Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 51

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 51
þannig uppbyggingu og menning- arlíf á Suðurnesjum. Svar 6. Ég óska þess auðvitað að hann vaxi enn meir og eflist á komandi árum. En ég bið einnig um visku og vísdóm starfsmönn- um hans til handa. Því menntun er stöðugt að verða sérhæfðari og möguleikarnir virðast óendanleg- ir. Unglingarnir eru vart nógu þroskaðir þegar þeir þurfa að velja sér braut, velja sér fög og hafna öðrum, byrja að leggja grunninn að ævistarfi. Þekking er ekki allt, við þurfum vísdóm til að nota þekkinguna á réttan hátt, annars er voðinn vís. Við þurfum vísdóm til að velja rétt. Sigríður Jóhannesdóttir Ég þakka kærlega fyrir að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá tækifæri til þess að lýsa í Faxa viðhorfi mínu til, ,gamla skólans" og því hvað á daga mína hefur d- rifið síðan ég kvaddi hann síðast. Ég lauk námi af málabraut frá Fjölbrautaskóla Suðumesja vorið 1983. Þaðan lá leiðin beint í Há- skólann og varð Heimspekideild fyrir valinu. Þar lagði ég stund á íslensku með sagnfræði sem aukagrein. Þessu námi hespaði ég af á þremur árum því að mér lá á að komast út í atvinnulífið enda gift og tveggja barna móðir. Á meðan á námi mínu í Háskól- anum stóð var ég þess ekki vör að ég stæði neitt verr að vígi en stúd- entar frá öðrum framhaldsskólum og hlýtur það því að reiknast Fjöl- brautaskólanum til tekna. Það er ekkert vafamál að Fjöl- brautaskólinn hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Suðurnesin. Ég er þess alveg fullviss að tölu- verður hluti þeirra nemenda sem stundað hafa þar nám, hefðu hætt nái að loknu grunnskólaprófi ef hans hefði ekki hlotið við. Annað mikilvægt atriði varð- andi gildi Fjölbrautaskólans fyrir Suðurnesin er búsetuþátturinn. Sagan segir okkur að fæstir sem fara frá sinni heimabyggð til fram- haldsnáms, snúa aftur. En það er einmitt hlutverk skólans að gefa fólki kost á að ljúka námi án þess að til mikilla búsetuflutninga þurfi að koma. Þess vegna er sorglegt til þess að vita að stjómvöld virðast ekki skynja mikilvægi skólans a.m.k. sýna þau það ekki í verki því að fáir skólar eru jafh afskiptir af stjórnvöldum og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. En við verðum að vera bjartsýn svo framarlega sem við erum Suð- umesjamenn. * Gunnar As Vilhjálmsson 1. Ég útskrifaðist úr FS með stúdentspróf vorið 1980. 2. Nátt- úrufræðibraut. 3. Ég hóf nám í læknisfræði við Háskóla íslands haustið 1980 og útskrifaðist það- an vorið 1986. Síðan hef ég starfað sem aðstoðarlæknir á sjúkrahús- um í Reykjavík og mun gera til vors. Þetta er kallað kandidatsár- ið og er í raun síðasta stig læknis- ffæðinámsins til að ná fullum rétt- indum og fá leyfi til að hefja sér- nám. Einnig hef ég unnið við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar úti á landi í fríum frá náminu. Fyrst sem meinatæknir og síðar við afleysingar lækna eftir því sem náminu fleygði fram. 4. Undir- búning minn tel ég hafa verið al- mennt sambærilegan við undir- búning samstúdenta minna í læknadeild. Þó verð ég að viður- kenna að á vissum sviðum hafi honum verið ábótavant. En það er að mínu mati ein- göngu því að kenna að þegar ég stundaði nám í FS var hann svo til nýstofhaður og ýmsir byrjunar- örðugleika til staðar, sem ég er fullviss um að hafa nú verið yfir- stignir. 5. Það er sannfæring mín að tilvist FS sé ómetanleg fyrir Suð- urnesjabúa. Það er ósegjanlega mikils virði fyrir unglinga að geta stundað nám frá heimilum sfn- um. Hefur FS eflaust bjargað mörgum frá því að flosna upp frá námi vegna óþæginda og kostnað- ar við að sækja skóla fjarri heima- byggð sinni, aðeins 16 ára að aldri. Ég óska FS alls hins besta í ffamtíðinni. Ég vona að honum bætist hæfilegt húsnæði og tæki eftir því sem kröfurnar aukast og nemendum fjölgar, og við hann starfi góðir kennarar. Það tel ég eitt af meginatriðunum, svo hann geti þjónað þeim tilgangi sínum að undirbúningur útskrifaðra nem- enda sé sem allra betur. Að lokum vil ég taka fram að ég get með góðri samvisku ráðlagt hverjum sem er að hefja nám við FS. Lilja Margrét Möller Ég lauk stúdentsprófi ffá Upp- eldisbraut Fjölbrautaskóla Suð- umesja vorið 1983. Haustið 1983 hóf ég nám við Kennaraháskóla íslands og lauk þaðan prófi sl. vor. Á liðnu hausti hóf ég kennslu við Hólabrekkuskóla í Reykjavík. FS reyndist mér gott veganesti fyrir KHÍ, einkum þó sálarfræði og félagsffæði. Ég tel FS vera nauðsynlegan fyr- ir þau sjö sveitarfélög sem að skól- anum standa, hvað varðar at- vinnuuppbyggingu og aukna þörf fyrir menntun. Það er mikilvægt að geta veitt þá grundvallar- © menntun sem samfélagið gerir kröfu til. Tíu ár em ekki langur tími í sögu skóla, en þó afar mikilvægur. Á þessum fyrsta áratug er lagður gmndvöllur, sem þróast í sam- ræmi við kröfur samfélagsins og þarfir nemenda hverju sinni. Ég óska FS til hamingju með áratuginn og velfamaðar í nútíð og framtíð. 1. Ef bam býr við neikvœða gagnrýni, lœrir það að for- dœma. 2. Efbam býr við fjandskap, lœrir það að berjast. 3. Ef bam býr við háð, verður það feimið. 4. Efbam býr við skömm, fœr það sektarkennd. 5. Ef bam býr við umburðarlyndi, lœrir það þolinmœði. 6. Efbam býr við hvatningu, öðlast það sjálfstraust. 7. Efbam býr við lof, öðlast þaðjákvœtt mat. 8. Ef barn býr við sanngirni, lœrír það réttsýni. 9. Ef barn býr við öryggi, öðlast það trú. 10. Efbam býr við jákvœtt viðhorf, er það sátt við sjálft sig. 11. Efbam býr við sátt og samlyndi, leitast það við að lifa í friði við Guð og menn. FAXI 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.