Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 4
Jólahugvekja
Séra )óna
Kristín
Porvaldsdóttir
Grindavík
Eflum mannúÖ og
bœtum samfélag okkar
,,Sá sem hefur tvo kyrtlci, gefi
þeim annan, sem engan hefur,
og sá sem matföng hefur geri
eins''
(Lúk. 3:11).
Þetta er lífsregla sem Jóhannes
skírari gaf fylgjendum fagnað-
arerindisins til að fara eftir.
Á aðventunni höfða þessi orð
sterkt til okkar. Síðustu vikurnar
fyrir jól eru í hugum kristinna
manna tími mannúðar og gjaf-
mildi.
Þráttfyrir eril og tímaleysi nú-
tímans, finnum við alls staðar í
kringum okkur nálœgð jólahá-
tíðarinnar. — Jólaljósin, jóla-
gjafirnar og jólakveðjurnar eru
meðalþess sem hvarvetna minn-
ir okkur á hátíðina miklu sem
framundan er. — Við lýsum upp
skammdegismyrkrið með marg-
lituðum Ijósum sem gleðja aug-
að. Þau stafa frá sér birtu og
hlýju. Jólagjafirnar fœra gleði og
sýna elsku í garð þiggjenda.
Jólakveðjurnar eru ómissandi og
sennilega einn áhrifamesti þátt-
ur jólaundirbúningsins. Það er
ekki í annan tíma á árinu sem
við setjumst niður með lista af
nöfnum yfir œttingja og vini nœr
og fjœr — og kvittum persónu-
lega undir góðar kveðjur og ósk-
ir um farsœldþeim til handa. Við
komumst ekki hjá því að rifja
upp í leiðinni samband okkar og
samskipti við aðra. Stundum eru
jólakveðjurnar einu tengslin
milli fólks. í annan tíma er sam-
bandsleysi og afskiptaleysi.
Jólakveðjan verðurekki síst mik-
ilvœg einmitt í þeim tilfellum
þegar önnur samskipti eru ekki
rœktuð. Hún er merki um það að
enn eru tengsl á milli. Lestur
jólakveðja í útvarpi er einnig
áberandi þáttur undirbúnings-
ins. Algengt er að fólk stilli á
lestur kveðjanna meðan það
skreytir híbýli sín eða lýkur við
jólabaksturinn. Lestur þeirra
fœr okkur til að hugsa um þá
sem ekki geta verið heima hjá
sér um jólin, vegna vinnu sinnar
eða veikinda.
Sumir eiga enga nákomna
œttingja eða vini og eru einir um
hátíðina. Aðrir eru þaö fátœkir
að þeir geta ekki gert sér daga-
mun í veisluföngum, klœðum og
gjöfum sem sjálfsagtþykir í okk-
ar samfélagi.
Ég veit ekki hvernig lífskjör
þín eru lesandi minn. En hvernig
sem þeim er háttað, œttu orð Jó-
hannesar skírara að höfða til
þín.
,,Sá sem hefur tvo kyrtla, gefi
þeim annan, sem engan á, og sá
sem matföng hefur geri eins"
Ef þú hefur nóg að bíta og
brenna, hugsaðu þá til þeirra
sem þú getur gefið af nœgtum
þínum. Þeir eru margir. —Efefni
þín eru lítil, þá er það styrkur að
vita að kristileg skylda sérhvers
manns er að huga að kjörum
meðsystkina sinna og rétta út
hjálparhönd.
Jólin koma og vitja allra. Not-
um tímann vel þar til hátíðin
gengur í garð. Eflum mannúð og
bcetum samfélag okkar. Leyfum
kœrleikanum sem Kristur boðar
að starfa með okkur í fallegum
hugsunum oggóðum verkum. —
Setjum Ijósið hans ekki í geymsl-
una með öðrum jólaljósum, þeg-
ar jólunum lýkur nú, — heldur
látum það lýsa allt kirkjuárið.
Við birtu þess varðveitum við
kœrleikann meðal okkar.
Tökum undir bœnavers Guð-
mundar Guðmundssonar:
Mig vantcir styrk í kœrleik, kraft í trú,
og kristilega audmýkt barnsins góða.
En veikleik minn og breyskleik þekkir þú
og þrá míns hjarta, bœnarmálið hljóða.
Ó. gef mér kraft að grceða fáein sár,
og gjörðu bjart og hreint i sálu minni,
svo verði' hún kristalstœr sem barnsins tár
og tindri’ í henni Ijómi’ af hátign þinni.
Guð gefi þér og þínum gleðileg jól
og farsœlt nýtt ár.
196 FAXI