Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 84

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 84
Varnarlið á 18. öld Reykjanes er óumdeilanlega nokkurs konar ,,inngang- ur“ Islands; hér er fyrsti uiökomustadur langflestra þeirra sem sœkja landið heim. Þannig hefur þaö líka ver- ið um langan aldur. Einhver kann að vilja álykta sem svo, að Suðurnesjamenn hljóti afþessum sökum að vera talsvert meiri heimsmenn en gengur og gerist meðal ís- lendinga, og kann það vel að vera rétt. Undanfarna ára- tugi hefur raunar verið kalsað nokkuð um það í vissum hópum, að samskipti Suðurnesjamanna og erlendra gesta vœru ekki að öllu leyti heillavœnleg; þá eiga menn við alveg sérstaka gesti, nefnilega varnarliðsmenn. í þœttinum hér á eftir munum við heina sjónum að tiltek- inni heimsókn átlendinga og einnig að því er innlendu varnarliði var komið hér á fót — og sögusviðið er Suður- nes á 18. öld. Seinni hluta júlí árið 1769, bar segl við himin, þegar menn áttu engra skipa von. Þetta reyndust vera fjórar húkkortur frá Nýja-Eng- landi. Komu þær inn á Keflavíkur-, Hafnarfjarðar- og Hólmshafnir, og þóttu skipverjarnir haga sér í meira lagi undarlega; þeir skutu út skips- báti og mældu dýpi og könnuðu botn. Þess er getið að í Hafnarfirði og í Hólminum, eins og Reykjavík hét í þann tíð, vakti þetta háttalag grunsemdir. Og þegar gengið var á aðkomumenn eftir erindi þeirra til landsins, báru þeir við vatnsskorti; tóku heimamenn þá ekki nema rétt svo trúanlega. Margir lögðu á flótta Einhverra hluta vegna vakti þessi heimsókn meira en grunsemdir í Keflavik, nær mun að segja að heimamenn hafi misst stjórn á sér. í bréfi Ólafs stiftamtmanns Stephen- sen til Rentukammersins hinn 5. september segir: ,,Það er með ólíkindum hvílíkt uppnám þessi heimsókn vakti hjá almúganum. Margir í Keflavíkur- umdæmi lögðu á flótta með konur og börn, en um 200 heimamenn söfnuðust saman í verslunarstaðn- um og hugðust veita aðkomumönn- unum mótspyrnu, ef þeir sýndu ein- hvern fjandskap. En þeir höfðu ekki annaö að verja sig með en steina, sem þeir söfnuðu í hrúgur í fjör- unni.“ Ekki kom til átaka í þetta sinn, en heimsóknin sýnir glöggt ótta manna við aðkomuskip, og eins hitt hve berskjaldaðir íslendingar voru ef óvini bar að garði. í bréfinu vakti Ólafur einmitt athygli á því að ekki þyrfti nema eitt skip vel vopnað og um hundrað manna áhöfn til að her- nema landið. Um þessar mundir var verið að koma á fót landsnefndinni fyrri, vegna bágra landshaga á íslandi. SOGU 0 276 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.