Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 32

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 32
Við erum hérsarmm komin á þess- um degi til þess að fagna komu jól- anna, sem em á mesta leiti, aðeins nokkrir dagar þangað til hátíð Ijóssins rennur upp. Menn hafa haldid hátíðir af ýmsu tilefni eins lengi og sögur herma. Þar eiga hinir frumstædu og sidmennt- udu jafnan hlut. Allir vilja gera sér dagamun þegar hæfa þykir. Vidhöld- um jólin til þess að fagna lífi og Ijósi sem birtist okkur í fædingu Jesú Krists. Og þó höfdu menn haldið jól löngu fyrir Krists burð aföðru tilefni. Þau eru svo forn siður, að við vitum ekki einu sinni með vissu, hvað orð- ið þýddi í öndverðu. Einn þáttur í jólahaldinu er þó enn hinn sami frá upphafi vega — að fagna því að skammdeginu lýkur og sólin fer aftur að hækka á lofti. Þess vegna hafa sumir talið líklegt, að orðið jól væri í raun hið sama og sól í örlítið breyttri orðmynd. En aldir liðu frd Krists burði áður en farið var að halda jólin sem fæð- ingarhátíð (relsarans. Sagnir eru ekki um það, að kristnir menn í Róm færu að halda jól að sínum sið 25. des. fyrr en árið 354 eftir Krist. Það setti svip sinn á jólahald krist- inna manna þegar í upphafi, að áhersla var lögð á að hreinsa þessa fornu sólhvarfahátíð af heiðnum táknum og siðum, en gæða hana kristnu innihaldi sem hælði afmæli Jesú Krists. Hún varð hátíð hins nýja heimsljóss, sem birtist börnum jarð- arinnar með komu Krists. Jólatréð setur öðru fremur svip sinn á jólin nú orðið og þykir sjállsagt tákn Ijóss og gróðrar á þiessari hátíð, bæði i sveit og við sjó. En það er ekki ýkja langt síðan jólatréssiðurinn festi ræturhérá landi, varla meira en öld, og hann varð ekki almennur hér fyrr en á þ>essari öld. Ymsir nýir jólasiðir hafa komið til á síðari árum, en aðrir lagst niður með breyttum lífsháttum, og þykir mörgum skaði að því. Hinir eldri, sem leita barnsins í sjálfum sér á jólum, sakna margs sem gladdi mest forðum daga og kunna nýja- bruminu ekki ætíð vel. Jólafastan mirmir okkur á að komirm sé tími til að búa okkur undir jólin. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir 25. desember — jóladaginn. Kirkjuárið hefst með jólaföstunni. Jólafastan er líka kölluð aðventa — tími eftirvænt- ingar og tilhlökkunar. Aðventukrans- ar þeir, sem sumir gera úr grænum greinum, festa t kerti og skreyta með híbýli sín, eru nýleg fyrirbæri hér á landi og hefur borist hingað frá Norð- urlöndum. Og hið sama má segja um aðventuljósin. Kertin í aðventu- kransinum eru fjögur, hvert helgað einum sunnudegi aðventunnar, og 308 FAXI Eyþór Þórðarson Hugleiðing um jólin Flutt í jólafagnaði hjá Styrktarfélagi aldraðra á Suðumesjum 1976 kveikt á hinu síðasta á aðfangadags- kvöld. Undirbúningur jólanna er mikið verk og erfitt þar sem vel er til vand- að, og leggst ekki síst á húsmæðurn- ar. íburðurinn virðist sífellt færast í aukana, og væri vert að íhuga, hvort ekki sé eytt ofmikilli fyrirhöfn og fjár- munum í fretta, og hvort sllkt hæfi vel í minningu fátæka barnsins sem fæddist Ijötu. Þótt við viðurkennum, að hægt séað ganga of langt l þessum efnum, er rétt að minnast þess, að þ>að er allt gert af góðum hug til þess aðgleðja og gera stundina hátíðlega. Og vafalaust hefur ætíð verið tjaldað því sem til var á jólum, en fjárráðin voru minni áður, og jólainnkaupin í samræmi við það. En fólkið lagði hart að sér á haustmánuðum og jóla- föstu við tóskapinn t sveitunum til þ>ess að hafa einhvern gjaldeyri til jólakaupanna. Þá áttu nær allir ís- lendingar heima l sveit, og svo var farið í kaupstaðinn með það sem hafði verið spunnið og prjónað eða ofið á löngum kvöldvökum til þess að kaupa til jólemna. A þeim tlma var jólafastan mikill annatími, og enginn dró af sér, þvl að auk jólainnkaup- anna varð eftil vill aðgreiða skuldina hjá kaupmanninum fyrir áramótin. í bókinni ÍSLENSKJR ÞJÓD- HÆJTIR er vinnu fólksins á jólaföst- unni lýst á þiessa leið: ,,Eyrst eftir að sláturttðinni var lok- ið, var byrjað að vinna á hendur og fætur heimafólksins, til þess að vera viðbúinn vetrinum. En þtegar Jxtð var búið, var tekið til óspilltra málanna við tóvinnu til kaupstaðarvöru. Það var nú sjálfsagt að halda áfram af kappi allan veturinn, en aldrei var Jxi betur að gert en fyrir jólin. Þá var kappið svo mikið, að fólkið fékk ekki meira en hálfan svefn, og vökurnar urðu stundum svo langar, að skammt var til dags þegar háttað var, og þar sem fólkið tímdi ekki að kveikja, sat Jxtð í myrkrinu og ham- aðist við prjónaskapinn. Var þá á f- yrri ttmum ekki svo fátttt ad fólk setti vökustaura sem kallaðir voru á augnalokin til þ>ess að sofna ekki. Stundum voru notuð baulubein úr Jxjrskhöfði eða eyrnabein úr fiski. Stóðu þ>á endarnir í skinnið og varð fjá mjög sárt að láta aftur augun." Það var ekki tekið út með sældinni að halda jól í þé daga. Við þiekkjum öll maigbreytileika jólagjafanna nú á dögum, en þegar best lét á árum áður voru algengustu gjaftrnar eitt af fernu — nærföt, sokk- ar, skór eða vettlingar. Ekki þótti annað hæfa en hver heimilismaður fengi a.m.k. eina nýja flík til jólanna. Annars var sagt að fólk færi l jólaköttinn. íöllum löndum heims þar sem jól eru haldin hafa menn trúað á jólasveina. Vlðasthvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.