Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 68
árshátíð en á þeim skemmtunum
sem eru hinar stærstu í skólanum
eru alltaf vinsælustu hljómsveitir
hvers tíma fengnar til að leika fyr-
ir dansi.
Klúbbastarfsemin hefur á síð-
ustu árum orðið geysifjölbreytt og
geta allir fundið eitthvað við sitt
hæfi eins og sjá má á því sem í
boði hefur verið, s.s. ljósmynda-,
bridge-, tafl-, tónlistar-, plötu-, frí-
merkja-, vélhjóla-, tölvu-, billjard-,
pílu-, gæludýra-, myndbanda-,
módel-, föndur- og jafnvel eldri
dansaklúbbar.
Stakkur
Stakkur hefur komið út óslitið frá
árinu 1953 til dagsins í dag og hafa
verið gefin út allt frá einu blaði á
vetri upp í 5 tölublöð. í Stakki má
finna mörg fróðleg viðtöl Við
þekkt fólk, stjórnmálamenn, rit-
höfunda, poppara, íþróttamenn
auk frumsamins efnis eftir nem-
endur af ýmsu tagi, bæði í mynd-
um og máli.
Vinna og skóli eru mikilvægir þættir í lífi mannsins. í
Holtaskóla hefur verið reynt að láta nemendur kynnast
atvinnuiífi bæjarins sem nánast. Nemendur hafa farið í
starfskynningar út í fyrirtæki í bænum og einnig hafa
verið haldnar starfsvikur, þar sem settar hafa verið upp
sýningar. Meðfylgjandi myndir sýna dæmi um þau verk-
efni sem tekin hafa veirð fyrir.
260 FAXI