Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 75

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 75
vonum mikla athygli, en var talinn vélvana og bilunargjarn eða um vankunnáttu í meðferö hans hafi verið að ræða og efldi mjög skoðun bölsýnismanna þar sem þessi til- raun þótti með öllu mistakast. Næsta tilraun var gerð af Magnúsi Sigurðssyni, stórbónda að Grund í Eyjafirði, en hann flutti inn notaða vörubifreiö. 1913 kom til íslands fyrsta Ford-bifreiðin, en tildrög þess voru að ungur íslenskur guðfræð- ingur, Jakop Óskar Lárusson sem var Suðurnesjamaður fæddur að Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd 7. júlí 1887 flutti til Kanada 1911 og heill- aðist af samgöngutækni þeirra Kan- adamanna og langaði til þess að gerðar yrðu frekari tilraunir á ls- landi, þessa hugmynd ræddi hann við vini sína og kunningja og varð úr að 5 Vestur-Islendingar bundust samtökum um að kaupa bifreið og koma henni til íslands, og má segja að þar með hafi hjólin farið að snú- ast þótt ýmsa erfiðleika ætti eftir að yfirstíga. Ford-bíllinn var léttari en aðrar bifreiðir sem völ var á. Ekki leið á löngu áður en bifreið þessi ók til Keflavíkur, en það var fyrsta langferð þessarar bifreiðar, en leiðin var valin vegna þess hve vegurinn þótti góður þangað, og reyndist það rétt vera að öðru leiti en því að krókar miklir voru á hon- um í hrauninu á hraðskreiðum far- artækjum. Sveini Oddssyni einum 5 menn- inga og sá sem ók bifreiðinni í þessari ferð farast svo orð um vagninn um hraunið: „Það er engu líkara en að krókur hafi verið gerður til að fá nýj- an krók kringum hverja nibbu og nærri lá sums staðar að leiðin lægi allt í kringum hana og mætti sjálfri sér.“ I þessari ferð gerðist það m.a. eitt sinn er bíllinn kom fyrir hvarf eða hól að það var piltur á reiðhjóli á sömu leið og bíllinn, og skammt framundan, var þá blásið í horn bif- reiðarinnar piltinum til viðvörunar og leit hann um öxl, varð hann þá svo skelfdur að hann snaraðist af hjólinu, lét það falla þar sem það var komið og tók til fótanna út í hraunið, stoðaði ekkert þótt þeir félagar köll- uðu til lians, reiðhjólið lögðu þeir fé- lagar út fyrir vegkantinn og síðan haldið áfram. í þessari ferð voru auk Sveins Oddssonar og Jóns Sigmundssonar eigenda, Björn Oddsson, Gísli Sveinsson, síðar sendiherra, og Baldur Sveinsson blaðamaður. Allt gekk vel suður eftir, en er komið var á Vogastapa á heimleið um kvöldið hætti bifreiðin að ganga, höfðu leiðslur stíflast af illa hreinsaðri brennsluolíu, olli þetta langri töf og fyrirhöfn, þegar barist hafði verið langri og heldur vonlítilli baráttu við að koma bílnum í gang, héldu þeir Baldur og Gísli áfram fót- gangandi, hinir héldu til við bílinn og reyndu enn aðgerðir við hann, en leið ekki vel, þar sem veður var Gunnar Sigurfinnsson ásamt systrum sínum, Sigurbjörgu og Sigríði Sigurfinnsdætrum í opnum biæjubíl. hest af ferðamanni sem bar að. Sveinn kom í Vogana að áliðini nóttu og vakti upp á fyrsta bænum er hann kom að og lýsti kringum- stæðum sínum og baðst aðstoðar. Fékk hann þarna ágætar viðtökur, hressingu í mat og drykk og síðan, sjálft hjónarúmið til að hvílast í, en á meðan fór bóndinn með hesta og sótti bílinn og útvegaði þeim Jóni og Birni hvílurúm á öðrum bæ. Sveinn hefur lýst þakklátri aðdáun sinni á þessum móttökum og ekkert fékk hann að borga fyrir greiðann né hjálpina. Ég hef reynt að komast að því á hvaða bæ þetta hefur verið og ber kunnugum saman um það að þetta hafi verið í Suðurhóli hjá Benedikt Péturssyni en hann var mikill hestamaður og var meðal annars fenginn til að ríða til Gullfoss og Geysi með konungi okkar 1907. Benedikt lést 1954. Nafnið bifreið varð til um þetta leyti, sumir kölluðu verkfærið sjálf- hreyfivél eða sjálfrenning, en flest- ir kölluðu það bifreið, kunnu svo vel við nafnið reið að þeir vildu ekki sleppa því, jafnvel skellireið kom til greina. í Morgunblaðinu 12. nóv. 1913 segir fráþví að Fordinn hafi far- ið sl. sunnudag til Keflavíkur með Gunnlaug Classen lækni sem sóttur var til veiks barns suður í Höfnum. í ferðinni auk Gunnlaugs voru Arent Classen eldri og Ólafur Björnsson ritstjóri. Fór bifreiðin undir stjórn Jóns Sigmundssonar á 1 klukku- stund og 45 mín. frá Reykjavík til Keflavíkur og var það hröðust ferð sem farin hafði verið þessa leið. Um kvöldið skrapp bifreiðin inn í Njarð- víkur með nokkra Keflvíkinga en í því ferðalagi bilaði tannhjól eitt svo hún komst ekki úr stað, er hún nú suður í Njarðvíkum vafin seglum en strandaglóparnir komu með vél- bátnum lngólfi 2 dögum síðar. Verð- ur bifreiðin sjálfsagt í lamasessi um Erlendur Sigurðsson við kussabíi er hann ók milli Keflavíkur og Keykja- víkur. Ford vörubíll 1931. Keyptur nýr af Þorsteini Jóhannessyni á Gukstöðum í Garði, síðan seldur vestur á firði. Bíllinn kom mjög heillegur til Suður- nesja fyrir nokkrum árum og er nú í endurbyggingu hjá BG í Keflavík af Sigurði Steinssyni bifreiðasmið. Bifreiðin bar númerið GK 128. ekki gott. Var þá ekki annað ráð fyr- Sveinn fór gangandi þeirra erinda ir hendi en sækja hjálp inn í Voga. eftir að hafa árangurslaust falað FAXI 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.