Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 85

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 85
hafi verið 100—200 metra frá landi framundan blómlegum og vel hirtum sveitabæ. Veður var gott, N.A. gola, en bætti í vindinn þeg- ar á leið kvöld. Um nóttina var legið fyrir akkeri á Drangsnesi, og um morguninn var akkerið dregið inn og haldið þangað, sem netin voru lögð kvöldið áður, en þegar þangað kom, voru engin net sjá- anleg. Hvað var nú? Hvað hafði gerst? 5 belgir á hvorri trossu. Einn belgur á hverjum netaskil- um. Gat það verið að allt væri sokkið og þá vegna mikils afla. Ekki var það trúlegt, ef miðað skyldi við afla dagana á undan. Ýmsar getgátur voru uppi um hvað orðið hefði af netunum. Einn hvað upp úr með það að netunum hefði verið stolið, farið með þau í land og þá væri ekki um annað að gera en fara í land og leita. Ekki vildu menn fallast á þessa tillögu, en eftir miklar umræður var sam- þykkt að fara í land og láta sem við værum aðeins að skoða okkur um, en hafa augun hjá okkur ef eitthvað skyldi bera fyrir. Var nú léttbáturinn settur á flot og róið í land. Það mun hafa verið all al- gengt, ef menn fóru í land og komu á sveitabæi, að þá var beðið um mjólk til kaupa, og í þetta sinn var það haft að yfirvarpi að fá keypta mjólk. Ekki var það mögu- legt því mjólkun var ekki lokið. Við sáum nautgripi á beit í gil- dragi rétt hjá bænum og við nán- ari athugun reyndust það vera geldneyti. En það reyndist vera fleira í þessu gildragi en gelneyti. Þar voru líka síldamet. Þessi net sem við vorum með voru merkt, leðurbót var bensluð á báðar klæmar og á þessar leðurbætur var brennimerkt Á.P. (Ásgeir Pét- ursson). Líklega hafa þjófamir ekki séð þessi meki, nema þeir hafi verið svo ömggir með felu- staðinn, sem var svolítið moldar- barð og mokað mold að, þeim megin, sem að sjónum snéri. Ég veit ekki hvort við urðum glaðir yfir þessari uppgötvun, en þama höfðum við nokkuð erindi sem erfiði. Við áttum ekki frekari orðaskipti við heimamenn, en tókum hvor okkar 2 net. Við vor- um 4 en netin 8 og bámm við þau til sjávar, og rémm með þau um borð í Bám. Þetta sumar 1930 var allmikil útgerð á Drangsnesi. Þar var Andrés Runólfsson úr Hafnar- firði allt í öllu eins og sagt er. Þama vom 3 systur úr Garðinum, Guðrún og Sigríður, tvíburar og Pálína Þorleifsdætur frá Hofi í Garði. Þar var einnig Matthías Oddsson frá Presthúsum tilvon- andi eiginmaður Guðrúnar. Þar var og Júlíus Daníelsson frá Garðabæ í Grindavík, og að síð- ustu Gestur Einarsson ættaður frá Patreksfirði, Gestur og Pálína urðu hjón. Júlíus og Sigríður urðu einnig hjón. Ég gæti eflaust spunnið þennan þráð lengur en það yrði kannski hvomgum til ávinnings, höfundi né lesanda. Um það bil 25 árum síðar en neta- stuldurinn átti sér stað, var ég samtíða manni ættuðum af Ströndum og þá bar þetta mál á góma. Hann segist ekki rengja þessa sögu. Ég sagði að auðvitað væri mér sama hvort hann tryði sögunni eða ekki, því ég væri að fara þarna með satt mál. En þó við hefðum þessa reynslu af þeim í Steingrímsfirði, þá hefur mér lík- að vel við þá menn, sem ég hefi kynnst af þeim slóðum, þeir em greindir margir hverjir hraust- menni og afkastamenn við vinnu. Ég mun ekki fordæma skóginn þó ég fyndi þar eitt fölnað lauf. Skrifað í maí 1984. Matthías Hallmannsson. INNROMMUN SUÐURNESJA Keflavík - Sírni 3598 FAXI 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.