Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 16
Læknaþjónusta
Greiðslur hjá heimilislækni
og heilsugæslulækni.
0 kr. Fyrir viötal á stofu læknis á dagvinnutíma þ.e.
á milli kl. 0800 og 1700. Innifalin er ritun lyf-
seöils.
500 kr. Fyrir viðtal á stofu læknis utan dagvinnutíma
og á helgidögum. Innifalin er ritun lyfseðils.
400 kr. Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dagvinnu-
tíma.
1000 kr. Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan dagvinnu-
tíma.
Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp
og komur á göngudeild, slysadeild
og bráðamótttöku sjúkrahúss.
900 kr. Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngu-
deild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkra-
húss.
300 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu
til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og
bráðmóttöku sjúkrahúss.
Greiðslur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu.
300 kr. Fyrir hverja komu.
100 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu
aldrei greiða samanlagt hærri fjárhæð en kr.
3000 á einu almanaksári fyrir sérfræðilækn-
ishjálp, komu á göngudeild, slysadeild,
bráðamóttöku sjúkrahúss, rannsóknir og
röntgengreiningu. Allir eiga að fá kvittanir
fyrir þessum greiðslum.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir. Innifal-
inn í greiðslu er kostnaður vegna hvers kyns einnota
áhalda, umbúða og þess háttar.
Lyfjakostnaður
Greiðslur fyrir lyf.
550 kr. Fyrir lyf af bestukaupalista.
170 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja lyfja-
afgreiðslu af bestukaupalista.
750 kr. Fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratrygg-
ingum.
230 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur lyf sem
greidd eru af sjúkratryggingum.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða
brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást
ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdóm-
um. Læknar gefa vottorð til Tryggingastofnunar ríkins í
þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir
hendi.
UMBOÐ SJUKRATRYGGINGA
Vatnsnesvegi 33, Keflavík, simi 14411
Útskálakirkja var byggð 1861 og þá eitt eftirsóttasta prestssetur. I’ar
sátu margir kunnir prestar. Fjölmenni var þá í Garði og einkum Leiru,
sem var þá ein stærsta verstöð á Suðurnesjum. Útgerðarmenn víða að frá
Faxaflóa sendu þangað báta sína á vertíðir. Fisksæld var mikil og stutt
á gjöful fiskimið.
þroskastigi á landinu — þar er loð-
dýrabú og tvær fiskeldisstöðvar,
mikil fyrirtæki, á völtum fótum.
Kálfatjarnarkirkja er skammt frá
veginum — talin ein stærsta og feg-
ursta sveitakirkja á landinu — afar
fögur að innan — enda þjóðareign í
vörslu þjóðminjavarðar. Ekið var
niður að höfninni í Vogum, síðan
haldið upp á Reykjanesbraut og
vestur yfir Stapann, sem á myrkum
öldum var frægur fyrir reimleika. Af
Stapa sér vel til Reykjanesfjallgarðs
og ef nánar er að gáð má sjá Snorra-
staðatjarnir, en milli þeirra og Háa-
bjalla eru miklir trjálundir, sem ekki
sjást frá veginum.
Af Stapanum var ekið niður í
Innri-Njarðvík. Höfuðprýði hennar
er hin rúmlega 100 ára steinkirkja.
Að baki hennar stendur minnis-
varði Jóns Thorchillíusar, skóla-
meistara í Skálholti. Þaðan var ekið
um Ytri-Njarðvík, bent á Bolafót, en
þar bjuggu þau Hallgrímur Péturs-
son og Guðríður (Tyrkja-Gudda) er
þau komu til landsins 1637—1644 er
séra Hallgrími var veitt Hvalsnes-
prestakall.
,,Nú er hún Snorrabúð stekkur,"
mátti kunnugum detta í hug er farið
var framhjá Keflavíkurhöfn, sem
fyrir fáum árum, var full af skipum,
stórum og smáum, en nú vögguðu
þar fáar litlar trillur. Þrátt fyrir það
er Hafnargatan iðandi verslunar- og
viðskiptagata. Af Vesturbrautinni
var bent á bæjarhólinn þar sem
fyrsti bær Keflavíkur stóð í túni því
er síðar hlaut nafnið Duustún,
kostarýrt smábýli (jafnvel fyrst sel
frá stórbúi í Leiru?) Eftir Básenda-
flóðið 1799 varð Keflavík verslunar-
miðstöð Reykjanesskagans og er
það enn.
Næst var ekið um Hólmsberg. Þar
sér til umdeildrar olíuhafnar í
Helguvík, skammt austan við
Hólmsbergsvita. Þá var komið í
Leiruna. Fram um síðustu aldamót
var þar mikil smábátaútgerð og
sjást þess enn nokkur merki. En úr
rútunni okkar sjáum við aðeins
glæsilegan golfskála og golfvöll,
sem talinn er mjög góður.
Stór-Hólmur í Leiru er talin land-
námsjörð Steinunnar gömlu, er
,,keypti“ allt Rosmhvalsnes og
Vatnsleysuströnd af frænda sínum
Ingólfi Arnarsyni, fyrir eina hyrnu.
I Garðinum blasa Útskálar við
okkur ferðafólkinu. Þar er forn og
frægur kirkjustaður og hafa setið
þar margir kunnir prestar. Þar
skammt frá stendur dvalarheimili
aldraðra, Garðvangur, lágreist en
gott heimili. Þá er Garðskagaviti og
umhverfi hans vel þekkt og mikið
sótt útivistarsvæði sökum auðugs
fuglalífs og skemmtilegrar tjarnar.
Úr Garði var haldið suður Miðnes-
hrepp og komið við í Vitanum, veit-
ingastað við Strandgerðishöfn.
Sandgerði liggur vel við sjósókn
og komu þangað áður útgerðar-
menn víða að af landinu með báta
sína á vertíðir.
Þegar ekið er austur úr bænum er
komið að minnismerki sjómanna
eftir Steinunni Þórarinsdóttur, rétt
við veginn. Nokkru sunnar er Hvals-
neskirkja sem Hallgrímur Pétursson
vígðist til, eftir nokkurra ára erfiðis-
vinnu í Keflavík. Og enn sunnar er
Stafnes og Básendar, hinn forni
verslunarstaður, en þangað gafst því
miður ekki tími til að fara.
Suður Miðnesheiði var haldið í ná-
munda við Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar og síðan sveigt í Hafnirnar og þá
fyrst komið í Ósabotna, framhjá
Hunangshellu að hafnarmannvirkj-
um, sem iðulega verða að láta und-
an hafróti Atlantshafsins.
Séra Jón Thorarensen, sem ólst
upp Höfnum, skrifaði mikið um
208 FAXI