Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 27

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 27
Foreldrar Jóns og systkini. I aftari röð frá vinstri eru Sigurður Hallur, Þórður, Soffía og Jón Gunnar. Fyrir framan sitja Hulda og Stefán og eru með yngstu börnin, Halldór og Helgu Ragnheiði. Ætt og uppruni Eins og áður sagði er Jón Gunnar fæddur í Hafnarfirði 26. júní árið 1931. Hann er sonur hjónanna Stef- áns Jónssonar og Huldu Þórðardótt- ur. Stefán stóð fyrir rekstri Vél- smiðju Hafnarfjarðar og var hann reyndar viðriðinn þann rekstur allt til áttræðisaldurs. En þjóðkunnur varð Stefán fyrir störf sín að sveitar- stjórnarmálum. Hann var framá- maður í liðsveit Sjálfstæðismanna og sat síðast í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar árið 1978 og hafði hann þá setið í sveitarstjórn i 44 ár. Er vafa- samt að nokkur hafi sinnt slíkum störfum lengur en Stefán. Foreldrar Jóns Gunnars eignuðust sex börn og meðal þeirra er Sigurð- ur Hallur héraðsdómari í Keflavík. Um uppvöxt Jóns Gunnars má ef- laust segja hið sama og við á um flest önnur börn og unglinga sem al- ast upp við sjávarsíðuna. 1 stríðinu, þegar Jón Gunnar er ekki nema 12—13 ára var oft mikil vinna fyrir unglingana við kolauppskipun í við höfnina og þar fékk hann því sína eldskírn við vinnu. Nám og störf Að afloknu skyldunámi hófst nám við Flensborgarskóla og þaðan á Jón Gunnar margar góðar minning- ar. Þótti honum ákveðinn stíll og virðingarblær yfir skólanum. Voru þá m.a. nokkrir nemendur við skól- ann í heimavist. Félagslíf var mikið og fjölskrúðugt, ekki hvað síst minn- ist hann skíðafélags skólans. Tók hann þátt í því af líf og sál og var m.a. safnað fé til skíðakaupa til þess að sem flestir nemendur skólans gætu komist á skíði. Var síðan farið í skíðaferðir í Hveradali og að Kol- viðarhóli. 1946 tók Jón Gunnar landspróf og settist árið eftir í Menntaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1950. Eins og flestir námsmenn á þess- um árum, þá vann Jón Gunnar við ýmis störf á sumrin. Þrjú sumur vann hann í vélsmiðju, tvö sumur var verið á síldarbátum og tvö sum- ur við karfabræðslu hjá Lýsi og Mjöl. Þá var allur karfi bræddur og var hann varla talinn ætur, þessi líka ágæti fiskur sem hann er í dag álit- inn. 1949 var Jón Gunnar á Fagra- kletti og var það aflahæsta skipið það sumarið. kom að landi með 13000 mál og tunnur. Skipstjóri var þá aflamaðurinn Jón Sæmundsson og skipsfélagar af Suðurnesjum þeir bræður Emil og Karl Þórðarsynir, svo og Sæmundur Þórðarson frá Vatnsleysu. Háskólanám og hraunsteypa Að afloknu stúdentsprófi settist Jón Gunnar í Háskóla íslands og nam verkfræði í eitt ár, en snéri sér eftir það að námi í viðskiptafræöi og lauk því námi vorið 1956. Sem fyrr vann Jón Gunnar mikiö samhliða námi og er hér var komið sögu veitti hann forstöðu fyrirtæki í Hafnar- firði er Hraunsteypan hét. Fram- leiddi fyrirtækið byggingarstein, milliveggjastein úr hraungjalli. Þótti þessi steinn mikið betri en vikur- steinninn sem mest hafði verið not- aður frarn að þessu. Sá vildi molna á tiltölulega skömmum tíma. Vinn- an við Hraunsteypuna var mikið puð, því flest verkin voru unnin með handafli einu saman. Marga við- skiptavini átti Jón af Suðurnesjum, því þaö lá vel við að versla við Hraunsteypuna, því hún var við Hvaleyrarholtið — rétt á leið manna heim eftir ýmis erindi í höfuðborg- inni. Fjölskylda stofnuð og alvara lífsins tekur við Á seinni árum sínum í háskólan- um kynntist Jón Gunnar ungri Reykjavíkurmær, Gunnhildi Guð- mundsdóttur. Hún vann við af- greiðslustörf í vefnaðarvöruverslun og einnig vann hún í nokkur ár við útvarpið. Þar hafði hún þann starfa að taka á móti fólki sem var að koma til að tala í útvarp. Þessu fólki þurfti að sinna áður en til útsending- ar kom. Gunnhildur og Jón Gunnar giftu sig árið 1955 og hófu búskap í Hafnarfirði. Skömmu síðar eignuð- ust þau sitt fyrsta barn — Ingigerði. Þegar Jón Gunnar tók við próf- skírteini sínu í háskólanum var fátt eitt ákveðið um framtíðaratvinnu. Hann var enn að starfa við Hraun- steypuna í Hafnarfirði. Þá var það, að skólabróðir hans einn hafði sam- band við hann og stakk upp á því, að hann færi vestur á firði, nánar til- tekið til Flateyrar í Önundarfirði, til aö taka við og stýra rekstri á fyrir- tækjum Einars ríka. Nú voru góð ráð dýr. Einn af kenn- urum Jóns Gunnars í viðskiptafræð- Eins og segir frá í viðtalinu, þá er Jón Gunnar liðtækur við píanóið. Hér er hann að taka lagið á góðri stund. inni var Gylfi Þ. Gíslason, síðar ráð- herra. Hann var vanur að segja við nemendur sína, að þeir ættu að af- loknu námi að fara til vinnu á lands- byggðinni, því þeim bæri skylda til að láta strjálbýlið njóta þeirrar menntunar sem þeir hefðu hlotið. Ætli það hafi ekki verið þessi orð Gylfa sem réðu því, að hann sló til og samþykkti að fara vestur. Koman til Flateyrar Það var eftir áramótin 1956—57 að Jón Gunnar kom til Flateyrar í fyrsta sinn. Þetta var sem sé um há- vetur og annan eins snjó hafði hann aldrei séð. Húsnæðið sem beið var eitt herbergi, en það skipti svo sem ekki máli, því næg voru verkefnin. Fyrirtæki Einars ríka hét ísfell og var það í raun eina fyrirtækið á Flat- eyri sem eitthvað kvað að. Viðfangs- efnin voru þessi: Tveir togarar, hrað- frystihús, fiskimjölsverksmiðja og önnur fiskverkun. Mikill fjöldi fólks starfaði við fyrirtækið, þ.a.m. um 60 manns á togurunum. Því má svo skjóta inn hér, að þar sem verkfall var yfirvofandi, þá var fyrr en áætl- að var sent eftir Gunnhildi og Ingi- gerði og þau þurftu því öll að búa í þessu eina herbergi fyrst um sinn. Sjokk í fyrstu, en það leið frá — árin urðu 26 Ég hef spurt Gunnhildi hvernig það hefði verið að koma svo til beint úr hringiðu höfuðborgarinnar og í 500 manna sjávarpláss, þar sem allt lífið gekk út á að vinna, vinna og vinna síðan svolítið meira. „Þetta var að sjálfsögðu algert sjokk í fyrstu, en við komumst til- tölulega fljótt yfir það. Jón hafði nóg að gera og ég reyndi að koma áhugamálum mínum í fram- kvæmd." Þetta eru orð að sönnu. Fyrirtækið hafði ekki gengið allt of vel, en fljótlega eftir að Jón Gunnar tók við var tekin sú ákvörðun að vinna allan afla skipanna heima, þá fór að ganga betur. Á næstu árum lifnaði svo yfir félaginu, að lagt var í kaup á nýjum togara árið 1959. Var það togarinn Sigurður, en reyndar komst liann aldrei lengra en til Reykjavíkur, þegar hann kom til landsins árið 1960. Reyndar seldi Einar ríki fyrirtækið árið 1960 og var þá Fiskiðja Flateyrar stofnuð undir stjórn Rafns A. Péturssonar. Skildu þá leiðir Jóns Gunnars og þess fyrirtækis og stofnaði hann eig- ið fyrirtæki, Fiskborg með tveimur heiðursmönnum á staðnum, þeim Jóni Guðbjörnssyni, byggingameist- ara, og Birni Önundarsyni, héraðs- lækni. Því fylgdi mikil vinna og mik- ið basl, en líka stundum góður ár- angur. 1962 kom Einar Oddur Krist- Sendum öllum Suðurnesjabúum góðar jóla- og nýársóskir, með þakklœti fyrir stuðning á liðnum árum. Slysavamarsveitin Þorbjörn Grindavík FAXI 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.