Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 84

Faxi - 01.12.1990, Page 84
Varnarlið á 18. öld Reykjanes er óumdeilanlega nokkurs konar ,,inngang- ur“ Islands; hér er fyrsti uiökomustadur langflestra þeirra sem sœkja landið heim. Þannig hefur þaö líka ver- ið um langan aldur. Einhver kann að vilja álykta sem svo, að Suðurnesjamenn hljóti afþessum sökum að vera talsvert meiri heimsmenn en gengur og gerist meðal ís- lendinga, og kann það vel að vera rétt. Undanfarna ára- tugi hefur raunar verið kalsað nokkuð um það í vissum hópum, að samskipti Suðurnesjamanna og erlendra gesta vœru ekki að öllu leyti heillavœnleg; þá eiga menn við alveg sérstaka gesti, nefnilega varnarliðsmenn. í þœttinum hér á eftir munum við heina sjónum að tiltek- inni heimsókn átlendinga og einnig að því er innlendu varnarliði var komið hér á fót — og sögusviðið er Suður- nes á 18. öld. Seinni hluta júlí árið 1769, bar segl við himin, þegar menn áttu engra skipa von. Þetta reyndust vera fjórar húkkortur frá Nýja-Eng- landi. Komu þær inn á Keflavíkur-, Hafnarfjarðar- og Hólmshafnir, og þóttu skipverjarnir haga sér í meira lagi undarlega; þeir skutu út skips- báti og mældu dýpi og könnuðu botn. Þess er getið að í Hafnarfirði og í Hólminum, eins og Reykjavík hét í þann tíð, vakti þetta háttalag grunsemdir. Og þegar gengið var á aðkomumenn eftir erindi þeirra til landsins, báru þeir við vatnsskorti; tóku heimamenn þá ekki nema rétt svo trúanlega. Margir lögðu á flótta Einhverra hluta vegna vakti þessi heimsókn meira en grunsemdir í Keflavik, nær mun að segja að heimamenn hafi misst stjórn á sér. í bréfi Ólafs stiftamtmanns Stephen- sen til Rentukammersins hinn 5. september segir: ,,Það er með ólíkindum hvílíkt uppnám þessi heimsókn vakti hjá almúganum. Margir í Keflavíkur- umdæmi lögðu á flótta með konur og börn, en um 200 heimamenn söfnuðust saman í verslunarstaðn- um og hugðust veita aðkomumönn- unum mótspyrnu, ef þeir sýndu ein- hvern fjandskap. En þeir höfðu ekki annaö að verja sig með en steina, sem þeir söfnuðu í hrúgur í fjör- unni.“ Ekki kom til átaka í þetta sinn, en heimsóknin sýnir glöggt ótta manna við aðkomuskip, og eins hitt hve berskjaldaðir íslendingar voru ef óvini bar að garði. í bréfinu vakti Ólafur einmitt athygli á því að ekki þyrfti nema eitt skip vel vopnað og um hundrað manna áhöfn til að her- nema landið. Um þessar mundir var verið að koma á fót landsnefndinni fyrri, vegna bágra landshaga á íslandi. SOGU 0 276 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.