Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 23
Reykjavíkur vegna fundarhalda og
þá eftir öðrum og betri vegi en forð-
um daga.
Svo þegar Albert Guðmundsson
varð formaður KSÍ, þá var ég gerður
að einvaldi i knattspyrnunni og ég
var það í 5 ár, frá 1969—1973. Kefl-
víkingarnir voru nú sterkir í fótbolt-
anum á þessum árum og áttu marga
frábæra knattspyrnumenn. Pví til
vitnis var það eitt sinn að af 16
manna landsliðshópi sem ég valdi
voru 9 keflvískir liðsmenn. A þess-
um tíma orkaði þetta ekki meira tví-
mælis en það, að ekki einn einasti
fjölmiðill hafði nokkurn lilut við
þetta að athuga, svo sterkir hafa nú
Keflvíkingarnir verið á þessum
tíma. Þetta er nú dálítið athyglis-
vert, sérstaklega þegar miðað er við
hvernig ástandið er núna, þegar við
eigum ekki einn einasta mann í
landsliðinu í knattspyrnu.
43 ára kennsluferill
Aðstaða til íþróttaiðkana hefur
stöðugt verið að batna hér bæði úti
og inni aðstaða. Vegna þess að ég
hef nú verið UMFK félagi frá því ég
flutti til Keflavíkur og var reyndar
formaður félagsins 1978—1981, þá
er kannski ekki úr vegi í þessari frá-
sögn að geta þess, að um miðjan átt-
unda áratuginn var Ungó breytt í
íþróttahús og var það sem slíkt, þar
til húsið var selt um áratug síðar. Þá
var líka hið glæsilega Iþróttahús
Keflavíkur fyrir nokkru komið í
gagnið en það var vígt í nóvember
1980.
Varðandi starfsferil minn má svo í
lokin geta þess, að ég var óslitið
sundhallarstjóri og kennari við
Sundhöll Keflavíkur þar til í vor er
við fluttum hingað í Sundmiðstöð-
ina.
Ég hef því verið samfellt við
íþróttakennslu hér á Suðurnesjum í
43 ár, 7 ár við leikfimikennslu og 36
ár við sundkennslu í Sundhöllinni.
Nýja Sundmiðstöðin
og framtíðarhorfurnar
Við opnuðum hér 3. mars s.l. og
það má segja að reksturinn hérna
hafi gengið ágætlega.
Fyrstu 6 mánuðina komu hér
rúmlega 60 þúsund baðgestir fyrir
utan skólasund og sundæfingar. Það
má svo til samanburðar geta þess,
að á sama tíma í fyrra í gömlu laug-
inni, þá komu þar um 19 þúsund
baðgestir. Þannig að á þessum
fyrstu sex mánuðum hefur fjöldinn
rúmlega þrefaldast. Síðan eru hérna
í skólasundi nemendur bæði Holta-
skóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og mikið um sundæfingar hjá sund-
félaginu, sem æfir hér á hverjum
degi og reyndar líka í gömlu laug-
inni. Þar niður frá fer einnig fram
skólasund Myllubakkaskóla og
Gerðaskóla.
Árið 1973 átti ÍBK mikilli velgengni aö fagna. Auk íslandsmeistaratitilsins unnu Keflvíkingar þá nær alla bikara, sem
hægt var að vinna i knattspyrnu. Hafsteini á hægri hönd sitja Tómas Tómasson forseti bæjarstjórnar og Jóhann Ein-
varðsson bæjarstjóri og hins vegar Guðni Kjartansson „íþróttamaður ársins" og Árni Þorgrímsson form. Knattspyrnu-
ráðs ÍBK. Myndin er tekin í lokahófi, sem haldið var um haustið.
Hér í Sundmiðstöðinni er sá mun-
ur á, sem ekki var til að dreifa í
gömlu lauginni, að opið er allan
daginn, því skólasund og sundfé-
lagsæfingar fara aldrei fram nema í
hluta laugarinnar. Það hefur sannar-
lega verið mikil ánægja með hinn
langa og stöðuga opnunartíma sem
hér er. Síðan stendur náttúrlega til
að byggja við og koma innilauginni
í gagnið. Það verður nú að vísu ein-
hver dráttur á því, en eftir 3—4 ár
væri hægt að ímynda sér að inni-
laugin hér gæti verið komin í fullan
rekstur og þá verður væntanlega
laugin niður frá lögð niður. Menn
hafa hins vegar svona verið að gæla
við þá hugmynd, að þar væri hægt
að gera ágætan íþróttasal með því
að fylla upp í laugarstæðið. Þarna er
allt fyrir hendi, búningsklefar, böð
og heitir pottar. Við breytinguna
kæmi þarna ágætis salur, sem hent-
aði fyrir minni greinar. Þar væri
hægt að vera með leikfimi, badmin-
ton, júdó og fleira, sem ekki þarf
stóran sal.
Með þetta að leiðarljósi má reikna
með því, að innan fárra ára verði öll
sundaðstaða komin hingað. Að því
þarf auðvitað að stefna því að það er
hagkvæmast í rekstri að hafa alla
sundaðstöðuna á einum stað.
FASTEIGNASALAN
HAFNARGÖTU 27, KEFLAVÍK
SÍMAR 11420 - 14288
Óska Faxa til hamingju meö 50 ára afmælið.
Blaðið Faxi hefur verið Keflavík til sóma alla tíð,
vegna fróðlegs efnis og vandaðs frágangs.
Megí gæfa og gengi fylgja Faxa í framtíðinni
Hilmar Pétursson
FAXI 215