Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 73

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 73
BIRGIR GUÐNASON Bifreiðar á SuðiiriHvsjiim í upphafi aldarinnar Byltingakenndar breytingar hafa átt sér stað á þessari ðld og er það ekki hvað síst að þakka miklum framförum í tækni og vélvæðingu og er bifreiðin dæmigerð í þessari þróun, en bifreiðin í upphafi aldar hér á Suðurnesjum vil ég gera að umræðuefni. Það er vafalaust ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hvernig af- komu þjóðarinnar hefði verið borg- ið á liðnum öldum án hestanna, og því sem þeir gátu áorkað, og má telja að án þeirra hefði margt orðið erfiðara og verra viðureignar og jafnvel ómögulegt: Því mætti gera ráð fyrir að íslendingar hefðu jafnan án undantekninga lagt hina mestu alúð við ræktun, tamningu og með- ferð þessarar lífsnauðsynlegu gripa sinna, sem því miður hefur ekki allt- af orðið raunin á, en er önnur saga og sorgarsaga á köflum. Um allt land getur að líta troðn- inga samanfallna og grasi gróna, þessar troðningaleifar eru merki þess að hér hafa þjóðleiðir verið, sumar þeirra fjölfarnar allt fram á daga þeirrar kynslóðar sem nú lifir. Ferðalög og flutningar á þennan frumstæða hátt og þá fyrst og fremst þungaflutningar langar leiðir voru slíkum erfiðleikum bundnar að að- eins þeim nauðsynlegustu var sinnt. en hvernig fór svo með þennan ald- argamla samgöngumáta þegar vél- knúin farartæki komu til sögunnar, menn tóku að finna allt til ann- marka á flutningi á hestum og verk- in sýndu merkin í þessu sem svo mörgu öðru. Hægt og sígandi fór nú vélaöld í gang og eitt tók við af öðru, en sárafáir landsmenn munu hafa séð fyrir hverskonar bylting var í vændum og færri gerðu sér Ijós þau þáttaskil í samgöngumálum sem þessu fylgdu. Bifreiðanotkun í heiminum var enn á bernskuskeiði árið 1903, en þá fór fram fyrsta um- ræðan um bifreiðakaup á Alþingi. En nokkrir Islendingar höfðu kynnst þessum undratækjum á ferð- um sínum erlendis; Ur ritgerðasafni Alþingistíðinda frá þessum tíma get- ur að líta að miklar umræður og heitar hafa verið um þessi mál: í sameinuðu þingi náðist eftir langa mæðu að samþykkja 200 kr.styrk til bílakaupa með 19 atkvæðum gegn 12. Pétur Jónsson, formaður fjárlaga- nefndar, mælti með tillögu, að veita Thomsen kaupmanni styrk til bíla- kaupa, spurningin væri bara hvort hægt væri að nota þá á þeim vegum sem fyrir voru eða hvort breyta megi vegunum með litlum tilkostn- aði. Framsögumaður i efri deild, Jón Birgir Guðnason. Jakopsson, mælti svo um það meðal annars: Nefndin hefur enga trú á |)ví að mótorvagnar, eftir því sem hér er háttað vegum og brým geti komið að nokkru verulegu gagni. Eg hef heyrt að slíkir vagnar sem ætlaðir eru til vöruflutninga geti vegið 4—5 smálestir og geta þá allir ímyndað sér hvernig fara muni um vegi, sem ekki eru betur púkkaðir en okkar vegir eru, þegar annar eins þungi á að renna eftir þeim. Auk þess eru vegir hér á landi ekki breiðari en svo að af vögnum þessum getur bæði mönnum og skepnum sem um veginn þurfa að fara staðið hinn mesti voði enda slíkir vagnar bann- aðir víða erlendis á breiðari þjóð- brautum en hér eru. Því fæ ég ekki séð að þessi fjárveiting yrði til ann- ars en myrða bæði fólk og fé þar sem þessir vagnar mundu naum- lega geta verið notaðir án þess að slys yrði, þar sem sömu vegir er not- aðir bæði fyrir reiðar, akstur og lest- ir. í sama streng eða dýpra tók Björn Bjarnason, þingmaður Dalamanna. Upphæðinni til mótorvagna álít ég á glæ kastað. Vagnarnir eru alltof mjóir og fjölfarin lestin oft óslitin, svo það að veita þessa upphæð er sama og slátra í stórum stíl, væru það bara kindur sem slátrað yrði væri öðru máli að gegna, auk þess eru vegirnir svo brattir að sérstak- lega lagna menn þarf fyrir vagn- stjóra. Ef þingið veitir jiessa upp- hæð þá munu verða fleiri jarðarfarir árið 1905 en nokkru sinni áður, svo það yrði mesta nauðsyn að fjölga prestum til að jarða alla þessa menn og læknum þó ekki væri nema til að gefa út dánarvottorð. Thomsen-bíllinn kom til landsins 20. júní 1904, hann var af Cud- ell-gerð, árgerð 1901, hann vakti að gjg Qunnar Sigurfinnssön u F a r s e 0111 - ' :.,r Ftöcins úruals Ducrlanú- bijrciðar til leigu. HJgreiðsla Rey kj aui k: R P. liEUÍ Símav: ÍBB ng 973 Kcjlauík: Simar: B ug 14 fyrir daginn þ. 192D kl. SeöiHnn verður að nuta ofangreindan tíma, annars er hann ógildur. Farseðill frá Gunnari Sigurfinnssyni milii Kefiavíkur og Reykjavíkur uin 1920. FAXI 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.