Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 14
FERP ELPRI BORGARA UM I tilefni af fyrirhugaðri stofnun félags eldri borgara á Suðurnesjum þótti ekki úr vegi að bregða upp einni svip- mynd úr starfi Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Starfssvið Félags eldri borgara Reykjavíkur og ná- grennis er umfangsmikið — víðfaðma. Eitt þeirra verk- efna, sem FEB hefur unnið að frá byrjun eru ferðamál. Skipaðar hafa verið tvœr ferðanefndir árlega — önnur annast ferðir til útlanda en hin skipuleggur innanlands- ferðir. Það hefur komið á daginn að við EB njótum þess að ferðast. Mörg okkar hafa ekki átt þess kost fyrr að sjá landið okkar með eigin augum. Skoðunarferð um Reykj- aneskagann var farin 9. ágúst sl. og gaf fararstjórinn stjórninni eftirfarandi skýrslu um ferðina. Suður með sjó Fimmtudaginn 9. ágúst '90 hafði ferðanefnd FEB (Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni) áformað eftirmiðdagsferð um Suðurnes. Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl 13.15. Þrátt fyrir leiðindaveður — rok og rigningu — var þátttaka góð, 36 far- þegar, auk leiðsögumanns, sem var Suðurnesjamaðurinn Jón Tómas- son. Leiðsögubókin „Suður með sjó“, sem Rótarýklúbbur Keflavíkur gaf út og dreifði um öll Suðurnes, var með í förinni og voru nokkur eintök látin í hendur ferðafélag- anna,ef vera mætti til frekari glöggvunar á staðháttum. Þar sem ferðin hófst seint varð að fara hratt yfir, en þó reynt aö geta í fyrstu voru margir ósáttir við arkitektúr Kópavogskirkju — en svo mun jafnan þegar um frumiegar nýungar er að ræða. Nú er hún ein þeirra bygginga, sem bera hróður Harðar Bjarnasonar, fv. húsameistara ríkisins, um listfcngi og hugmvndaflug. Við óskum starfsfólki okkar og öllum Suðurnesjabúum gíebiíegra jóía og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ UMBOÐIN Á REYKJANESI um og benda á hið merkasta er fyrir augu bar þrátt fyrir dimmviðri. Fyrst var vakin athygli á sérkenni- legum arkitektúr á fagurri Kópa- vogskirkju, síðan bent á lágan minnisvarða um Kópavogsfundinn fræga 1662 í túnjaðri niður undir Kópavogslæk, þar sem hann fellur til sjávar. Bent var á friðhelgi As- tjarnar, vestan Hafnarfjarðar, vegna mikils fuglaiífs, og því næst ekið meðfram lengsta húsi á íslandi, kerjaskála álverksmiðjunnar í Straumsvík, sem er fast að einum km á lengd. Nær miðju húsi, vestan vegar, er Kapellan — minjar frá fornum tíma, sem vert er að skoða. Hugrenningar um tilurð Kapellunn- ar rifjaðar upp í stuttu máli. Þá var komið að Urtartjörn, sem er vestan við botn Straumsvíkur. í henni er flóð og fjara, enda í fjöruborðinu. Þrátt fyrir það er ferskt vatn í henni. Fræðimenn telja Urtartjörn nær ein- stakt fyrirbrigði og hafa eðlilegar skýringar á afbrigðum hennar; ferskvatnsrennsli undan víðáttu- miklu hrauni skagans streymir þar fram undir yfirborði. Það er léttara en saltur sjórinn og flýtur því ofan á. Þar gátu því göngumóðir vergöngu- menn og aðrir ferðamenn svalað þorsta sínum og brynnt hestum, ef þeir voru með í för. Vestur Vatnsleysuströnd var gamla leiðin farin, með bæjum, og því hægt að geta um ýmsa bæi og kunna búendur, sem flestir voru miklir sægarpar — útgerðarmenn og auðmenn, sem auk útgerðar ráku landbúnað. Aður en botn- vörpuskip eyðiiögðu grunnfiskimið í Faxaflóa voru margar vildisjarðir á Vatnsleysuströnd og hagsæld meiri en víðast hvar annars staðar á land- inu. Nú er þar stærsta og frægasta svínabú á landinu — bú Þorvaldar Guðmundssonar á Minni-Vatns- leysu. Þá er þar einnig hænsnarækt- arbúið Nesbú, sem fengið hefur við- urkenningu; þykir sérlega snyrtilegt og vel rekið. Af veginum sá út yfir Keilisnes þar sem Landssíminn hugðist hasla sér völl fyrir Skyggnisskerma (fjar- skipti) en var hamlaður vegna hugs- anlegs álvers. Minnt var á, að í brimrótinu út af nesinu er talið að „Stjáni blái" hafi farist í frægri siglingu er Örn Arnar orti eftirminnilega um. Á Vatnsleysuströnd eru gerðar til- raunir með tvennskonar búhætti, sem þar henta vel, en eru enn á van-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.