Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 64

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 64
Bj H mmm «11 pH f;3 1111,,,, 111 1® mér sérstakir viðveruvextir, í samræmi vió verðbólguna, einu sinni í mánuði. Á þessum tíma hef ég alls greitt sem svarar heilu íbúðarverói íleigu (níu ár) og þó eru íbúðir dýrar hérna. Ekki er heldur auóvelt að kaupa þær, allra síst fyrir útlendinga eins og mig. Seljendur vilja yfirleitt fá allt kaupverðiö á borðið, eða því sem næst, en lánastofnanir lána ekki nema í hæsta lagi átta prósent af því, hver um sig. Pó er hægt að fá lán íhvaða banka sem er ef maður á umtalsverða innistæðu í honum. Sá sem ætlar sér að kaupa íbúð hérna, og á ekki húsnæði fyrir, verður því að eiga viðskipti við svona tíu, tólf banka og fá lán úr þeim öllum samtímis. Þetta er nokkuð heppilegt fyrir bankana þar sem þeir eru einmitt tólf talsins; fjórir ríkisbankar og átta einkabankar. Hins vegar er þetta mjög tímafrekt, enda getur það varla nokkur maður nema með því að segja upp atvinnunni á meðan. Lánastofnanir eru aðeins opnar milli klukkan átta og tíu á morgnana, þegar fólk er almennt í vinnu en til aö fá lán úr einum banka þarf að eyða a.m.k. þrem dögum í hlaup og snatt. Á hverri lánsumsókn þurfa að vera eiginhandaráritanir minnst þriggja ábyrgðarmanna og nafni hvers um sig þurfa að fylgja löggilt sakavottorð og heilbrigðisvottorð auk upplýsinga um starf, eignir, skatta, trúarskoðun og skónúmer. Sami maður má ekki skrifa upp á tvær eða fleiri umsóknir, þannig að afla verður minnst 30 ábyrgðarmanna. Hver umsókn fer síðan eftir allskyns krókaleiðum gegnum tölvukerfi bankanna, höfuðstöðvar lögreglunnar, heilbrigðiseftirlitið, biskupsembættið og víðar. Fjórtán mismunandi stimplar þurfa að vera komnir á hana áður en hægt er að afgreiða viðkomandi lán. Almenningur á erfitt með að átta sig á allri þessari skriffinnsku enda guggna margir áður en lagt er í slaginn. Nokkrir glæponar, sem kunna á kerfið, hafa þó orðið vellauðugir á húsabraski með aðstoð stimplaprentunar, rithandafalsana og duglegra lögfræðinga. Venjulegur almúgamaóur, sem ætlar að kaupa íbúð, getur því hrósað happi ef hann á vingott við einn glæpon eða svo. Kannski er skýringm á þessu sú að bankastjórar í landinu eru mjög misjafnir. Engrar sérstakrar menntunar er krafist í slfkt starf enda veit ég um fyrrverandi bifvélavirkja, róna og kúluvarpara sem eru bankastjórar í dag. Bankastjóri í Slagviðru þarf aðeins að vera vingjarnlegur útlits og ófyrirleitinn að eðlisfari. Ein öruggasta aðferöin til að fá lán er sú að líta út eins og maður sé iójuleysingi af ríkum ættum og þurfi alls ekki á neinum umfram peningum að halda. Þeir sem bera hins vegar merki um fátækt og basl utan á sér fá ekkert lán. Nú kann einhver e.t.v. að halda að sala á íbúðum og húseignum hljóti að ganga illa hér á landi, en það er nú öðru nær. Hér eru fasteignasölurnar flein en bókaverslanirnar og telja Slagviðringar sig þó vera bókhneigða þjóð. Og um helgar gefa stærstu dagblöðin út þykk, sérprentuð aukablöð með eintómum fasteignaauglýsingum. íbúðin sem ég leigi var byggð snemma á sjöunda áratugnum en þá var all sérstæður byggingastíll í tísku hérna. Helmingur gólfflatarins er gríðarlega stór stofa en í hinum helmingnum eru fimm pínulítil herbergi, geymsla, gangur, örmjótt eldhús, þvotta- hús, baðherbergi, forstofa og þurrkklefi. Allur suður- veggurinn er úr tvöföldu rúöuglen. Ég hef aldrei skilið hvers vegna Slagviðringar byggja svona (það er gert enn þann dag í dag) en hús íþessum stíl eru ótrúlega algeng. Hér er kolniðamyrkur sautján til tuttugu tíma á sólarhring þrjá dimmustu mánuði ársins og þá er lítið gagn af glerveggnum sem birtugjafa og þvísíður sem hitagjafa. En á sumrin er bjart allan sólarhringinn íþrjá mánuði samfleytt. Þá er ekki hægt að skapa verulega hlýlega kvöldstemmningu í návist svona risaglugga nema með því að byrgja þá með fullkomnum leikhústjöldum. Hins vegar eru svona gluggar svolítið sniðugir í september og mars. Það er mjög napurt veður úti núna og kuldann leggur inn gegnum rúðuvegginn. Þegar ég byrjaði að skrifa þetta bréf í morgun var mistur og rigningarúði fyrir utan gluggann. Síðan kom glampandi sólskin en nú er semsé kominn grenjandi skafrenningur. Veóurfar er óútreiknanlegt hér á landi og sama veðnð endist sjaldan lengi. í fyrrasumar hélst reyndar logn og þoka í tæpar fjórar vikur samfleytt. Að þvíloknu kom ægilegt fárviðri og einum veðurfræðingi var sagt upp starfi sínu. Hann hafði verið á vakt í upphafi þokunnar og spáð hafgolu með léttskýjuðum himni. Annars vorkenni ég fáum mönnum eins mikið og veðurfræðingunum sem koma fram í sjónvarpi eyjarinnar til að útskýra veðurhorfur. Þeir eru svo vonleysislegir og kvíðnir á svipinn, ef spáin er ekki uppbyggileg, að það er beinlínis átakanlegt að horfa á þá, enda hefur það oftar en einu sinni komið fyrir að útsendingarstjórinn, sem er uppstökkur grímsti af frönskum ættum, hefur þeytt heilli rjómatertu í smettið á þeim — og það í beinni útsendingu. Til að byrja með mótmælti hagsmunafélag veðurfræinga tertukastinu mjög kröftuglega en þaó gagnaði nú lítið. Sjónvarpsáhorfendur voru himinlifandi, heimtuðu meira rjómatertukast og útsendingarstjórinn varð vinsælasti maður landsins á svipstundu. Sumir veðurfræðingar voru beðnir að endurtaka veðurspána í dagskrárlok (ef sá franskættaði lumaói á rjómatertu) en flestir þeirra sögðu þvert nei. Þó féllst einn þeirra á að gera það — bara einu sinni — og allar götur landsins tæmdust gersamlega á meðan. Sá hinn sami sagði skömmu sínar upp stöðu sinni á veðurstofunni og fór að troða upp sem fórnardýr tertukastara í næturklúbbum og á árshátíðum. Hann hafði víst rífandi tekjur af þessu um tíma og auk þess hefur hann lýst því yfir opinberlega að honum fmnist rjómatertur bara verulega góóar. Aftur á móti varó þetta allt saman til þess að veðurfræðideildin viö háskóla eyjarinnar var lögð niður um tíma þar sem enginn sótti um inngöngu í hana. En nú eru Slagviðringar loksins orðnir leióir á tertukastinu, enda tími til kominn. Þegar mér varó litið út um gluggann rétt í þessu sá ég að skafrennmgurinn, sem æddi um allt hverfið hérna rétt áðan, er hættur og það er komin ausandi rigning. Þetta bréf var upphaflega samió árió 1977 og endurbætt fimm árum síðar. Næsta bréf heitir „Svipmyndir úr höfuóstaónum.“ Lesendum skal bent á, til að forðast allan misskilning, að bréfin fjalla eingöngu um eyjuna Slagvióru og íbúa hennar. Þorsteinn Eggertsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.