Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 69

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 69
íþróttafélag og leikfélag hafa verið starfandi. Boðið er upp á snyrtinámskeið. Kór, Frakklands- vinafélag og Færeyingafélag eru starfandi og fyrir nokkrum árum var i skólanum klúbbur sem kall- aðist „Félag áhugamanna um jól- in“. Þegar æskulýðsstarfsemin flutt- ist í skólann var Vilhjálmur Ketils- son umsjónarmaður með félags- lífinu í hlutastarfi og hélt því áfram í nokkur ár. Frá |dví að hann hætti hafa kennarar við skólann haft umsjónina á hendi í sam- vinnu við nemendafélagið og oft verið tveir saman, því útilokað er að einn maður geti sinnt svo viða- miklu starfi í hjáverkum með fullri kennslu. Nú í haust verður breyting á, því að ráðinn hefur verið umsjónar- maður félagsstarfseminnar, Haf- liði Sævarsson og mun hann einn- ig kenna í hlutastöðu til að komast í nánari tengsl við sjálft skólastarf- ið. Þrátt fyrir að aðstaða til íélags- starfanna hafi gjörbreyst í tímans rás, allt frá því að vera í kennslu- stofum til þess að í dag eru tveir salir búnir bekkjum og borðum er enn brýn þörf á að bæta aðstöð- una að mun, því að öll félags- og æskulýðsstarfsemi í Keflavík fer nú fram í skólanum og er ríkur þáttur í skólastarfinu sjálfu. Þar öðlast nemendur félagsþroska og hljóta félagsmálareynslu sem nýt- ist þeim síðar á lífsleiðinni. Nemendafélag skólans sér um sölu í „Lúbarnum" sem er verslun nemendafélagsins og þar eru seldir snúðar, heitar og kaldar samlokur, mjólk og ávaxtadrykkir í frímínútum en gosdrykkir og sælgæti á opnum húsum og skemmtunum skólans. Vinur Holtaskóla Francois Scheefer nefnist fransk- ur maður sem var brautryðjandi í því samstarfi og samskiptum sem á hafa komist milli Keflavíkur og franska bæjarins Hem í Norð- ur-Frakklandi. Þessi samskipti hóf- ust á árinu 1986 og hafa hvað mest veriö við Holtaskóla, en þar hefur það verið Hildur Harðardóttir sem leitt hefur þau samskipti. Áhugi Francois hefur m.a. leitt það af sér, að í nokkur ár hafa farið fram nemendaskipti milli Holta- skóla og Saint Paul skólans í Hem þar sem faðir Francois er skólastjóri og hefur Francois einnig starfað við kennslu. Þá kom nú í sumar hópur almennra borgara frá Hem í heim- sókn til Keflavíkur. Er aldrei að vita nema upp úr þeirri heimsókn vaxi nýtt samstarf milli bæjanna. Francois er nú á förum frá Hem, en hann hefur verið ráðinn yfir- kennari við Jeanne d’Arc-skólann í bænum GEX (íbúar um 6000) sem er í Ölpunum í um það bil 7 km fjar- lægð frá svissnesku landamærun- um. Sá skóli hefur um 1200 nem- endur á aldrinum 6 til 23 ára. Ef að líkum lætur mun Francois halda uppteknum hætti og reyna að koma á samskiptum milli GEX og Kefla- víkur. Francois er fastur áskrifandi að Faxa og hefur alltaf ánægju af því að fá fréttir héðan. Hann hefur heim- sótt ísland oftar en flestir aðrir og á sjálfsagt eftir að koma hingað ótal sinnum í framtíðinni. Hann kveður alla velkomna til GEX en heimilis- fang hans er sem hér segir: Francois Scheefer, Ecole Jeanne d’Arc, 273 rue Geneve, 012270 GEX — FRANCE. Faxi sendir Francois bestu kveðj- ur og óskar honum farsældar í hans nýja starfi. Það var veturinn 1965—66 sem byrjað var á því að selja snúða og mjólk í frímínútum en í dag er þar starfsmaður, Ástríður Sigurvins- dóttir, og smyr hún samlokur en nemendur annast söluna. Hagnaður af Lúbarnum rennur í sjóð nemenda og er notaður til að greiða niður kostnað við ferða- lög og stærri skemmtanir skólans s.s. jólahátíðir og árshátíðir. muna SUmJRMSiA n xtkygci\(í\i>:iag W ÍSIANDS »H' HAFNARGOTU 58 popco ' . UCRZIUNHR BRNKINN FAXI 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.