Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 25

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 25
Leiðarþing 1990 „Þingið fór fram í Kirkjuhvoli 28. jan. Þar bar hæst afgreiðsla á starfs- og fjárhagsáætlun héraðssjóðs og prófastsdæma og um starfsmenn Þjóðkirkju íslands." Kirkjuþingsmenn skýrðu frá af- greiðslu málsins á Kirkjuþingi, en leiðarþingið ræddi ýmsa þætti þess, en síðasti héraðsfundur hafði sent frá sér mjög velunna ályktun og at- hugasemdir um málið. Frumvarp þetta var lagt fyrir Al- þingi sl. vor og samþykkt sem lög 5. maí 1990, en tóku gildi 1. júlí sl. Þau geyma ýmis nýmæli. Eg vek athygli á eftirfarandi. a) Engar breytingar voru gjörðar á skipan Kjalarnesprófastsdæmis (sbr. XIV. lið, 1. kafla). b) í þessu prófastsdæmi er nú stofnað svonefnt safnaðarráð (2. gr.), sem skipað er formönnum sóknarnefnda, safnaðarfulltrúum og prestum. Hlutverk þess er m.a. að gera tillögur um skiptingu pró- fastsdæmisins í sóknir og prestaköll og um breytingar á þeim. Aðalfund- ur safnaðarráðs er héraðsfundur. Raunverulega felur þetta í sér, að formenn sóknarnefnda fá nú fullan atkvæðisrétt á héraðsfundum og ákvörðunar um allar breytingar er leitað heima í héraði. Tel ég jjað til miklla bóta. c) Samkvæmt þessum lögum er nú heimilt að ráða presta til aðstoð- ar í prestaköllum yfir fjögur þúsund manns og einnig farpresta í fjöl- mennum prófastsdæmum. d) Nýmæli er það, að nú skal (sbr. V. kafla, 27. gr.). kjósa þrjá fulltrúa úr hópi leikmanna sem ásamt prest- um velja prófast. e) í lögunum eru ýmis ný ákvæði varðandi vígslubiskupa og embætti þeirra. Ég mun þegar á næsta ári kanna í samráði við sóknarnefndir og sóknarpresta hvort eðlilegt megi teljast að gera tillögur um einhverj- ar breytingar innan okkar prófasts- dæmis á skipan sókna eða presta- kalla og komi það í ljós mun héraðs- fundur (safnaðarráð) að sjálfsögðu fá þau mál til meðferðar." Kirkjuþings fulltrúar Á þessu ári var kjörið til kirkju- þings. Fulltrúar Kjalarnesprófasts- dæmis eru nú: Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum og Helgi K. Hjálms- son, sem tekur sæti Kristjáns Þor- geirssonar, en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Niðurlag prófastsskýrslu „Við lítum um öxl á héraðsfundi. Skýrslur, reikningar og frásagnir úr einstökum sóknum er nauðsynleg- ur þáttur þess að vita, hversu miðar og hvar við stöndum. Við höfum leitast við að marka þá stefnu, að hvert verkefni fái eðlilega fylgd eða framhald í söfnuðinum. Það er nauðsynlegt, svo að fundir og ráðstefnur verði ekki einangruð fyrirbrigði. Á þessum fundi tökum við fyrir helgihaldið frá ýmsum sjónarmið- um. Ég vænti þess, að þessi fundur megi verða bæði fræðandi og vekj- andi. Héraðsnefnd mun leggja fram tillögu þess efnis að efnt verði til funda á næsta starfsári um þessi mál með hópum innan prófastsdæmis- ins. Það tryggir þá fylgd málsins, sem ég minntist á. Verið svo öll velkomin. Guð blessi þessar samverustundir allar. Hér- aðsfundur 1990 er settur." Almenn fundarstörf Almennu fundarstörfin fóru fram í hinu glæsilega nýja safnaðarheimili Ofanleitissóknar, sem samtengt er hinni 210 ára gömlu Landakirkju. Þar sögðu safnaðarfulltrúar eða formenn sóknarnefnda fréttir af kirkjulegu starfi í heimasóknum. Að vanda kom þar margt fróðlegt og at- hyglisvert fram, sem á döfinni er í hinum 17 sóknum prófastsdæmis- ins. Því næst greindi séra Þorvaldur Karl Helgason frá undirbúningi að stofnun fjölskylduráðgjafarþjónustu á vegum kirkjulegra aðila, en séra Þorvaldur Karl er fulltrúi prófasts- dæmisins í könnunarnefnd um mál- efnið. Töluverðar umræður urðu um máiið, sem lyktaði með því, að fresta bindandi ákvörðunartöku til Leiðarþings prófastsdæmisins 1991. Samþykkt var tillaga þess efnis, að fela héraðsnefnd að efna til fræðslu og umræðufunda um inntak og framkvæmd helgihalds í söfnuð- um prófastsdæmisins og tillaga um að framlag í héraðssjóð verði 5% af sóknargjöldum á yfirstandandi ári. Ný héraðsnefnd Kosningu í héraðsnefnd til fjög- urra ára hlutu: Aðalmenn, auk pró- fasta, séra Gunnþór lngason, Hafn- arfirði og Ágúst Karlsson, Vest- mannaeyjum. Varamenn: Séra Þor- valdur Karl Helgason, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, Þóra Stefensen og Matthías Gíslason. Ur nefndinni véku að eigin ósk Helgi K. Hjálmsson, Helga Óskars- dóttir og séra Örn Bárður Jónsson. Erindi og umræður Aðalframsöguerindi héraðsfund- arins fjallaði um guðsþjónustuna í lífi safnaðarins. Erindið flutti séra Kristján Valur Ingólfsson prestur á Grenjaðarstað. Kom hann víða við í yfirgripsmiklu og marksæknu erindi sínu og reynd- ist það gott veganesti fyrir hópum- ræður sem fylgdu á eftir. Einnig fluttu organistarnir og söngstjórarnir Guðmundur H. Guð- 'jónsson, Vestmannaeyjum og Jón Stefánsson, Reykjavík, erindi um messusönginn og Vestmannaeying- urinn Þorvaldur Halldórsson flutti erindi um sálmasönginn. Þegið og þakkað Um 100 manns sóttu Vestmanna- eyjar heim í tilefni héraðsfundarins. Meðal annars var gestum boðið til matarveislu af sóknarnefnd Landa- kirkju. Bæjarstjórn bauð til kaffi- samsætis og gestum voru sýnd söfn og farið með þá í skoðunarferðir um eyjarnar. Héraðsfundi lauk með messu í Landakirkju að morgni sunnudags. Þar prédikaði séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir og prestur eyjaskeggja, séra Kjartan Örn Sigurjónsson, þjónaði fyrir altari. I messulok þakkaði prófastur heimamönnum undirbúning allan og hinar höfðinglegu móttökur. Einnig þakkaði hann fundar- mönnum öllum, sem lagst hefðu á eitt um að gera fundinn í hvívetna blessunarríkan. K.A.J. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Fremst er safnaðarheimilið, sem vígt var 17. júní s.l. Landakirkja er þriðja elsta steinkirkja landsins, 210 ára gömul, vígð árið 1780. Eldri eru Hóladómkirkja í Hjaltadal, sem fullgerð var 1763 og Viðeyjarkirkja frá 1774. Séra Bragi Friðriksson prófastur slítur héraðsfundi við messulok í Landakirkju. Fyrir altari er sóknarpresturinn séra Kjartan Örn Sigur- björnsson. FAXI 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.