytingar komist inn í símaskrá 1987. FAXI 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.