Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 66

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 66
Ukrainumanna. Þar var skoðað risastórt páskaegg. Seinni hluta dags var svo komið til Regina, sem er höfuðborg Saskatchewan- fylkis. Þar var dvalið í eina nótt og síðan haldið áfram til Winnipeg. Hér eru mikil hveitiræktunarhér- uð og svo langt sem augað eygði var ekki annað að sjá en akra og tún. Hvergi sést fjall og varla mis- hæð í landslaginu. Nú fóru margir að skilja hvað átt er við þegar talað er um slétturnar miklu í gömlum landnemabókum. Margir voru fegnir að komast á gamla hótelið sitt í Winnipeg, enda vorum við búin að ferðast þúsundir kíló- metra á nokkrum dögum í rútum. Þó hygg ég að fáir hefðu viljað missa af þessu rútuferðalagi, þeg- ar upp var staðið. Nú er kannski ekki mikið að sjá þegar ekið er um endalausar sléttur, en þá fyrst gerir maður sér grein fyrir því hversu óskapar stærð er á þessu landi. 20. ágúst. Miðvikudagur og í ferðaáætlun stendur: , ,Frjáls tími ffam til kvölds, þá verður efnt til kveðjuhófs“. Gat það verið að tím- inn væri búinn og þetta ævintýri á enda? Ekki alveg, við áttum eftir að kveðja vini okkar og velgjörð- armenn, sem höfðu borið okkur á höndum sér alla ferðina. Það átti að hittast í Norræna húsinu í Winnipeg klukkan sex síðdegis. Húsakynnin voru stór salur og svo minni herbergi fyrir hvert Norðurlandanna. Eg skildi það ekki alveg þarna í Kanada, hvað vegalengdir skipta litlu máli fyrir þetta blessað fólk, sem sumt hafði komið langa leið, að mér fannst til að kveðja okkur og hlusta á það sem við höfðum fram að færa. Þvílík lífsreynsla að hitta þetta góða fólk, sem umvafði mann af elsku og ástúð. Hafi ég nokkum tíma orðið hrifinn af söngstjóra okkar, Siguróla Geirssyni, og okkar yndislega undirleikara, Ragnheiði Skúladóttur, þá var ég það þetta kvöld. Stemmningin var Hluti kórfélaga og gesta þeirra í áningarstað. Myndir: Þórður Ingimarsson um sið, sungið og skipst á gjöfum. Þökk sé þeim hjónum fyrir ánægjulega kvöldstund. 15. ágúst. í dag lögðum við af stað aftur austur á bóginn. Næsti gististaður var í Jasper, sem er lít- ill ferðamannabær, hátt upp til fjalla. Leiðin frá Vancouver til Jasper er víða hrikaleg. Vegurinn liggur meðfram Fraseránni þar til komið er til bæjarins Lytton. Þar er beygt í austur og fylgir vegur- inn Thompsonánni upp í fjöllin. Vegurinn liggur víða hátt á þess- um slóðum og stuttu áður en komið er til Jasper er farið hjá Mount Robson, sem mun vera hæsta fjallið í kanadísku Kletta- fjöllunum. Eins og áður sagði er Jasper mikill ferðamannabær. íbúamir, rúmlega 3000, lifa nær allir af ferðamannaiðnaði bæði sumar og vetur. I Jasper var gist í eina nótt á Lobstick Lodge, mjög skemmtilegu hóteli. Snemma næsta morgun var svo lagt af stað áleiðis til Edmunton. Nú lá leiðin niður úr fjöllunum og hinar enda- lausu sléttur tóku við. Þegar við fómm að nálgast Edmunton fór að bera meira á olíu og gasvinnslu- stöðum. Ekki virtist þó nema lítill hluti olíudælanna vera í gangi og er það líklega vegna hins lága olíuverðs. Þegar komið var til Edmunton, lá leiðin fyrst í mikla verslunarmiðstöð The Mall, sem er sögð vera sú stærsta í heimin- um. Þar innan dyra rúmast flest það sem einn maður getur hugsað sér. Þar em undir einu þaki yfir 800 verslanir og yfir 100 veitinga- hús, einnig er þar tívolí, sund- laugar, skautahallir og yfirleitt flest sem nöfnum tjáir að nefha. Sem dæmi um stærðina á þessari miklu byggingu má nefna að það em 15 km kringum það. Þessi mikla verslunarmiðstöð mun vera í eigu Araba. í Edmunton, sem er höfuðborg Albertafylkis, var Upphitað fyrir konsert, sem haldinn var f kirkju f Seatle. dvalið í tvo daga og seinni daginn var sungið í kirkju í Edmunton. Húsfyllir var og kómum vel tekið. Þar sungu einnig ,,Saga Singers", sem er kór fólks af íslenskum ætt- um í Edmunton. Hér eins og annars staðar sá ís- lendingafélagið á staðnum um undirbúning konsertsins og fórst það vel í alla staði. Nú er kominn mánudagur 18. ágúst, og í dag er ekið frá Ed- munton til Regina. Nú liggur leið- in yfir endalausar sléttur. Á þess- um slóðum býr mikið af fólki af úkrainskum ættum. Stansað var í rúma stund í smábænum Veqre- ville, sem telst höfuðstaður Félagamir vel mettir og afslappaðir eftir góða fiskmáltíð nœrri höfninni f Seatle. 342 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.