Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 79

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 79
IÞROTTIR Berjast — berjast - betjast. Bylgja, Björg, Anna Marta og Sunneva hleypa í sig ham, áður en haldið er út á leikvöllinn. Við munum hér á Faxa reyna að fylgjast með íþróttamálunum á næstunni. í þetta skipti ætla ég að fjalla lítilsháttar um körfuknatt- leikinn. Nú er vetrarvertíð komin á fullt hjá íþróttafólki á Suðumesjum. í Grindavík má strax sjá merki þess, að þar er komið gott og stórt íþróttahús. Sérstaklega em yngri flokkarnir í körfunni orðnir dug- legir, t.d. hafa stúlkumar velgt mótherjum sínum undir uggum. Þær leika nú í fyrstu deild og unnu sinn fyrsta sigur um daginn, þegar þær sigmðu Hauka. Verður þess ömgglega ekki langt að bíða, að þriðja stórveldið í körfu rísi hér á nesinu. Úrvalsdeildin í körfu Að sjö umferðum loknum er staðan þannig í deildinni, að ÍBK og UMFN sitja í efstu sætunum og hafa bæði fengið 10 stig. Gunnar Þorvarðarson hefur nú þjálfun á hendi í Keflavík, en Valur Ingi- mundarson, hinn frábæri leik- maður UMFN stígur nú sín fyrstu spor sem þjálfari meistaraflokks hjá UMFN. Það er erfitt verk að vera bæði leikmaður og þjálfari, en ég er ekki í neinum vafa um að Vali ferst það vel úr hendi. Gunn- ar hefur mikla reynslu sem þjálf- ari og hann hefur mjög góðan efni- við að vinna úr. Af því sem ég hef séð til liðanna í vetur, þá álít ég þessi tvö lið jafnbestu liðin, en- Valsmenn koma ekki mjög langt á eftir. Það sem kemur sennilega til með að ráða úrslitum er hinn mikli stuðningur sem ÍBK og UMFN hafa frá áhorfendum hér syðra. Ég er þess fullviss, að í vet- ur eigum við eftir að sjá 700—1000 áhorfendur á bekkjunum í Kefla- vík. Eins og kunnugt er, þá flutti ,,Spóinn“, þ.e. ívar Webster til Akureyrar í haust. Haukar hafa á engan hátt getað fyllt það skarð sem hann skildi eftir, þannig að þeir munu á endanum berjast við KR um fjórða sætið í úrslita- keppninni. Fram er í dag það langt á eftir hinum liðunum, að ef þeir fá ekki liðsauka, þá bíður þeirra ekkert nema fall í fyrstu deild. Erlendir leikmenn Ég er þeirrar skoðunar, að aftur eigi að leyfa erlendum leikmönn- um að leika hér á landi. Þrátt fyrir að einstaka leikir í Úrvalsdeild- inni séu vel leiknir og ágætlega spennandi, þá vantar mikið á að leikirnir í heild verði sú skemmt- un fyrir áhorfendur sem góður körfubolti getur verið. Tilkoma íþróttahússins við Seljaskóla í Reykjavík hefur gert það að verk- um, að Reykvíkingar standa nú svo til jafnfætis Suðurnesjamönn- um hvað aðstöðu snertir. Hér áður fyrr, þegar erlendir leikmenn léku með liðunum, þá stóð það liðun- um fyrir þrifum, að þurfa að leika í húsum sem aðeins tóku um 180—200 áhorfendur, á meðan hér fyrir sunnan komu 500-700 manns á leiki. 1. deild kvenna Stúlkurnar í ÍBK hafa í vetur sýnt ótrúlegar framfarir. Þegar nú lokið er 5 umferðum í mótinu, þá sitja þær í fyrsta sæti með 8 stig, töpuðu naumlega gegn KR. Eg spái þeim velgengni áfram í vetur, því breiddin í liðinu fer vaxandi og liðið í heild er jafnara en önnur lið. Ég vil hvetja áhorfendur til að veita þessum leikjum meiri at- hygli. Það er alls ekki minni skemmtun að því að sjá leikina hjá stúlkunum en hjá piltunum. Aðrir flokkar Og fyrst við erum að tala um körfubolta í Keflavík, þá sakar ekki að geta þess, að mjög vel gengur í öðrum flokkum. Ætli hlutfallið sé ekki þannig, að á móti hverjum 5 leikjum sem vinn- ast, þá tapast einn. Ékki sem verst það. í næsta blaði mun Faxi taka fyrir handknattleik, en ÍBK leikur sem kunnugt er í 2. deild og verður gaman að fylgjast með gengi liðs- ins þar. Helgi Hólm. KEFLAVÍK Auglýsing um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá föstudeginum 5. desember 1986 til mánudagsins 31. desember 1986, aö báöum dögum meötöldum, er vöru- ferming og afferming bönnuö á Hafnargötu á almennum afgreiöslutíma verslana. Á framangreindu tímabili veröa settar hömlur á umferö um Hafnargötu og nœrliggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eöa umferö ökutœkja bönnuö meö öllu. Veröa þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna.' KEFLAVÍK, 1. DESEMBER 1986 LÖGREGLUSTJÖRINN í KEFLAVÍK FAXI 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.