Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 63
væn. Og þegar snjórinn hefur horfiö hafa ekki verið
eftir nema lufsur einar af nytjajurtunum. Aftur á móti
rækta menn hér melónur, banana, sítrónur, ananas
og aðra suðræna ávexti með svo góðum árangn að
útlendinga rekur í rogastans — en innfæddir segja
að svoleiðis nokkuð sé aðallega gert upp á grín.
Fuglalíf er geysilega fjölbreytt hér á Slagviðru.
Sumar tegundirnar finnast meira aö segja hvergi
annarsstaðar í víðri veröld eins og t.d. mávategundin
eldnefur, vaðfuglinn bullufótur og einhver undarleg
smáfuglategund sem nefmst haustræfill. Aftur á móti
var dýralíf fremur fábrotið hérna í árdaga en nú eru
hér ýmis algeng húsdýr. Pegar skotvopn til
dýraveióa tóku að berast hingað, fyrir rúmum tveim
öldum, tóku stjórnvöld eyjarinnar það til bragðs að
flytja inn héra, úlfa, merði og ísbirni svo að eitthvert
gagn mætti hafa af haglabyssum, nfflum og pístólum.
Nú á dögum eru þessi dýr veidd í allmiklum mæli en
undir eftirliti þó.
Pegar fréttir af meingunarvandamálum þéttbýlustu
svæða heimsins bárust Slagviðringum til eyrna tóku
þeir til óspilltra málanna og létu drekkja öllum
köttum íhöfuðstaðnum, Kraumvogi, til að „losna við
ógeðfellda hlandlykt af þessum kvikindum í eitt
skipti fyrir öll". Um svipað leyti varð lagió
„MEINCUN LAL-LA SÓDASKAPUR OJ" óhemju
vmsælt meðal unglmganna; náði upp í efsta sæti
vinsældalistans á örskömmum tíma (enda eina
innlenda platan sem hafði verið gefin út um langt
skeið) og var þar lengi.
Textinn vió lagið er einhvernveginn svona í
lauslegri þýóingu:
Meingun, lal-la, sóðaskapur, oj.
Kattahland svo maóur verður foj.
Hundaskítur út um alla stétt.
Úldinn liggur ísbjörn upp við klett.
Meingun, lal-la, sóðaskapur, ö.
Kýrnar þora vart að segja bö.
Meingun, oj þú ert svo lummó.
Meingun, meingun — lummó, lummó.
Emhver gæti haldið að þetta sé einhverskonar
gríntexti en ekki er það að heyra á söngvaranum.
Hann öskrar þetta reiðilega með hásri rödd og af
mikilli ínnlifun. Satt að segja held ég að
Slagviðringar hafi ekki hugmynd um hvað memgun
er.
Slagviðra er aó vísu svo lítil eyja að henni er oft
sleppt þegar landakort eru teiknuð. Samt álíta
íbúarnir land sitt vera miðpunkt alheimsins og efast
aldrei um að saga forfeðra þeirra, sjóræningjanna,
sé frægasta og merkilegasta sagan í heiminum. Ég
hef jafnvel heyrt ágætlega menntaða menn halda því
fram að Biblían og heildarverk Shakespeares séu
ekki annað en ómerkilegar ritæfingar í samanburði
við Sögu Slagviðringa.
Pessi saga, sem byggist að mestu leyti á
ránsferðum, yfirþyrmilegu stolti og ótrúlegum
naglaskap, er kennd í öllum helstu menntastofnunum
landsins. Hvert einasta mannsbarn hérna þekkir líka
(eða á að þekkja) kappann CRÚDÍMBORDHL sem
drap svíðinginn HJAMHROLDA með því að reka
stórutærnar upp í nasir honum og þumalfingurna á
kaf í gegnum hlustir hans og eyru inn í heila. Pegar
sá síðarnefndi lá dauður og horfði brostnum augum
upp íloftið sagöi Grúdímbordhl um leió oghann
þurrkaði heilasletturnar af fingrum sér: ,,Af varúð
skal ganga með slímugar tær" og hefur það orðið að
máltæki síðan.
Satt að segja eru margar af sögum Slagviðringa
bráðskemmtilegar aflestrar — í styttum útgáfum,
auóvitað. Margar þeirra hafa venð þýddar á fjölda
erlendra tungumála. Frásagnarstíllinn er knappur og
markviss þegar tugum blaðsíðna af ættartölum með
tilheyrandi skýrslum af ránsferðum sleppir, en á
þessu er mjög einföld skýring.
Sagnirnar voru nefnilega ritaðar á rándýr
maröaskinn og þurfti að meðaltali þúsund skinn í
hverja sögu. Pegar sjóræningarnir, sem létu þræla
skrá verkin, tóku eftir því að þeir höfðu eytt nálega
helmmgi skinnanna í mas um ættgöfgi og annað
grobb, sáu þeir að við svo búið mátti ekki standa og
létu því sleppa öllu ónauðsynlegu oróaskrúói á þeim
skmnum sem eftir voru. Pað er því beinlínis
ættartölunum að þakka að sögurnar eru svo
skemmtilegar aflestrar. í hvert skipti sem einhver
hluti af þessum mögnuðu sögum kemur út erlendis,
básúnar útvarpsstöð eyjarinnar fregnina til allra
landsmanna og verður þá landslið þeirra ísnú-snú,
sem er annars geysivinsælt hér á landi, að sitja á
hakanum.
Slagviðringar hafa smn eiginn gjaldmiðil; ríkisdali.
í einum slíkum eru hundrað skildingar en sakir tíðra
gengisfellmga á síðasta áratug og mikillar verðbólgu
hætti þjóðin að nota skildingana um tíma þar sem
verðgildi þeirra fór sífellt minnkandi, enda dugðu
hundrað skildingar ekki fyrir hálfri karamellu lengur
hvað þá meiru. Pá var gripið til þess ráðs að
þúsundfalda verðgildi ríkisdalsins með því að fækka
þrem núllum. Aó sjálfsögðu þurfti að teikna nýja
seóla og nýja skildingamynt — en þá fyrst varð fólk
verulega ruglað í ríminu varðandi verðgildi peninga
almennt. Margir voru lagðir inn á elliheimili á besta
aldri, enda höfðu menn vanist sífelldum
verðhækkunum en ekki því að þúsund ríkisdalir
yrðu skyndilega að einum. Sumir héldu að launin
hefðu allt í einu rýrnað svona mikið, og röfluðu
einhver lifandis býsn við yfirmenn sína, en samt hafði
þetta venð auglýst mjög rækilega mánuóum saman.
Auk þess voru nýju peningaseðlarnir svo skrautlegir
að fjöldi fólks þurfti að fara á sérstök námskeið til að
læra á þá.
Bankakerfi landsmanna á í talsverðum erfiðleikum.
Almenningur veigrar sér við að leggja peninga sína í
sparisjóði vegna óvissu í peningamálum og sífelldrar
tilraunastarfsemi íþeim efnum. Útlán bankanna eru
því nokkuð takmörkuð, en sérstæó engu að síður.
Par sem mun fleiri manneskjur vinna í bönkum en
við aðalatvinnuveg þjóðarinnar (ennþá hefur engum
tekist að útskýra ástæðuna fyrir mér) þá hafa
bankarnir tekið það til bragðs að lána sjálfum sér —
til bygginga á útibúum. Geti þeir ekki staðið í skilum
við sjálfa sig, nú, þá hiróa þeir bara útibúin sín upp í
skuldir og allir eru ánægðir.
Erlendir fjármálasérfræðingar botna ekkert í
þessu kerfi en eyjarskeggjar brosa bara góðlátlega
og láta prenta fleiri seðla. Jafnvel nýjar tegundir með
hærri upphæðum. Peir afsaka þetta með því að
ríkisprentsmiðjan þeirra þurfi aó hafa eitthvað fyrir
stafni.
Ég skrifa þessar línur í rúmgóðri íbúð sem ég tók á
leigu fyrir rúmum átta árum. Hér er leigan alltaf
greidd hálft ár fyrirfram en auk þess eru rukkaðir af
FAXI 255