Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 20
Valsari á skólabekk Tvítugur aö aldri fór ég í Sam- vinnuskólann í Reykjavík og sat þar í tvo vetur, frá 1943—1945. Skóla- stjórinn á þeim tíma var hinn litríki persónuleiki Jónas Jónsson frá Hriflu. Eftir að ég útskrifaöist úr Sam- vinnuskólanum settist ég, eins og vænta mátti, inn á skrifstofu. Það var hjá heildverslun í heimabæ mín- um Reykjavík. Þar toldi ég nú ekki nema þrjá mánuði, því það hentaði mér ekki að sitja þarna við skrif- borð og liggja yfir talnavinnu allan daginn. Sannleikurinn var sá að á þessum tíma var ég þegar með allan hugann við íþróttirnar. Valsfélagi varð ég barnungur og var, þegar þarna var komið, jöfnum höndum leikmaður og þjálfari hjá félaginu. Því var það að upp úr þessu dreif ég mig einn vetur á íþróttakennara- skólann á Laugarvatni. Þeirri skóla- vist lauk svo með því að ég tók við kennaraprófsskírteini frá skólanum úr hendi skólastjórans, Björns heit- ins Jakobssonar. Það var í lok júní-mánaðar 1947. Sundhópur úr IBK á sundæfingu í Sundhöll Keflavíkur árið 1968. Örlagaríkt tilboð Þegar skólanum lauk var ég kall- aður inn á teppið hjá Þorsteini Ein- arssyni íþróttafulltrúa, sem réði nú æði miklu í sambandi við íþróttir, kennslu, mannvirkjagerð o.fl. bæði þá og lengi síðar. Eg vissi náttúrlega ekkert hvað það var, sem hann vildi mér. En þá var það tilefnið, að hann bráðvantaði íþróttakennara suður með sjó. Það vildi helst enginn fara þangað suður eftir. Svo hann spurði mig hvort ég væri ekki tilleiðanleg- ur að gera það fyrir sig, eins og hann orðaði það, að fara einn vetur þarna suður og kenna tvo daga í viku í Keflavík, tvo daga í Garðinum og tvo daga í Sandgerði. En þá var nátt- úrlega kennt alla daga vikunnar nema sunnudaga. Ég haföi nú kynnst Þorsteini áður og hann þekkti mig vel. Á hans vegum hafði ég farið á íþróttaskóla í Köln í Þýska- landi og var þar hluta úr vetri áður en ég fór á Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Jú líka rifjast það nú upp fyrir mér núna, að hann hafði fengið mig til að vera með námskeið bæði í boltaleikjum og fleiri íþrótta- greinum á Akureyri, ísafirði og Akranesi. Síðan fylgdist Þorsteinn auðvitað vel með okkur á íþrótta- kennaraskólanum. Hann kom þar alltaf annað slagið og „messaði" yfir liðinu. Það var ekki nóg með að hann stjórnaði íþróttakennaraliðinu heldur var hann líka á kafi í félags- málastarfseminni. Eftir á að hyggja hefur hann trúlega talið sig dóm- bæran á það, að ég mundi duga þarna suður frá einn vetur eins og hann orðaði það. „Þú verdur bara úti með krakkana“ Það varð svo úr að ég lét til leiðast og tók tilboði Þorsteins, þrátt fyrir að hann segði mér að það væri nán- ast engin aðstaða þarna suður frá til að kenna. Ég yrði nú bara að reyna að gera eitthvað gott úr þessu. Það væri ekkert íþróttahús í Keflavík og ekki lieldur í Sandgerði en smá sal- ur í Garðinum. Þá spurði ég hann að því, hvað væri verið að gera með íþróttakenn- ara þarna suður með sjó, ef það væri engin aðstaða. ,,Jú, sjáðu til, þú verður bara úti með krakkana," sagði hann. Upphaf kennsluferils Við upphaf skólaársins 1947 hófst ég svo handa við kennsluna. Byrj- aði kl. 8—9 á morgnana og kenndi til kl. 5 á daginn. Bjó í Reykjavík og ók á milli á litlum Austin bíl. Það má segja að íþróttasalurinn í Garðinum hafi verið sæmilegur og sömuleiðis búnings og baðaðstaðan. Samt sem áður vorum við mikiö úti á Skaga, þegar veður var þokkalegt. Á gras- flötinni utast á Skaganum var fót- boltavöllur og gryfja, svo þar var ágætt að vera í boltaleikjum og frjálsum íþróttum. 3., 4. og 5. flokkur ÍBK, árið 1959. Allir þessir flokkar komust í úrslit í íslandsmótinu og fjórði flokkur hreppti íslands- meistaratitilinn. Leikmenn þessara flokka mynduðu síðan kjarna þess ÍBK liðs, sem var i fremstu röð í knattspyrnu á íslandi um langt árabil. Þjalfari allra þessara flokka 1959 var Hafsteinn Guðmundsson, sem er með piitunum á mynd- inni. I Sandgerði var nánast ekki hægt að vera í sal samkomuhússins eins og þó var reiknað með, því þar var iðulega búið að vera ball fram undir morgun og misjafnlega vel frá geng- ið. Hins vegar mátti vel notast við búnings og baðaðstöðuna þar. En Sandgerðisfjaran var oft rennislétt og hana notuðum við mjög mikið einkum þó þegar lágsjávað var. Þó það væri frost og snjór, þá var þarna alltaf autt á sandinum í fjöruborð- inu. Það þótli sko meiriháttar að komast þarna niður eftir. Sjálfur var maður svo mikið í boltanum á þess- um tíma, að maður setti það nú ekki mikið fyrir sig þó það væri bruna- kuldi úti og veðrið kannski ekki upp á það besta. Maður bara klæddi sig eftir veðri og fór með börnin þarna 212 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.