Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 31

Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 31
Skólastiórar tónlistarskólanna á ferÖ í Eistlandi SJÁLFSTÆÐISBARÁ TTAN MÁL MÁLANNA Dagana 2.— 7. október sl. fór ég til Eistlands ásamt 34 öörum tónlistarskólastjórum frá öllum Nordurlöndun- um, nema Suíþjóð. Auk mín fóru þeir Haraldur ArniHar- aldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Njarövíkur, og Jón Karl Einarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Seltjarnar- nesi, í þessa ferö, sem farin var á vegum NMR, (Nordisk Musikskolelederád sem eru samtök tónlistarskólastjóra á Norðurlöndum. Tilgangur feröarinnar var að kynnast tónlistarlífi og tónlistarmenntun í Eistlandi, sem er eins og allir vita, hluti af Sovétlýdveldinu. Hópurinn bjó í Tallinn, sem er höfuðborg Eistlands með á milli 5—600 þús. íbáa og þaðan fór hópurinn í heimsóknir í tónlistar- og grunnskóla. Tónleikar voru margir á hverjum degi og var dagskráin þessa daga þétt skipuð frá morgni til kvölds. Hvar sem komið var fengum við höfðinglegar móttökur. Fólkið var vingjarnlegt og elskulegt og vildi allt fyrir okkur gera. En það var sama við hvern talað var, alls staðar fann maður þörf fólksins fyrir að komast í samband við „umheim- inn". Þegar spjallað var við tónlistar- kennara, sem flestir gátu bjargað sér á ensku, hófst samtalið gjarnan á tali um tónlist og kennslu en áður en varði var sá eistneski farinn að tala um sjálfstæðisbaráttuna og mikilvægi hennar. Sjálfstæðisbarátt- an lá sem rauður þráður í gegnum allt þjóðlíf og athafnir í landinu. Hafi ég einhvern tíma verið snort- inn á tónleikum þá var það að kvöldi fyrsta dagsins í Eistlandi. ELLERHEIM stúlknakórinn hélt tónleika fyrir hópinn og söng frá- bærlega vel enda talinn einn sá besti í heimi. í lok tónleikanna héld- ust þær stúlkur hönd í hönd og sungu lag Oscars Peterson „Song of Freedom" sem er mjög fallegt lag og fjallar um frelsið. Það er skemmst frá því að segja að þessi stund hafði mikil áhrif á alla þá sem á hlýddu og mátti finna í söng stúlknanna þá miklu þrá sem ríkir í landinu eftir frelsi og sjálfstæði. Landið var innlimað í Sovétríkin árið 1940 en hafði áður verið sjálf- stætt ríki. Hér fyrr á öldum var Eist- land stórveldi við Eystrasalt og sést það best á gamla borgarhlutanum í Tallinn. Þar eru mörg stór hús og torg sem bera þess merki að borgin hefur verið glæsileg hér áður fyrr. Nýrri hverfi borgarinnar, úthverfin, sýna aftur fátækt og slæmt ástand þeirra sem þar búa nú. Eistlending- ar vilja meina að við innlimunina í Sovétríkin hafi hjólin farið að snúast á verri veg og hnignunartímabil haf- ist. Vöruskortur I Tallinn eru nokkuð margar versl- anir en allar hálftómar Fyrir utan þessar verslanir mátti sjá fólk í bið- röðum líkt og sýnt er í sjónvarpinu og á myndum í dagblöðum. Einu sinni gátum við ekki á okkur setiö og spurðum fólk í einni slíkri röð eftir hverju það væri að bíða. „Það voru að koma bananar" var svarið. Annars er skortur á matvælum í Sovétríkjunum öllum eins og fram hefur komið í fréttum hér heima. Á hótelinu fundum við ekki svo mikið fyrir þrengingum, helst að það vant- aði smjör á brauðið við morgun- verðarborðið. En í „dollarabúðinni" á hótelinu, sem ætluð var ferða- mönnum og einungis hægt að versla fyrir erlendan gjaldeyri, þ.e. eitthvað annað en rúbblur, mátti fá allt á milli himins og jarðar. Þessi vöruskortur háði líka tónlistarlífinu í landinu. Hljóðfæri fyrir nemendur voru illfáanleg og dæmi voru um að margir nemendur notuðust við sama klarinettið. Varahlutir eins og strengir, blöð í blásturshljóðfæri, munnstykki og fleira fengust alls ekki. Pappírsskortur er í landinu LÍFEYRISSJÓÐUR SUÐURNESJA SUÐURGÖTU 7, KEFLAVÍK - SÍMI 13803 ÓSKAR SJÓÐSFÉLÖGUM OG ÖÐRUM SUÐURNESJABÚUM OG ÞAKKAR SAMSKIPTIN Á ÁRINU FAXI 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.