Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 86

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 86
Guðni Magnússon heiðraður Nýlega hefur Guðni Magnús- son, fyrrverandi Faxafélagi, verið gerður að heiðursfélaga Málara- meistarafélags Reykjavíkur fyrir aðstoð við félagið þegar Málara- tal á íslandi var gefið út, en Guðni annaðist söfnun upp- lýsinga um málara á Suður- nesjum en hann hafði áður unnið að söfnun og útgáfu Iðnaðarmannatals Suðurnesja á vegum Iðnaðarmannafélags Suðurnesja. Á myndinni afhendir Sæmundur Sigurðsson málara- meistari Guðna heiðursskjal. Við hlið hans stendur Ingvar A. Guðmundsson, núverandi for- maður Málarameistarafélags Reykjavíkur. Góð gjöf Þegar Sundmiöstöð Keflavíkur var byggð var sérstaklega haft í huga að þeir sem hreyfihamlaðir eru ættu sem best með að nýta sér aðstöðuna þar. Þar á meðal má nefna sérstaka skábraut út í laugarnar. Nú fyrir skömmu barst Sundmiðstöðinni góð gjöf, þegar Þingeyingafélag Keflavíkur gaf hjólastóla sem sérstaklega eru hannaðir til þess að nota við fyrrgreindar aðstæður. Voru stólarnir afhentir við athöfn í Sundmiðstöðinni. Sigurjónsbakarí gefur tertu í sumar fóru fram fjölmörg golfmót á Hólmsvelli í Leiru og er það í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Keppendur unnu þar margir til hinna ýmsu verðlauna, sumir fengu bikara og aðrir verðlaunapeninga. Þá voru gefnar utanlandsferðir, bækur og ýmislegt fleira. Á einu mótinu kom Sigurjón í Sigurjónsbakarí færandi hendi. Hafði hann þá útbúið rjómatertu og skreytt hana með ýmsum hlutum sem tilheyra golfinu. Þarna mátti sjá sandgryfju, flöt með stöng í holu, golfkylfur o.fl. Keppendur og aðrir viðstaddir kunnu svo sannarlega að meta þetta framlag Sigurjóns og hvarf tertan sem dögg fyrir sólu. Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar Oskar Halldórsson og Annel Þorkelsson hjálpast að við að skera fyrstu sneiðina, en Einar Aðalgeirsson og Sigurður Albertsson fylgjast með af áhuga. Nýr prestur í Grindavíkurprestakalli Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var kosin sóknarprestur í Grindavíkurprestakalli 8. júní s.l. og sett inn í embætti 12. ágúst en skipuð í starf sitt frá 1. ágúst. ágúst. Séra Jóna Kristín er fædd 26. sept. 1959 og eru foreldrar hennar Þorvaldur Jónsson lengst af afgreiðslumaður fyrir Ríkisskip og Eimskip á Fáskrúðsfirði og Oddný A. Jónsdóttir húsmóðir. Séra Jóna Kristín er uppalin í foreldrahúsum á Fáskrúðsfirði, næstyngst fjögurra systkina. Hún lauk embættisprófi í guðfræði árið 1988, vígðist sem farprestur þjóðkirkjunnar til Neskaupstaðar árið 1989 og þjónaði þar uns hún hlaut Grindavíkurprestakall í haust. Eiginmaður séra Jónu Kristínar er Ómar Ásgeirsson útgerðartæknir. Hann rekur Rækjuvinnsluþjónustu ÓÁ, Grindavík. Þau hjónin eiga tvær dætur, Sigríði, 9 ára og Bertu Dröfn, 6 ára. Athyglisverð bók Um þessar mundir er að koma út ný bók sem mun væntanlega vekja nokkra athygli hér um slóðir. Um er að ræða bókina Herstöðin, félagslegt umhverfi og íslenskt þjóðlíf. Bók þessa hefur skrifað ungur maður er heitir Friðrik Haukur Hallsson. Það er Forlag höfundanna á Akureyri sem gefur bókina út og mun hún kosta kr. 2.950. Höfundur bókarinnar er félags- fræðingur að mennt og hefur síðastliðinn áratug lagt stund á rannsóknir við háskólann í Biele- feld í Þýskalandi. Viðfangsefni bókarinnar eru niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á mannlífi í nágrenni herstöðvarinnar á Miðnesheiði. Fjallað er um málið út frá ýmsum sjónarhornum og er rætt við margt fólk er þar hefur komið við sögu. Hér fer á eftir stuttur úrdráttur úr formála að bókinni: „Þessi bók fjallar um eitt vandmeðfarnasta og víðtækasta mál lýðveldisins, „herstöðva- málið"; það snertir alla þætti daglegs lífs á Suðurnesjum og þróun íslensks samfélags og ríkisvalds frá stríðsbyrjun. Það er einnig alþjóðlegra en önnur deilumál, þar sem það er bein- línis tengt „ástandi heimsmála". En eðli sínu samkvæmt snertir herstöðvamálið einkum römmustu taug þjóðarinnar: Spurninguna um tilveru og til- gang hennar, sjálfsskilning og afkomu, og er í þeim skilningi djúptækasta mál lýðveldisins. Það er loks lykillinn að sér- stökum viðbrögðum Islendinga við öðrum menningarheimi (og „nýjum tímum") og þar með að sérkennum íslensks þjóðfélags. 278 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.