Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 85

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 85
Gaf konungur út ítarlegt erindisbréf nefndarinnar hinn 22. maí 1770. Þar var nefndarmönnum falið að rannsaka helstu atvinnuvegi lands- manna, héraðsstjórn, heilbrigðis- mál og ýmislegt fleira — og koma með tillögur um úrbætur. Auk þess sem þegar er nefnt átti landsnefnd- in meðal annars að fjalla um land- varnir íslands, þar sem landsmenn hefðu orðið fyrir áreitni og tjóni af völdum sjóræningja, og nýlega hefðu erlendir sæfarar valdið íbúum mikilli geðshræringu. Enginn vafi er á að hér var vikið að heimsókn húkkortanna fjögurra til Keflavíkur. Landsnefndin kom ýmsu góðu til leiðar, en ekki ber á því að nefndar- menn hafi gert sér mikla rellu út af því að útlendingar skytu íbúum Suð- urnesja skelk í bringu. Levetzow stiftamtmadur Nú víkur sögunni til ársins 1788. Þá hafði Hans Christoffer Didrik Victor von Levetzow setið um þriggja ára skeið í embætti stiftamt- manns. Hann var af þýskum aðals- ættum og hafði komist til mikilla metorða innan dönsku hirðarinnar. Snemma virðist Levetzow hafa tek- ið stefnu á stiftamtmannsembættið á íslandi, og hefur talið það heppi- legan áfanga á leið sinni upp met- orðastigann. Islendingum var að sögn heldur í nöp við Levetzow; þótti hann helst til stórlátur. Það er til dæmis sagt að stiftamtmaður hafi krafist þess að þegar þeir Hannes þiskup Finnsson áttu báðir að undirrita plögg, stæði nafn biskupsins lítið eitt neðar en sitt eigið til marks um stöðu þeirra í virðingarstiganum. Levetzow var einnig talinn skapbráður og afar harður húsbóndi. Hann var örugg- lega röggsamur embættismaður og datt margt í hug. Þetta ár, 1788 bárust fréttir af því til íslands að ófriðlega horfði með Rússum og Svíum og talið var líklegt að Danir hlytur að dragast inn í þær deilur. Ýmsir óttuðust að slíkt ástand gætu sjóræningjar fært sér í nyt, og látið greipar sópa á íslandi. Nú átti stiftamtmaöur því leik á borði. Vopn og verjur Hinn 10. nóvember 1788 skrifaði Levetzow íbúum Suðuramtsins bréf þar sem hann vakti athygli á þessari yfirvofandi hættu og benti á Tyrkja- ^ ránið máli sínu til stuðnings. Lands- nienn þyrftu þó ekkert að óttast ef þeir byggju sig undir slíka heimsókn —■ raunar væri hverjum ærlegum manni eðlislægt að verja líf sitt, konu og barna, sem og veraldlegar eigur, gegn ofbeldi og árásum. Keflavíkurkaupmaður, Christen A. Jacobæus, móttók herkvöð stift- amtmanns, og kom til hreppstjór- anna, sem létu lesa bréfið upp við Utskála- og Hvalsneskirkjur annan sunnudag í jólaföstu. Hvatti Levet- zow íbúana til að taka sig saman ef óvinveitta gesti bæri að garði. Stift- amtmaðurinn bað væntanlega liðs- menn að tína saman öll þau amboð, er þjónað gætu sem vopn; einungis fáir áttu byssur og þá var að notast við járnstangir og heyljái og annað sem mönnum kæmi í hug. Fyrir öllum veldisskap og ofsóknum Eins og nærri má geta urðu um- ræður um málið að lestri loknum. Langflestum leist þetta þjóðráð en engum duldist þó að hér var margs að gæta. í bréfi kaupmanns til Levet- zows frá 20. desember, sagði meðal annars að bændur vildu fyrir alla muni verja sjálfa sig en ekki kæmi til mála að berjast í öðrum hreppum. Með bréfi hans fylgdi álit hreppstjór- anna og sagði þar meðal annars; ,,Vér Býjaskersþingsóknarmenn viljum allra undirdánigast eftirlifa í því oss mögulegt er, ekki einasta halda okkur til árvekni og upppöss- unar með einni sameinaðri magt og mótstöðu mót óvinum sem hér kynnu á Keflavíkur og Básenda að innkoma, mót von, heldur og einnig að búa okkur til vopn og verju, hver einn bóndi í Rosmhvalaneshrepp, er getum útvegað okkur og þyrftum gegn óvinanna áhlaupi. . . (og) sýndust þar til nokkuð gagnleg að forsvara vort líf, vora konu, börn og góss fyrir öllum veldisskap og of- sóknum, sem er ein skylda inngefin í hvers eins rétttrúaðs manns nátt- úru, svo vel hér sem annars staðar." Kostandi þar til lífi og blóði Hreppstjórarnir settu það þó sem skilyrði sitt að þurfa ekki að fara út fyrir hreppinn að stríða „heldur liöldum okkur hér, kostandi þar til lífi og blóði". Skýringin á þessum varnagla var sú að væntanlegir soldátar óttuðust að á meðan þeir væru á brott að verja líf og limi ann- arra manna kvenna og góss þeirra gætu ræningjar herjað óáreittir á Rosmhvalaneshrepp, rænt og drep- ið án þess að nokkur væri til varnar. Þetta settu íbúarnir sem ófrávíkj- anlegt skilyrði þegar Suðurnesja- menn munstruðu sig loks í varnar- liðið á Býjaskerjum hinn 16. janúar árið 1789. Þá skráðu 33 menn sig á lista Levetzows og tilgreindu vopn sín. Ekki reyndist vopnasafnið beys- ið fremur en vænta mátti, og sjá má annars staðar á síðunni — vopnin voru einkum trédrumbar og heyljá- ir. Segir það meira en mörg orð um varnarleysi fólksins í landinu á við- sjárverðum tímum. Ekki kom til þess að heimavarnar- lið Suðurnesja kostaði „lífi og blóði". Árið 1809 skoluðu örlögin liins veg- ar kynlegum slöttólfi á land, sem hernam landið með einu penna- striki, enda var Hans Christoffer Didrik Victor von Levetzow þá löngu farinn úr embætti stiftamt- manns og generáls yfir landvarna- liðum. Hét þessi furðufiskur Jörgen Jörgensen — en Islendingar kölluðu hann með sinni kurt Jörund hunda- dagakóng. Liðsmenn Jörundar komu meðal annars til Keflavíkur og tilkynntu ákvörðun hans um að gerast hæstkommanderandi á ís- landi og sölsuðu undir sig verslunar- húsin. Ekkert bólaði nú á heima- varnarliðinu, enda var það höfuð- laus her án Levetzows, og kannski allir búnir að týna prikunum sínum. Til allrar hamingju stóð valdatíð Jörundar stutt og menn hans meiddu fáa meðan á stóð. (Helslu heimildir: Þjóöskjalasafn ís- lands: Skj. sliflamlm. III. 1, Bréf 1720 -1798; III. 145, Bréf 1788; Rentu- kammerkjöl 18.7 Skjöl landsnefnd- arinnar fyrri 1770—1771, lilra AA- ZZ; Lousamling for Island III, bls. (172—674 og Saga íslendinga VII, bls. 68-75.) á Blýjaskerjum hitin 16. janúar 1789 Gísli Bjarnason Handöxi Jón Eiríksson Barefli með járngöddum fjórum Gísli Guðmundsson Spírulegg Bjarni Pétursson Skógaröxi Jón Bergþórsson Skógaröxi Sigurður Alexíusson Orf með Ijá Björn Jónsson Byssu með kúlu Jón Einarsson Barefli Arnbjörn Pétursson Barefli Sveinn Guðmundsson Barefli með járngaddi Jón Guðbrandsson Barefli Andrés Þorsteinsson Trékepp Jón Finnsson Spírulegg Vilhjálmur Ásgautsson Broddstaf Jón Sæmundsson Byssu og arngeir Sveinn Jónsson Trékepp Snorri Jónsson Orf með löngum Ijá Árni Jónsson Handöxi Jón Erlendsson Vænt barefli Gottskálk Gissurarson Handöxi með löngu járnvöfðu skafti Runólfur Sigurðsson Skógaröxi Sigurður Sigurðsson Broddstaf Guðmundur Eyjólfsson Pál Gissur Magnússon Barefli Pórður Gissurarson Öxi Jón Ásgeirsson Heyljá Einar Andrésson Barefli með járni ísak Kráksson Nikulás Halldórsson Guðmundur Stefánsson Trékepp Jón Arason Vilhjálmur Þorsteinsson Með lensur í löngum sköftum FAXI 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.