Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 57

Faxi - 01.12.1990, Side 57
ekið í loftköstum það sem eftir var leiðarinnar heim. Það var ekki fyrr en næsta morg- un sem við gátum virt fyrir okkur skemmdir bílsins. Það var ekki einn flötur vfirbyggingarinnar sem var heill. 011 brettin, báðar hurðirnar, svo og fram og afturendi og toppur- inn voru meira og minna beygluð eftir barsmíðarnar. Volkswagen bíll- inn var að sjá eins og illa beygluð niðursuðudós. í aftursætinu var að finna helming af stórri vörubílsfjöð- ur sem hent hafði verið inn um gluggann, og grjótið sem við fund- um inni í bílnum fyllti heila fötu. Þar að auki voru nokkrir stórir grjót- hnullungar á gólfinu. Ekkert af þessu hafði lent á okkur í framsæt- inu, en ég á erfitt með að sjá að far- þegi í aftursætinu hefði lifað af slíka skothríð. Að sjálfsögðu var tilgangs- laust að kæra skemmdirnar, eða líf- lát bílstjórans. Þarna var það lögmál frumskógarins sem gilti. Eftir Biafra stríðið sem háð var á þeim slóðum sem við vorum, var mikið af vopnum á meðal almenn- ings. Þessar vopnabirgðir leiddu til tíðra rána og ofbeldisverka í land- inu. Fjölmennir vopnaðir ræningja- hópir fóru því sínu fram, oftast að næturlagi. Algengt var að þeir tæmdu heimili af öllu innbúi og ækju með það burtu á vörubílum. Nauðganir og manndráp voru tíð af völdum þessara ofbeldismanna í okkar nágrenni. Eitt sinn kom slíkur ræningjahópur á heimili ítalskrar fjölskyldu skammt frá okkur. Þeir héldu hnífi að hálsi átta ára dóttur hjónanna og sögðust myndu skera hana á háls ef foreldrarnir hreyfðu sig á meðan þeir tæmdu íbúð þeirra. Að því búnu óku þeir á brott án þess að skaða fólkið frekar. Fjölskyld- unni varð svo mikið um þessa reynslu að hún yfirgaf landið næsta dag. Ymsir kunnugir þessum mál- um töldu að það hlyti að koma að okkur fyrr eða síðar, enda heimilið okkar fallegt og vel búið verðmæt- um munum að mati innfæddra. Það var svo um klukkan tvö eina nóttina að annar tveggja nætur- varðanna á staðnum vakti okkur með því að banka á svefnherbergis- gluggann okkar. Hann sagði að nú væri hópur ræningja utan við hliðið á kristniboðsstöðinni, en að þeir væru eitthvað hikandi þar sem vold- ugt stálhliðið var harðlæst. Um- hverfis kristniboðsstöðina voru háir múrar. Við rukum öll á fætur, en um þetta leyti voru allir þrír synirnir við nám í Bandaríkjunum. Eg var því einn um að verja eiginkonu og dótt- ur ef bófarnir leggðu til atlögu. Ekki þýddi að hringja á lögregluna þar sem símakerfi borgarinnar var í molum, og hún hefði hvort eð er ekki komið á staðinn fyrr en víst þætti að ræningjarnir væru allir á brott. Ekkert varð af aðgerðum þeirra þessa nótt, en næsta dag var mér tjáð af mikilsmetandi mönnum að nú fengjum við örugglega aðra næt- urheimsókn innan skamms. Mér var eindregið ráðlagt að hafa vopn á staðnum. Ég fór til lögreglustjóra borgarinnar og sótti um byssuleyfi. „Til hverra nota," var spurt. „Til sjálfsvarnar," svaraði ég, og byssu- leyfið var veitt umsvifalaust. Þegar hliðinu var læst þá um kvöldið var ég með heljarstóra spánska tví- hleypta haglabyssu í höndunum, en það var eina löglega vopnið í hönd- um almennings. Ég gerði mér far um að láta nágrannana sjá hvað ég hafði í höndunum til þess að fréttin bærist út fljótt og vel að nú væri vopn á staðnum. Síðar um kvöldið þegar allt nágrennið var komið í ró, hleypti ég af nokkrum skotum upp í trjákrónurnar. Hávaðinn var svo mikill að engum í nágrenninu duld- ist að skothríðin kom innan frá kristniboðsstöðinni. Þetta endurtók ég af og til það sem eftir var dvalar- innar í Nígeríu. Við vorum aldrei áreitt eftir þetta. Handan hringiöutöfra heimsins er burstabœr spöl frá sverrandi sœnum bóndi og kona í bœnum afgamall kisi í kuöung og klukka sem ómþýtt slœr. ÁÖur beindi hinn aldni auga ad kvikum sæ: Hitaðu á katlinum kona meö aftni er eg aö vona aö brimiö lœgi viö boöa í birtingu þá eg rœ. Björt er minning ár bernsku um baöstofulíf sem var spöl frá svarrandi sænum en bóndi og kona í bœnum brosa ekki lengur og fagna glööum glókolli þar. Handan hringiöutöfra heimsins var burstabœr gróinn angandi grœnum grösum í sumarblœnum svipmynd úr sögu þjóöar sögunni frá í gœr. KRISTINN REYR FAXI 249

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.