Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 25

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 25
JON TOMASSON: ísland er stórkostlegt land Brátt er á enda eitt athyglisverðasta ár í sögu okkar íslendinga. Lítt þekkt smáþjóð á harðbýlli eyju,, ,við hin ystu höf ‘ - þjóð sem hefur frá landnámstíð verið einangruð á hjara veraldar og búið við kröpp kjör, — varð á skömmum tíma í sviðsljósinu og aldrei eins og á þessu ári, sem brátt er að kveðja. Nokkrar meginástæður má tilgreina: Við eignuðumst fyrir ári síðan , .Ungfrú heimur“ — fallega, hátt- prúða, yfirlætislausa, velgerða og elskulega stúlku, sem bar hróður íslands vítt um lönd. Það var eins og staðfesting á því sem áður var vitað og forseti okkar, frú Vigdís Finnbogadóttir, hafði frætt þjóðir heims um, að á íslandi væru kvenkostir góðir — og að Islendingar væru þeirrar gerðar að þeir mætu fólk eftir kostum þeirra en ekki kyni. Þá hafa afreksmenn okkar enn einu sinni vakið athygli með frá- bærum afrekum á þessari litlu þjóð. Það hlýtur að vera spurt um land og þjóð sem á sterkasta mann heims, Jón Pál Sigmarsson, sundgarpinn okkar Eðvarð Eðvarðsson, sem er í hópi 10 bestu sund- manna heims. Hver er sú þjóð sem leggur til alla þessa fimu bolta- menn - bæði í fót- og handbolta? Eða sú þjóð sem á fjögurra manna sveit, sem nær jöfnu við risaveldið Rússland í þeirra höfuðíþrótt, skákinni? Og enn kunna ókunnugir að spyrja — hvar er það land, sem er svo lítið og vamarlaust, að sjálfskipaðir verndarar dýralífs í sjó - Grænfriðungar - geta óáreittir gengið um og eyðilagt atvinnu- tæki heillar atvinnugreinar? Og gengið á snið við alþjóðasamþykktir í hvalveiðimálum. Hjá þjóð er lifir að 80% af gjöfulu, ómenguðu sjáv- arlífi - sem þjóðir, er búa við gjörspillta náttúru, kaupa dýru verði. Já og hvar býr sú þjóð sem vermir og lýsir hús og híbýli sín með frumgerð náttúru jarðar — innra eldi - eyðir ekki skógum og mengar ekki andrúmsloft með sóti og kolsýringi? ísland — þangað sem þúsundir blaðamanna frá öllum heimshorn- um þustu á haustdögum til að flytja þaðan fréttir af heimssögulegum tíðindum - tíðindum sem gátu skipt sköpum fyrir allt mannkyn - já, allt líf á jörðu. Það hlaut að vera stórkostlegt land og þjóðin sem það byggði, fyrst þar var valinn fundarstaður valdamestu manna heims. Fréttaefni um víða veröld. Myndir og umsagnir — næstum allt mjög vinsamlegt og jákvætt - margvíslegur vísdómur og fræðsla sem þjóðum heims var sagður um þetta áður óþekkta land og litlu þjóð, er þar býr. Oft munu þjóðir heims eiga eftir að heyra getið um þennan fund — von- andi oftar að góðu, — en það á sagan eftir að skrá. En hvernig sem heimsmálin kunna að þróast, þá er það víst að ís- land hefur fengið feikilega auglýsingu — hún kostaði stór átak — næstum ofurmannlegt eins og svo margt annað hjá íslenskri smá- þjóð — en við væntum góðs af aukinni þekkingu heimsins á okkur. En nú stöndum við frammi fyrir þingkosningum á næstunni. Því fylgir hættuástand — kannski ekki úrslit kosninga, heldur sú spenna og yfirborð sem kosningaundirbúningi fylgir. Þjóðin verður að treysta stjómmálaflokkum og væntanlegum um- bjóðendum okkar til að vera ábyrgir, ekki aðeins okkar vegna held- ur fyrst og fremst vegna afkomenda okkar, sem taka við þeim byrð- um sem em að verða okkur óbærilegar, — þar á ég við erlendar skuldir og ofmat á lífsgæðum. Kristinn Reyr, Suðurnesja- skáld. er Qölhæfur og mikilvirkur höfundur í mörgum listgreinum. Við Faxa- menn emm dálítið stoltir af frammistöðu hans og látum fátt úr hans ljóðræna ranni fram hjá okkur fara. Ánægja með Suðurnesjaskáldið er ekki einkaréttur okkar Faxamanna þó að hann hafi verið félagi okkar og fyrsti skráður ritstjóri blaðsins okkar. Nei. Hann snertir strengi flestra Suðumesjamanna, enda hér borinn og bamfæddur, alinn hér upp og átt góð viðskipti við flesta — sjálfsagt alla, sunnan Straumsvíkur. Nýjast frá hans hendi er sjöunda nótnahefti hans er hann kallar Fimm valsar er út kom í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.