Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 63

Faxi - 01.12.1986, Blaðsíða 63
málum hér á þessu svæði. Enda hníga mörg rök í þessa átt, bæði sem hafa nú verið nefnd, og áður hafa fram komið. Eg vísa hér til skýrsluHagvangs: „Könnunásam- einingu sveitarfélaga á Suðumesj- um“ frá því í maf 1985. Samstarflð í núverandi mynd hef- ur eftir því sem árin líða sýnt, að á því em meinlegir gallar, og eins og ég og aðrir hafa bent á, þá er það komið að vissum brestipunkti, þar sem það tekur í æ ríkari mæli til sviða, sem krefjast mikilla fjár- muna. Að vísu hefur nefndin gert tillögur til þess að sníða vissa van- kanta af samstarfinu og gætu því leitt til verulegra bóta. En ég tel, að aldrei verði um annað að ræða en það að lappað verði upp á kerfið, sem spanna þarf orðið of víðfemt svið, fjárfrekt og þungt í vöfum, til þess að geta miklu lengur þróast innan marka samstarfshugtaksins. Sveitarfélögin verða að horfast framan í þann vanda, að ef þau eiga áfram að njóta hagkvæmni hinna sameiginlegu átaka, þá verður að finna þeim annan skipulagsfarveg en einfalds samstarfs. Um millihugmyndina, einskonar fylki - Suðumesj abyggð - skal það tekið fram, að þó að hún geti verið nytsamlegt spor í rétta átt, þá er það mín skoðun, að með því sé verið að flækja einfalda hluti. íslenskt þjóð- líf er ekki margflóknara en svo, að tvö stjómsýslustig, sveitarfélög og ríki, sjái alveg nægjanleg vel íýrir þörfum og öryggi íbúanna, þó að því tilskyldu, að sveitarfélögin séu það stór og öflug, að eðlilegt jafnvægi geti þar skapast. Ég viðurkenni, að persónulegar skoðanir mínar hafa ef til vill um of htað þessa greinargerð mína sem framsögumanns nefndarinnar. Ég vona að mér fyrirgeíist þetta, því tækifæmm mínum fækkar til að koma skoðunum mínum á þessum málum, sem em meðal minna hjart- ansmála, að á þessu vettvangi. Lokaorð Að lokum vil ég leyfa mér að þakka þessari samkomu, sveitar- stjómarmönnum á aðalfundi S.S.S., þó hér hafi orðið mikil mannaskipti, afar ánægjulegt sam- starf um langt árabil, þar sem ég hefi notið í ríkum mæli góðs af sam- skiptum við fjölda sveitarstjómar- manna á Suðumesjum. Um leið og ég færi ykkur þakkir, þá óska ég ykkur persónulega alls góðs í starfi ykkar fyrir svæðið okk- ar og íbúa þess, og samtökunum okkar, í hverju formi sem þau svo verða, óska ég giftu í störfum. Að framsöguræðu Tómasar lok- inni urðu miklar umræður um sam- starfsmálin en að umræðum lokn- um vom nýjar samþykktir fyrir S.S.S. samþykktar, eins og endur- skoðunamefttdin gekk frá þeim. Til þess að skýra helstu breytingar, sem í samþykktunum felast, hefur biaðið fengið leyfi Eiríks Alexanderssonar framkvæmdastjóra S.S.S. til að birta bréf er hann sendi öllum sameiginlega reknum fyrirtækjum og stofnunum sveitarfélaganna 27. október s.l. Hér með sendast yður nýjar sam- þykktir fyrir Samband sveitarfélaga á Suðumesjum, sem samþykktar vom á síðasta aðalfundi sambands- ins 11. október s.l. Sérstök athygli er vakin á ákvæð- um í 7. og 8. grein samþyktanna, sem hafa að geyma nýmæli í sam- starfsmálum sveitarfélaganna í fjár- hags- og launamálum. í 7. gr. er fjallað um gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlana sameigin- lega rekinna fyrirtækja og stofnana og settar reglur um áætlanagerðina til samræmingar, þannig að fjárþörf og fjárveitingar til hinna sameigin- legu stofnana verði í samræmi við vilja og fjárhagsgetu sveitarfélag- anna, eftir því sem við verður komið á hveijum tíma. 18. gr. er leitast við að setja reglur, sem er ætlað að tryggja eðlilegt sam- ræmi í launamálum milli sveitarfé- laganna annars vegar og stofnana og fyrirtækja í þeirra eigu eða sem rek- in eru á þeirra ábyrgð hins vegar. Með þessum reglum eru launa- eða kjaramálin falin sérstakri launa- nefnd, sem afgreiðir þau til stjómar S.S.S. til staðfestingar. Viðkomandi stjómir geta þó að sjálfsögðu komið hugmyndum og tillögum á framfæri um meðferð einstakra mála eða um tiltekna samningsgerð. Launanefnd sveitarfélaga mun eftir sem áður annast gerð aðal- og sérkjarasamninga fýrir sveitarfélög- in á Suðumesjum og stofnanir þeirra, eins og verið hefur, nema sveitarstjómimar ákveði annað. Það er von mín að þessar nýju reglur mæti skilningi og velvilja af hálfu viðkomandi stjómamefhda. Vitað var, að samstarf sveitarfélag- anna á Suðumesjum var komið að vissum brestipunkti, vegna þess að enginn aðili var til, sem gat sam- ræmt fjárveitingar og fjárþörf né heldur forgangsraðað sameiginleg- um verkefnum. Ósamræmi og til- viljanakennd vinnubrögð í sam- bandi við launamál vom einnig komin að hættumörkum. Þessum nýju reglum er ætlað að koma í veg fýrir, að upp úr samstarfi sveitarfélaganna á Suðumesjum slitni til óbætanlegs tjóns fýrir íbúa þessa landshluta. Hugmynd að stofnsamningi fyrir Suðumesjabyggð 1. gr. Sveitarfélögin á Suðumesjum, Grindavík, Hafnahreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Keflavík, Njarðvík, og Vatnsleysustrandar- hreppur, stofna með sér samband undir nafninu Suðumesj abyggð. 2. gr. Tilgangur sambandsins er að taka að sér að leysa þau verkefni sveitarfélaganna, sem hag- kvæmt þykir að leysa sameiginlega. Þessi verkefni em: 1. Rekstur dvalarheimila aldraðra. 2. Atvinnuleysisskráning, vinnumiðlun. 3. Bygging og rekstur framhaldsskóla. 4. Samræming og gerð skipulagsáætlana. Gerð svæðisskipulags. 5. Eldvamir og eldvamaeftirht. 6. Sorphreinsun og sorpeyðing. Heilbrigðiseftirht. Meindýraeyðing. 7. Rekstur heilsugæslustöðvar. Rekstur sjúkrastofnana. 8. Rekstur héraðsbókasafns. Rekstur byggðasafns. 9. Gerð aðstöðu fýrir vetraríþróttir. Rekstur fólkvanga. 10. Landgræðsla og landvarsla. Landvemd og friðun. 11. Önnur verkefni, sem sveitarstjómimar verða sammála um að fela byggðarstjóm- inni. 3. gr. Stjóm Suðumesjabyggðar skal skipu 15 mönnum. 8 fulltrúar skulu kosnir bundinni hlutfallskosningu. Byggðarkosning skal fara fram í öllum sveitarfélögunum á Suðumesjum samtímis almennum sveitarstjómarkosningum. Framboðshstar skulu vera sameiginlegir fyrir öll sveitarfélögin (alla byggðina). 7 fulltrúar í byggðarstjóm skulu kosnir af sveitarstjómunum, úr hópi kjörinna sveitar- stjómarmanna, 1 ffá hverri, á fýrsta fundi sveit- arstjómar að afloknum sveitarstjórnarkosning- um. Kjörtímabil byggðarstjómar skal vera fjög- ur ár. Stjómin skiptir með sér verkum og kýs sér for- mann, varaformann og ritara. 4. gr. Stjóm Suðumesjabyggðar hefur á hendi yfir- stjóm á framkvæmdum byggðarinnar og rekstri hennar. Stjómin ræður byggðarstjóra, er veitir byggðinni forstöðu. Byggðarstjóri annast allan daglegan rekstur byggðarinnar. Hann á sæti á fundum byggðarstjómar og hefur þar málffelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt. Byggðar- stjóm skal halda 10 fundi á ári hið fæsta. 5. gr. Byggðarstjóm er heimilt að kjósa úr sínum hópi byggðarráð 5—7 manna. Skal það kjörið til eins árs í senn. Um byggðarráð gilda að öðm leyti sömu reglur og um byggðarráð sveitarfé- laga sbr. VI. kafla 1. nr. 8/1986. 6. gr. Byggðarþing skal haldið ár hvert, jafnaðarlega í októbermánuði, nema á kosningaári, þá eigi síðar en 15. september. Þingið skal boða með dagskrá, sem byggðarstjóm semur, með minnst einnar viku fýrirvara. Allir kjömir sveitarstjóm- armenn á svæðinu eiga rétt til setu á byggðar- þingi. Ennffemur eiga bæjar- og sveitarstjórar og byggðarstjóri rétt til fúndarsetu með mál- ffelsi og tíllögurétti. Á byggðarþingi skal fjalla um eftirgreind mál: 1. Skýrslu byggðarstjómar. 2. Lagðir skulu fram endurskoðaðir reikn- ingar byggðarinnar. 3. Kosnir skulu 2 endurskoðendur og tveir til vara. 4. Kosin skal 5 manna kjörstjóm (á fjögurra ára ffesti). 5. Breytingar á samþykktum þessum. 6. Önnur mál. 7. gr. 'Iékjustofhar Suðumesjabyggðar skulu vera: 1. Framlög ríkisins til þeirra verkefna, sem byggðarstjórn annast, og em sameiginleg verkefni ríkis- og sveitarfélaga. 2. Önnur opinber framlög til verkefna byggðarstjómar og opinber ffamlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga. 3. Ákveðið hlutfah af sam anlögðum útsvör- um og aðstöðugjöldum sveitarfélaganna á Suðumesjum. Hlutfall þetta skal end- urskoða árlega á byggðarþingi en sama atkvæðahlutfah þarf th breytinga á því og til annarra lagabreytinga. Hlutfalhð skal fýrst vera t.d. 30 af hundraði. 8. gr. Samþykktum þessum verður eingöngu breytt á byggðarþingi, enda hljóti tihaga þar um sam- þykki minnst V* hluta atkvæða. Thlögur th breytinga skulu hafa borist byggðarstjóm eigi síðar en mánuði fyrir byggðarþing. 9. gr. Th þess að samþykktir þessar öðlist ghdi þurfa allar sveitarstjómir á Suðumesjum að samþykkja þær. Skulu þær áður ræddar á tveimur fundum sveitarstjóma með a.m.k. einnar viku mhhbih. FAXI 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.