Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 57

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 57
ekið í loftköstum það sem eftir var leiðarinnar heim. Það var ekki fyrr en næsta morg- un sem við gátum virt fyrir okkur skemmdir bílsins. Það var ekki einn flötur vfirbyggingarinnar sem var heill. 011 brettin, báðar hurðirnar, svo og fram og afturendi og toppur- inn voru meira og minna beygluð eftir barsmíðarnar. Volkswagen bíll- inn var að sjá eins og illa beygluð niðursuðudós. í aftursætinu var að finna helming af stórri vörubílsfjöð- ur sem hent hafði verið inn um gluggann, og grjótið sem við fund- um inni í bílnum fyllti heila fötu. Þar að auki voru nokkrir stórir grjót- hnullungar á gólfinu. Ekkert af þessu hafði lent á okkur í framsæt- inu, en ég á erfitt með að sjá að far- þegi í aftursætinu hefði lifað af slíka skothríð. Að sjálfsögðu var tilgangs- laust að kæra skemmdirnar, eða líf- lát bílstjórans. Þarna var það lögmál frumskógarins sem gilti. Eftir Biafra stríðið sem háð var á þeim slóðum sem við vorum, var mikið af vopnum á meðal almenn- ings. Þessar vopnabirgðir leiddu til tíðra rána og ofbeldisverka í land- inu. Fjölmennir vopnaðir ræningja- hópir fóru því sínu fram, oftast að næturlagi. Algengt var að þeir tæmdu heimili af öllu innbúi og ækju með það burtu á vörubílum. Nauðganir og manndráp voru tíð af völdum þessara ofbeldismanna í okkar nágrenni. Eitt sinn kom slíkur ræningjahópur á heimili ítalskrar fjölskyldu skammt frá okkur. Þeir héldu hnífi að hálsi átta ára dóttur hjónanna og sögðust myndu skera hana á háls ef foreldrarnir hreyfðu sig á meðan þeir tæmdu íbúð þeirra. Að því búnu óku þeir á brott án þess að skaða fólkið frekar. Fjölskyld- unni varð svo mikið um þessa reynslu að hún yfirgaf landið næsta dag. Ymsir kunnugir þessum mál- um töldu að það hlyti að koma að okkur fyrr eða síðar, enda heimilið okkar fallegt og vel búið verðmæt- um munum að mati innfæddra. Það var svo um klukkan tvö eina nóttina að annar tveggja nætur- varðanna á staðnum vakti okkur með því að banka á svefnherbergis- gluggann okkar. Hann sagði að nú væri hópur ræningja utan við hliðið á kristniboðsstöðinni, en að þeir væru eitthvað hikandi þar sem vold- ugt stálhliðið var harðlæst. Um- hverfis kristniboðsstöðina voru háir múrar. Við rukum öll á fætur, en um þetta leyti voru allir þrír synirnir við nám í Bandaríkjunum. Eg var því einn um að verja eiginkonu og dótt- ur ef bófarnir leggðu til atlögu. Ekki þýddi að hringja á lögregluna þar sem símakerfi borgarinnar var í molum, og hún hefði hvort eð er ekki komið á staðinn fyrr en víst þætti að ræningjarnir væru allir á brott. Ekkert varð af aðgerðum þeirra þessa nótt, en næsta dag var mér tjáð af mikilsmetandi mönnum að nú fengjum við örugglega aðra næt- urheimsókn innan skamms. Mér var eindregið ráðlagt að hafa vopn á staðnum. Ég fór til lögreglustjóra borgarinnar og sótti um byssuleyfi. „Til hverra nota," var spurt. „Til sjálfsvarnar," svaraði ég, og byssu- leyfið var veitt umsvifalaust. Þegar hliðinu var læst þá um kvöldið var ég með heljarstóra spánska tví- hleypta haglabyssu í höndunum, en það var eina löglega vopnið í hönd- um almennings. Ég gerði mér far um að láta nágrannana sjá hvað ég hafði í höndunum til þess að fréttin bærist út fljótt og vel að nú væri vopn á staðnum. Síðar um kvöldið þegar allt nágrennið var komið í ró, hleypti ég af nokkrum skotum upp í trjákrónurnar. Hávaðinn var svo mikill að engum í nágrenninu duld- ist að skothríðin kom innan frá kristniboðsstöðinni. Þetta endurtók ég af og til það sem eftir var dvalar- innar í Nígeríu. Við vorum aldrei áreitt eftir þetta. Handan hringiöutöfra heimsins er burstabœr spöl frá sverrandi sœnum bóndi og kona í bœnum afgamall kisi í kuöung og klukka sem ómþýtt slœr. ÁÖur beindi hinn aldni auga ad kvikum sæ: Hitaðu á katlinum kona meö aftni er eg aö vona aö brimiö lœgi viö boöa í birtingu þá eg rœ. Björt er minning ár bernsku um baöstofulíf sem var spöl frá svarrandi sænum en bóndi og kona í bœnum brosa ekki lengur og fagna glööum glókolli þar. Handan hringiöutöfra heimsins var burstabœr gróinn angandi grœnum grösum í sumarblœnum svipmynd úr sögu þjóöar sögunni frá í gœr. KRISTINN REYR FAXI 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.